Hjörleifur Guttormsson um sjómanninn sem hvarf: „Ég er enginn aðili þessa máls“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. ágúst 2017 12:30 Sjómaðurinn hefur blasað við öllum þeim sem ekið hafa Sæbrautina í vesturátt. Hér má sjá listamannahópinn að störfum árið 2015. Vísir/Vilhelm Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi við Vatnsstíg í Reykjavík, telur að skipulagslög hafi verið brotin þegar mynd af sjómanni var máluð á hlið Sjávarútvegshússins árið 2015. Hann segist vilja vita hver hafi veitt leyfi fyrir verkinu. „Hver setti þetta upp? Hver tók ákvörðun um þetta að beiðni Icelandic Airwaves? Hver veitti leyfi og á hvaða forsendum?“ segir Hjörleifur í samtali við Vísi. Hann segist þó ekki missa svefn yfir því að margir sakni verksins af hlið Sjávarútvegshússins. „Ég sef afskaplega rólegur út af þessu máli. Ég er austur á Héraði og er að sinna verkum hér. Fjarri þessum ólgandi vettvangi Reykjavíkur um þessar mundir út af hvarfi þessa sjómanns. Þetta er auðvitað stórmál,“ segir Hjörleifur.RÚV greindi frá því í gær að Hjörleifur hefði rekið ítrekað eftir á eftir því að myndin af sjómanninum yrði fjarlægð. Var hann meðal annars í miklum samskiptum við Nikulás Úlfar Másson, byggingafulltrúa Reykjavíkurborgar.Hefði þurft grenndarkynningu „Settu þig nú í spor Jóns Jónssonar sem býr þarna í næsta húsi. Það er allt í einu farið að breyta umhverfi hans með þessum hætti, að setja mynd á næsta hús. Er það samkvæmt lögum og reglum?“ spyr Hjörleifur.Og hvaða lög telur þú að hafi verið brotin í þessu máli? „Auðvitað skipulagslög. Að setja upp verk af þessum toga. Það þarf grendarkynningu fyrir breytingar sem eru nú minni fyrirferðar en þetta. Það þarf grenndarkynningu samkvæmt skipulagslögum,“ segir Hjörleifur og á þar við 44. grein skipulagslaga.44. gr. Grenndarkynning. [Þegar sótt er um byggingar- eða framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd sem er í samræmi við aðalskipulag en deiliskipulag liggur ekki fyrir getur sveitarstjórn eða sá aðili sem heimild hefur til fullnaðarafgreiðslu mála, sbr. 6. gr., ákveðið að veita megi leyfi án deiliskipulagsgerðar ef framkvæmdin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Skal skipulagsnefnd þá láta fara fram grenndarkynningu. Þegar um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skal skipulagsnefnd láta fara fram grenndarkynningu, sbr. 2. og 3. mgr. 43. gr.] 1)Hjörleifur Guttormsson kvartaði ítrekað undir sjómanninum á vegg Sjávarútvegshússins.Vísir/ValgarðurLíkir sjómanninum við veggjakrot Hann þvertekur þó fyrir að vera einn af þeim nágrönnum sem hafi verið brotið á. „Ég er ekkert í næsta húsi. Ég er enginn aðili máls. Þetta mál kemur mér ekkert við frekar en öðrum. Spurningin er bara um þá sem standa fyrir þessu en ekki einhvern Pétur eða Pál í næsta nágrenni. Þetta mál er ekki mitt mál, það er mál þeirra sem veita leyfi og taka ákvörðun svo um að fjarlægja þessa mynd.“ Hjörleifur spyr svo hver munurinn sé á verkum líkt og sjómanninum á Sjávarútvegshúsinu og veggjakroti. „Telja ekki veggjakrotarar að það sé list sem þeir eru að gera? Hver er munurinn á því ef verk er sett upp með þessum hætti og einhverjir telja vera augnayndi og því sem veggjakrotarar eru að gera? Þetta er bara smekksatriði.“Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.vísir/eyþórRáðherra ekki hress Þegar Fréttablaðið reyndi að leita skýringa á hvarfi sjómannsins var fátt um svör. Enginn vildi axla ábyrgð, ráðuneytið benti á borgina og borgin benti á húseigendur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landsbúnaðarráðherra, sagðist alls ekki vera hress með að málað hefði verið yfir sjómanninn. „Mér finnst þetta bara verulega vanhugsað og enn verra ef menn eru ekki að virða höfundarrétt og rétt listamanna.“ Hvorki listamanninum sjálfum, né forsvarsmönnum Iceland Airwaves sem fjármagnaði verkið, var gert sérstaklega viðvart um að mála ætti yfir verkið. „Nei nei, það var enginn látinn vita, ekki nokkur maður,“ sagði Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, í samtali við Fréttablaðið. Tengdar fréttir Sjómaðurinn fór „mikið fyrir brjóstið“ á nágrannanum Hjörleifi Hjörleifur Guttormsson rak ítrekað á eftir því að myndin af sjómanninum á Sjávarútvegshúsinu yrði fjarlægð. 15. ágúst 2017 23:22 Sjómannsins saknað en enginn vill axla ábyrgð á hvarfi hans Allir sakna verksins af sjómanninum; sjávarútvegsáðuneytið, Reykjavíkurborg og húseigendur. Enginn vill axla ábyrgð á afdrifum verksins. 15. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi við Vatnsstíg í Reykjavík, telur að skipulagslög hafi verið brotin þegar mynd af sjómanni var máluð á hlið Sjávarútvegshússins árið 2015. Hann segist vilja vita hver hafi veitt leyfi fyrir verkinu. „Hver setti þetta upp? Hver tók ákvörðun um þetta að beiðni Icelandic Airwaves? Hver veitti leyfi og á hvaða forsendum?“ segir Hjörleifur í samtali við Vísi. Hann segist þó ekki missa svefn yfir því að margir sakni verksins af hlið Sjávarútvegshússins. „Ég sef afskaplega rólegur út af þessu máli. Ég er austur á Héraði og er að sinna verkum hér. Fjarri þessum ólgandi vettvangi Reykjavíkur um þessar mundir út af hvarfi þessa sjómanns. Þetta er auðvitað stórmál,“ segir Hjörleifur.RÚV greindi frá því í gær að Hjörleifur hefði rekið ítrekað eftir á eftir því að myndin af sjómanninum yrði fjarlægð. Var hann meðal annars í miklum samskiptum við Nikulás Úlfar Másson, byggingafulltrúa Reykjavíkurborgar.Hefði þurft grenndarkynningu „Settu þig nú í spor Jóns Jónssonar sem býr þarna í næsta húsi. Það er allt í einu farið að breyta umhverfi hans með þessum hætti, að setja mynd á næsta hús. Er það samkvæmt lögum og reglum?“ spyr Hjörleifur.Og hvaða lög telur þú að hafi verið brotin í þessu máli? „Auðvitað skipulagslög. Að setja upp verk af þessum toga. Það þarf grendarkynningu fyrir breytingar sem eru nú minni fyrirferðar en þetta. Það þarf grenndarkynningu samkvæmt skipulagslögum,“ segir Hjörleifur og á þar við 44. grein skipulagslaga.44. gr. Grenndarkynning. [Þegar sótt er um byggingar- eða framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd sem er í samræmi við aðalskipulag en deiliskipulag liggur ekki fyrir getur sveitarstjórn eða sá aðili sem heimild hefur til fullnaðarafgreiðslu mála, sbr. 6. gr., ákveðið að veita megi leyfi án deiliskipulagsgerðar ef framkvæmdin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Skal skipulagsnefnd þá láta fara fram grenndarkynningu. Þegar um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skal skipulagsnefnd láta fara fram grenndarkynningu, sbr. 2. og 3. mgr. 43. gr.] 1)Hjörleifur Guttormsson kvartaði ítrekað undir sjómanninum á vegg Sjávarútvegshússins.Vísir/ValgarðurLíkir sjómanninum við veggjakrot Hann þvertekur þó fyrir að vera einn af þeim nágrönnum sem hafi verið brotið á. „Ég er ekkert í næsta húsi. Ég er enginn aðili máls. Þetta mál kemur mér ekkert við frekar en öðrum. Spurningin er bara um þá sem standa fyrir þessu en ekki einhvern Pétur eða Pál í næsta nágrenni. Þetta mál er ekki mitt mál, það er mál þeirra sem veita leyfi og taka ákvörðun svo um að fjarlægja þessa mynd.“ Hjörleifur spyr svo hver munurinn sé á verkum líkt og sjómanninum á Sjávarútvegshúsinu og veggjakroti. „Telja ekki veggjakrotarar að það sé list sem þeir eru að gera? Hver er munurinn á því ef verk er sett upp með þessum hætti og einhverjir telja vera augnayndi og því sem veggjakrotarar eru að gera? Þetta er bara smekksatriði.“Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.vísir/eyþórRáðherra ekki hress Þegar Fréttablaðið reyndi að leita skýringa á hvarfi sjómannsins var fátt um svör. Enginn vildi axla ábyrgð, ráðuneytið benti á borgina og borgin benti á húseigendur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landsbúnaðarráðherra, sagðist alls ekki vera hress með að málað hefði verið yfir sjómanninn. „Mér finnst þetta bara verulega vanhugsað og enn verra ef menn eru ekki að virða höfundarrétt og rétt listamanna.“ Hvorki listamanninum sjálfum, né forsvarsmönnum Iceland Airwaves sem fjármagnaði verkið, var gert sérstaklega viðvart um að mála ætti yfir verkið. „Nei nei, það var enginn látinn vita, ekki nokkur maður,“ sagði Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, í samtali við Fréttablaðið.
Tengdar fréttir Sjómaðurinn fór „mikið fyrir brjóstið“ á nágrannanum Hjörleifi Hjörleifur Guttormsson rak ítrekað á eftir því að myndin af sjómanninum á Sjávarútvegshúsinu yrði fjarlægð. 15. ágúst 2017 23:22 Sjómannsins saknað en enginn vill axla ábyrgð á hvarfi hans Allir sakna verksins af sjómanninum; sjávarútvegsáðuneytið, Reykjavíkurborg og húseigendur. Enginn vill axla ábyrgð á afdrifum verksins. 15. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Sjómaðurinn fór „mikið fyrir brjóstið“ á nágrannanum Hjörleifi Hjörleifur Guttormsson rak ítrekað á eftir því að myndin af sjómanninum á Sjávarútvegshúsinu yrði fjarlægð. 15. ágúst 2017 23:22
Sjómannsins saknað en enginn vill axla ábyrgð á hvarfi hans Allir sakna verksins af sjómanninum; sjávarútvegsáðuneytið, Reykjavíkurborg og húseigendur. Enginn vill axla ábyrgð á afdrifum verksins. 15. ágúst 2017 06:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu