Hjörleifur Guttormsson um sjómanninn sem hvarf: „Ég er enginn aðili þessa máls“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. ágúst 2017 12:30 Sjómaðurinn hefur blasað við öllum þeim sem ekið hafa Sæbrautina í vesturátt. Hér má sjá listamannahópinn að störfum árið 2015. Vísir/Vilhelm Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi við Vatnsstíg í Reykjavík, telur að skipulagslög hafi verið brotin þegar mynd af sjómanni var máluð á hlið Sjávarútvegshússins árið 2015. Hann segist vilja vita hver hafi veitt leyfi fyrir verkinu. „Hver setti þetta upp? Hver tók ákvörðun um þetta að beiðni Icelandic Airwaves? Hver veitti leyfi og á hvaða forsendum?“ segir Hjörleifur í samtali við Vísi. Hann segist þó ekki missa svefn yfir því að margir sakni verksins af hlið Sjávarútvegshússins. „Ég sef afskaplega rólegur út af þessu máli. Ég er austur á Héraði og er að sinna verkum hér. Fjarri þessum ólgandi vettvangi Reykjavíkur um þessar mundir út af hvarfi þessa sjómanns. Þetta er auðvitað stórmál,“ segir Hjörleifur.RÚV greindi frá því í gær að Hjörleifur hefði rekið ítrekað eftir á eftir því að myndin af sjómanninum yrði fjarlægð. Var hann meðal annars í miklum samskiptum við Nikulás Úlfar Másson, byggingafulltrúa Reykjavíkurborgar.Hefði þurft grenndarkynningu „Settu þig nú í spor Jóns Jónssonar sem býr þarna í næsta húsi. Það er allt í einu farið að breyta umhverfi hans með þessum hætti, að setja mynd á næsta hús. Er það samkvæmt lögum og reglum?“ spyr Hjörleifur.Og hvaða lög telur þú að hafi verið brotin í þessu máli? „Auðvitað skipulagslög. Að setja upp verk af þessum toga. Það þarf grendarkynningu fyrir breytingar sem eru nú minni fyrirferðar en þetta. Það þarf grenndarkynningu samkvæmt skipulagslögum,“ segir Hjörleifur og á þar við 44. grein skipulagslaga.44. gr. Grenndarkynning. [Þegar sótt er um byggingar- eða framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd sem er í samræmi við aðalskipulag en deiliskipulag liggur ekki fyrir getur sveitarstjórn eða sá aðili sem heimild hefur til fullnaðarafgreiðslu mála, sbr. 6. gr., ákveðið að veita megi leyfi án deiliskipulagsgerðar ef framkvæmdin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Skal skipulagsnefnd þá láta fara fram grenndarkynningu. Þegar um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skal skipulagsnefnd láta fara fram grenndarkynningu, sbr. 2. og 3. mgr. 43. gr.] 1)Hjörleifur Guttormsson kvartaði ítrekað undir sjómanninum á vegg Sjávarútvegshússins.Vísir/ValgarðurLíkir sjómanninum við veggjakrot Hann þvertekur þó fyrir að vera einn af þeim nágrönnum sem hafi verið brotið á. „Ég er ekkert í næsta húsi. Ég er enginn aðili máls. Þetta mál kemur mér ekkert við frekar en öðrum. Spurningin er bara um þá sem standa fyrir þessu en ekki einhvern Pétur eða Pál í næsta nágrenni. Þetta mál er ekki mitt mál, það er mál þeirra sem veita leyfi og taka ákvörðun svo um að fjarlægja þessa mynd.“ Hjörleifur spyr svo hver munurinn sé á verkum líkt og sjómanninum á Sjávarútvegshúsinu og veggjakroti. „Telja ekki veggjakrotarar að það sé list sem þeir eru að gera? Hver er munurinn á því ef verk er sett upp með þessum hætti og einhverjir telja vera augnayndi og því sem veggjakrotarar eru að gera? Þetta er bara smekksatriði.“Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.vísir/eyþórRáðherra ekki hress Þegar Fréttablaðið reyndi að leita skýringa á hvarfi sjómannsins var fátt um svör. Enginn vildi axla ábyrgð, ráðuneytið benti á borgina og borgin benti á húseigendur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landsbúnaðarráðherra, sagðist alls ekki vera hress með að málað hefði verið yfir sjómanninn. „Mér finnst þetta bara verulega vanhugsað og enn verra ef menn eru ekki að virða höfundarrétt og rétt listamanna.“ Hvorki listamanninum sjálfum, né forsvarsmönnum Iceland Airwaves sem fjármagnaði verkið, var gert sérstaklega viðvart um að mála ætti yfir verkið. „Nei nei, það var enginn látinn vita, ekki nokkur maður,“ sagði Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, í samtali við Fréttablaðið. Tengdar fréttir Sjómaðurinn fór „mikið fyrir brjóstið“ á nágrannanum Hjörleifi Hjörleifur Guttormsson rak ítrekað á eftir því að myndin af sjómanninum á Sjávarútvegshúsinu yrði fjarlægð. 15. ágúst 2017 23:22 Sjómannsins saknað en enginn vill axla ábyrgð á hvarfi hans Allir sakna verksins af sjómanninum; sjávarútvegsáðuneytið, Reykjavíkurborg og húseigendur. Enginn vill axla ábyrgð á afdrifum verksins. 15. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi við Vatnsstíg í Reykjavík, telur að skipulagslög hafi verið brotin þegar mynd af sjómanni var máluð á hlið Sjávarútvegshússins árið 2015. Hann segist vilja vita hver hafi veitt leyfi fyrir verkinu. „Hver setti þetta upp? Hver tók ákvörðun um þetta að beiðni Icelandic Airwaves? Hver veitti leyfi og á hvaða forsendum?“ segir Hjörleifur í samtali við Vísi. Hann segist þó ekki missa svefn yfir því að margir sakni verksins af hlið Sjávarútvegshússins. „Ég sef afskaplega rólegur út af þessu máli. Ég er austur á Héraði og er að sinna verkum hér. Fjarri þessum ólgandi vettvangi Reykjavíkur um þessar mundir út af hvarfi þessa sjómanns. Þetta er auðvitað stórmál,“ segir Hjörleifur.RÚV greindi frá því í gær að Hjörleifur hefði rekið ítrekað eftir á eftir því að myndin af sjómanninum yrði fjarlægð. Var hann meðal annars í miklum samskiptum við Nikulás Úlfar Másson, byggingafulltrúa Reykjavíkurborgar.Hefði þurft grenndarkynningu „Settu þig nú í spor Jóns Jónssonar sem býr þarna í næsta húsi. Það er allt í einu farið að breyta umhverfi hans með þessum hætti, að setja mynd á næsta hús. Er það samkvæmt lögum og reglum?“ spyr Hjörleifur.Og hvaða lög telur þú að hafi verið brotin í þessu máli? „Auðvitað skipulagslög. Að setja upp verk af þessum toga. Það þarf grendarkynningu fyrir breytingar sem eru nú minni fyrirferðar en þetta. Það þarf grenndarkynningu samkvæmt skipulagslögum,“ segir Hjörleifur og á þar við 44. grein skipulagslaga.44. gr. Grenndarkynning. [Þegar sótt er um byggingar- eða framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd sem er í samræmi við aðalskipulag en deiliskipulag liggur ekki fyrir getur sveitarstjórn eða sá aðili sem heimild hefur til fullnaðarafgreiðslu mála, sbr. 6. gr., ákveðið að veita megi leyfi án deiliskipulagsgerðar ef framkvæmdin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Skal skipulagsnefnd þá láta fara fram grenndarkynningu. Þegar um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skal skipulagsnefnd láta fara fram grenndarkynningu, sbr. 2. og 3. mgr. 43. gr.] 1)Hjörleifur Guttormsson kvartaði ítrekað undir sjómanninum á vegg Sjávarútvegshússins.Vísir/ValgarðurLíkir sjómanninum við veggjakrot Hann þvertekur þó fyrir að vera einn af þeim nágrönnum sem hafi verið brotið á. „Ég er ekkert í næsta húsi. Ég er enginn aðili máls. Þetta mál kemur mér ekkert við frekar en öðrum. Spurningin er bara um þá sem standa fyrir þessu en ekki einhvern Pétur eða Pál í næsta nágrenni. Þetta mál er ekki mitt mál, það er mál þeirra sem veita leyfi og taka ákvörðun svo um að fjarlægja þessa mynd.“ Hjörleifur spyr svo hver munurinn sé á verkum líkt og sjómanninum á Sjávarútvegshúsinu og veggjakroti. „Telja ekki veggjakrotarar að það sé list sem þeir eru að gera? Hver er munurinn á því ef verk er sett upp með þessum hætti og einhverjir telja vera augnayndi og því sem veggjakrotarar eru að gera? Þetta er bara smekksatriði.“Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.vísir/eyþórRáðherra ekki hress Þegar Fréttablaðið reyndi að leita skýringa á hvarfi sjómannsins var fátt um svör. Enginn vildi axla ábyrgð, ráðuneytið benti á borgina og borgin benti á húseigendur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landsbúnaðarráðherra, sagðist alls ekki vera hress með að málað hefði verið yfir sjómanninn. „Mér finnst þetta bara verulega vanhugsað og enn verra ef menn eru ekki að virða höfundarrétt og rétt listamanna.“ Hvorki listamanninum sjálfum, né forsvarsmönnum Iceland Airwaves sem fjármagnaði verkið, var gert sérstaklega viðvart um að mála ætti yfir verkið. „Nei nei, það var enginn látinn vita, ekki nokkur maður,“ sagði Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, í samtali við Fréttablaðið.
Tengdar fréttir Sjómaðurinn fór „mikið fyrir brjóstið“ á nágrannanum Hjörleifi Hjörleifur Guttormsson rak ítrekað á eftir því að myndin af sjómanninum á Sjávarútvegshúsinu yrði fjarlægð. 15. ágúst 2017 23:22 Sjómannsins saknað en enginn vill axla ábyrgð á hvarfi hans Allir sakna verksins af sjómanninum; sjávarútvegsáðuneytið, Reykjavíkurborg og húseigendur. Enginn vill axla ábyrgð á afdrifum verksins. 15. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Sjómaðurinn fór „mikið fyrir brjóstið“ á nágrannanum Hjörleifi Hjörleifur Guttormsson rak ítrekað á eftir því að myndin af sjómanninum á Sjávarútvegshúsinu yrði fjarlægð. 15. ágúst 2017 23:22
Sjómannsins saknað en enginn vill axla ábyrgð á hvarfi hans Allir sakna verksins af sjómanninum; sjávarútvegsáðuneytið, Reykjavíkurborg og húseigendur. Enginn vill axla ábyrgð á afdrifum verksins. 15. ágúst 2017 06:00