Sjómannsins saknað en enginn vill axla ábyrgð á hvarfi hans Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. ágúst 2017 06:00 Verkið í mótun á vegg Sjávarútvegshússins árið 2015. vísir/vilhelm Enginn vill axla ábyrgð á hvarfi sjómannsins sem prýtt hefur Sjávarútvegshúsið undanfarin tvö ár. Ráðuneytið bendir á borgina, borgin bendir á húseigendur. „Ég er alls ekki hress með þetta,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. „Mér skilst það hafi borist kvörtun frá einhverjum tilteknum íbúum um að þetta hefði bara átt að vera tímabundið og það eigi að mála yfir þetta, en myndin var mjög viðeigandi fyrir húsið og það hefði vel mátt setja þetta í eitthvað ferli með nágrönnum okkar og spyrja hvort ekki mætti halda verkinu,“ segir Þorgerður Katrín og bætir við. „Mér finnst þetta bara verulega vanhugsað og enn verra ef menn eru ekki að virða höfundarrétt og rétt listamanna.“Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.vísir/eyþórHvorki listamanninum sjálfum, né forsvarsmönnum Iceland Airwaves sem fjármagnaði verkið, var gert sérstaklega viðvart um að mála ætti yfir verkið. „Nei nei, það var enginn látinn vita, ekki nokkur maður,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves. „Við urðum að hlíta fyrirmælum borgarinnar,“ segir Kristján Skarphéðinsson ráðuneytisstjóri í atvinnuvegaráðuneytinu. „Þeir fara með skipulagsvaldið. Þetta fór ekki í grenndarkynningu á sínum tíma enda átti þetta aldrei að standa til eilífðar. Upphaflega stóð til að verkið yrði á veggnum í tvær vikur en svo leist okkur svo vel á þetta þegar þetta var komið upp að við óskuðum eftir því við höfunda að þetta fengi að standa lengur. Svo kom bréf frá Reykjavíkurborg og við vorum beðin að mála yfir þetta,“ segir Kristján. Hjá borginni kannast enginn við að hafa krafist þess að málað yrði yfir vegginn. „Þetta kemur mér nú frekar á óvart,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur. „Mér fannst mikil prýði að þessari mynd og vildi helst þetta fengi að vera í friði og af hálfu borgarinnar var ákveðið að láta húseigendum eftir hver afdrif myndanna yrðu.“ Þetta staðfestir Ólöf Örvarsdóttir, forstöðumaður skipulagssviðs borgarinnar og segir að borgin hafi ákveðið að aðhafast ekki frekar vegna málsins. Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingismaður, og íbúi við Vatnsstíg mun vera einn háværasti andstæðingur sjómannsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sem herma að hann hafi gengið mjög eftir því að verkið yrði fjarlægt. Hjörleifur vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Innlent „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Erlent Foreldrar hæstánægðir með Lund þó breytingar verði gerðar Innlent Jón Nordal er látinn Innlent Samþykkja að leikskólabyggingin verði rifin Innlent Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Erlent Handtóku tvo vopnaða menn Innlent Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Innlent Árni Indriðason er látinn Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Árni Indriðason er látinn Samþykkja að leikskólabyggingin verði rifin Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Foreldrar hæstánægðir með Lund þó breytingar verði gerðar Jón Nordal er látinn Handtóku tvo vopnaða menn Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Hvalveiðar, málamiðlunarflokkur og „útför“ listamanns Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Fresta úthlutun þingsæta Útiloka verkfall í FSu á nýju ári Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Guðrún ráðin bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Kjálkabraut mann með einu höggi „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Þessi voru oftast strikuð út í Norðausturkjördæmi Biðjast afsökunar á að hafa sært listamenn „Við erum málamiðlunarflokkur“ Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Almennum borgurum útrýmt af ásetningi Drónaflugmenn þurfa nú að skrá sig Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Halla Hrund og Karl Gauti oftast strikuð út í Suðurkjördæmi „Hefur aldrei verið neitt persónulegt“ Sjá meira
Enginn vill axla ábyrgð á hvarfi sjómannsins sem prýtt hefur Sjávarútvegshúsið undanfarin tvö ár. Ráðuneytið bendir á borgina, borgin bendir á húseigendur. „Ég er alls ekki hress með þetta,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. „Mér skilst það hafi borist kvörtun frá einhverjum tilteknum íbúum um að þetta hefði bara átt að vera tímabundið og það eigi að mála yfir þetta, en myndin var mjög viðeigandi fyrir húsið og það hefði vel mátt setja þetta í eitthvað ferli með nágrönnum okkar og spyrja hvort ekki mætti halda verkinu,“ segir Þorgerður Katrín og bætir við. „Mér finnst þetta bara verulega vanhugsað og enn verra ef menn eru ekki að virða höfundarrétt og rétt listamanna.“Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.vísir/eyþórHvorki listamanninum sjálfum, né forsvarsmönnum Iceland Airwaves sem fjármagnaði verkið, var gert sérstaklega viðvart um að mála ætti yfir verkið. „Nei nei, það var enginn látinn vita, ekki nokkur maður,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves. „Við urðum að hlíta fyrirmælum borgarinnar,“ segir Kristján Skarphéðinsson ráðuneytisstjóri í atvinnuvegaráðuneytinu. „Þeir fara með skipulagsvaldið. Þetta fór ekki í grenndarkynningu á sínum tíma enda átti þetta aldrei að standa til eilífðar. Upphaflega stóð til að verkið yrði á veggnum í tvær vikur en svo leist okkur svo vel á þetta þegar þetta var komið upp að við óskuðum eftir því við höfunda að þetta fengi að standa lengur. Svo kom bréf frá Reykjavíkurborg og við vorum beðin að mála yfir þetta,“ segir Kristján. Hjá borginni kannast enginn við að hafa krafist þess að málað yrði yfir vegginn. „Þetta kemur mér nú frekar á óvart,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur. „Mér fannst mikil prýði að þessari mynd og vildi helst þetta fengi að vera í friði og af hálfu borgarinnar var ákveðið að láta húseigendum eftir hver afdrif myndanna yrðu.“ Þetta staðfestir Ólöf Örvarsdóttir, forstöðumaður skipulagssviðs borgarinnar og segir að borgin hafi ákveðið að aðhafast ekki frekar vegna málsins. Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingismaður, og íbúi við Vatnsstíg mun vera einn háværasti andstæðingur sjómannsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sem herma að hann hafi gengið mjög eftir því að verkið yrði fjarlægt. Hjörleifur vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Innlent „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Erlent Foreldrar hæstánægðir með Lund þó breytingar verði gerðar Innlent Jón Nordal er látinn Innlent Samþykkja að leikskólabyggingin verði rifin Innlent Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Erlent Handtóku tvo vopnaða menn Innlent Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Innlent Árni Indriðason er látinn Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Árni Indriðason er látinn Samþykkja að leikskólabyggingin verði rifin Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Foreldrar hæstánægðir með Lund þó breytingar verði gerðar Jón Nordal er látinn Handtóku tvo vopnaða menn Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Hvalveiðar, málamiðlunarflokkur og „útför“ listamanns Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Fresta úthlutun þingsæta Útiloka verkfall í FSu á nýju ári Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Guðrún ráðin bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Kjálkabraut mann með einu höggi „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Þessi voru oftast strikuð út í Norðausturkjördæmi Biðjast afsökunar á að hafa sært listamenn „Við erum málamiðlunarflokkur“ Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Almennum borgurum útrýmt af ásetningi Drónaflugmenn þurfa nú að skrá sig Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Halla Hrund og Karl Gauti oftast strikuð út í Suðurkjördæmi „Hefur aldrei verið neitt persónulegt“ Sjá meira