„Þyngra en tárum taki“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. mars 2017 13:58 Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna. vísir/sigurjón ólason „Það hvernig mál hafa skipast varðandi samgönguáætlun er eiginlega þyngra en tárum taki,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, í sérstökum umræðum um samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Kolbeinn, og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar, gagnrýndu niðurskurð á þeirri samgönguáætlun sem samþykkt var, mótatkvæðalaust, á þingi í október síðastliðnum. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagði að vissulega hafi verið skorið niður – en að öllum sé ljóst að áherslurnar hafi verið á heilbrigðismálin. Hann sagðist binda vonir við ða auknu fjármagni verði varið í samgöngur í þessu ári.Sama krónan ekki notuð tvisvar sinnum „Menn geta velt sér endalaust upp úr þessari umræðu að það hefur ekki verið fjármögnuð samgönguáætlun sem var unnin í október. Það er alveg rétt og það hefur ekki farið fram hjá neinum. En eins og ég hef sagt áður að staðan í því máli og var á þeim tíma þannig að menn höfðu miklar væntingar til þess sem yrði til ráðstöfunar á þessu ári,“ sagði hann. „Síðan þegar þingið settist yfir það og náð tiltölulega ágætri sátt um hvert skyldi halda þá voru áherslurnar þær sem við þekkjum öll í þessum sal, þær voru á heilbrigðis- og velferðarmál. Og sama krónan er ekki notuð tvisvar sinnum.“ Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, vakti máls á slagorði Sjálfstæðisflokksins, flokki Jóns Gunnarssonar. „Fyrir síðustu alþingiskosningar var eitt helsta slagorð Sjálfstæðisflokksins „Á réttri leið“. Ég ætla nú ekki að eyða mörgum orðum í það slagorð en vil þó benda á að sú leið verður ansi torsótt ef hún verður farin eftir íslensku vegakerfi,“ sagði hann. Vilji þingheims hvað þessi málefni varðar hafi endurspeglað vilja almennings fullkomlega. „Margumrædd samgönguáætlun sem samþykkt var í október síðastliðnum var mjög metnaðarfull. Liggur við að segja að hún hafi verið alveg frábær. Hún var samþykkt í breiðri sátt allra flokka sem hér sátu á þingi, eftir því sem ég best veit, og vil meina að fá mál af þessari stærðargráðu hafi notið jafn mikillar velþóknunar almennings og þetta gerði,“ sagði Einar. Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
„Það hvernig mál hafa skipast varðandi samgönguáætlun er eiginlega þyngra en tárum taki,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, í sérstökum umræðum um samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Kolbeinn, og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar, gagnrýndu niðurskurð á þeirri samgönguáætlun sem samþykkt var, mótatkvæðalaust, á þingi í október síðastliðnum. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagði að vissulega hafi verið skorið niður – en að öllum sé ljóst að áherslurnar hafi verið á heilbrigðismálin. Hann sagðist binda vonir við ða auknu fjármagni verði varið í samgöngur í þessu ári.Sama krónan ekki notuð tvisvar sinnum „Menn geta velt sér endalaust upp úr þessari umræðu að það hefur ekki verið fjármögnuð samgönguáætlun sem var unnin í október. Það er alveg rétt og það hefur ekki farið fram hjá neinum. En eins og ég hef sagt áður að staðan í því máli og var á þeim tíma þannig að menn höfðu miklar væntingar til þess sem yrði til ráðstöfunar á þessu ári,“ sagði hann. „Síðan þegar þingið settist yfir það og náð tiltölulega ágætri sátt um hvert skyldi halda þá voru áherslurnar þær sem við þekkjum öll í þessum sal, þær voru á heilbrigðis- og velferðarmál. Og sama krónan er ekki notuð tvisvar sinnum.“ Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, vakti máls á slagorði Sjálfstæðisflokksins, flokki Jóns Gunnarssonar. „Fyrir síðustu alþingiskosningar var eitt helsta slagorð Sjálfstæðisflokksins „Á réttri leið“. Ég ætla nú ekki að eyða mörgum orðum í það slagorð en vil þó benda á að sú leið verður ansi torsótt ef hún verður farin eftir íslensku vegakerfi,“ sagði hann. Vilji þingheims hvað þessi málefni varðar hafi endurspeglað vilja almennings fullkomlega. „Margumrædd samgönguáætlun sem samþykkt var í október síðastliðnum var mjög metnaðarfull. Liggur við að segja að hún hafi verið alveg frábær. Hún var samþykkt í breiðri sátt allra flokka sem hér sátu á þingi, eftir því sem ég best veit, og vil meina að fá mál af þessari stærðargráðu hafi notið jafn mikillar velþóknunar almennings og þetta gerði,“ sagði Einar.
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira