Reykjavíkurborg vill rukka þá sem aka á nöglum Jakob Bjarnar skrifar 24. maí 2017 13:46 Hjálmar Sveinsson og félagar hans í meirihlutanum vilja setja sérstakt gjald á þá bifreiðaeigendur sem nota nagladekk. Fyrir liggur tillaga frá umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkurborgar sem gengur út á sérstaka að gjaldtöku á þá ökumenn sem vilja aka um á nagladekkjum. Tillagan snýr að því að 60. grein umferðarlaga verði breytt og við bætist grein 60.gr.a, sem orðast svo: „Gjaldtaka af hjólbörðum með nöglum Sveitarstjórn er heimilt að ákveða gjald af notkun hjólbarða með nöglum á nánar tilteknum svæðum. Sveitarstjórn skal ákveða gjaldtöku að höfðu samráði við umhverfisráðuneytið. Með gjaldtöku er átt við gjald sem eigandi eða ökumaður ökutækis skal greiða fyrir heimild til að aka á hjólbörðum með nöglum þann tíma sem notkun þeirra er leyfð.“ Fundur stendur yfir um þetta atriði hjá ráðinu en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram breytingartillögu. Þar kemur fram að ekki megi gera lítið úr mikilvægi fræðsluátaks í því skyni að takmarka notkun nagladekkja. Og að notkun nagladekkja teljist afar neikvæð fyrir umhverfið, heilsu og lífsskilyrði og allar tilraunir til að minnka notkun þeirra eru mikilvægar. En notkun nagladekkja hefur tengst umferðaröryggi frekar í hugum margra en umhverfismálum. Slíka viðhorfsbreytingu þarf því að undirbúa í miklu samráði við íbúa. „Eins þarf að skoða hvort íbúar geti treyst á mokstur og vetrarþjónustu í sveitarfélaginu og að hvaða marki. Því telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að við fyrirliggjandi tillögu þurfi að bæta við ákvæði um að heimild um gjaldtöku verði aldrei samþykkt nema að helmingur íbúa hafi samþykkt það í undangenginni íbúakosningu. Slík kosning geti að sjálfsögðu verið rafræn. Íbúakosning af því tagi myndi einnig leiða af sér gríðarlega sterkt kynningarátak um skaðsemi nagladekkja og skilað miklum árangri.“ Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Fyrir liggur tillaga frá umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkurborgar sem gengur út á sérstaka að gjaldtöku á þá ökumenn sem vilja aka um á nagladekkjum. Tillagan snýr að því að 60. grein umferðarlaga verði breytt og við bætist grein 60.gr.a, sem orðast svo: „Gjaldtaka af hjólbörðum með nöglum Sveitarstjórn er heimilt að ákveða gjald af notkun hjólbarða með nöglum á nánar tilteknum svæðum. Sveitarstjórn skal ákveða gjaldtöku að höfðu samráði við umhverfisráðuneytið. Með gjaldtöku er átt við gjald sem eigandi eða ökumaður ökutækis skal greiða fyrir heimild til að aka á hjólbörðum með nöglum þann tíma sem notkun þeirra er leyfð.“ Fundur stendur yfir um þetta atriði hjá ráðinu en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram breytingartillögu. Þar kemur fram að ekki megi gera lítið úr mikilvægi fræðsluátaks í því skyni að takmarka notkun nagladekkja. Og að notkun nagladekkja teljist afar neikvæð fyrir umhverfið, heilsu og lífsskilyrði og allar tilraunir til að minnka notkun þeirra eru mikilvægar. En notkun nagladekkja hefur tengst umferðaröryggi frekar í hugum margra en umhverfismálum. Slíka viðhorfsbreytingu þarf því að undirbúa í miklu samráði við íbúa. „Eins þarf að skoða hvort íbúar geti treyst á mokstur og vetrarþjónustu í sveitarfélaginu og að hvaða marki. Því telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að við fyrirliggjandi tillögu þurfi að bæta við ákvæði um að heimild um gjaldtöku verði aldrei samþykkt nema að helmingur íbúa hafi samþykkt það í undangenginni íbúakosningu. Slík kosning geti að sjálfsögðu verið rafræn. Íbúakosning af því tagi myndi einnig leiða af sér gríðarlega sterkt kynningarátak um skaðsemi nagladekkja og skilað miklum árangri.“
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira