Sjómannsins saknað en enginn vill axla ábyrgð á hvarfi hans Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. ágúst 2017 06:00 Verkið í mótun á vegg Sjávarútvegshússins árið 2015. vísir/vilhelm Enginn vill axla ábyrgð á hvarfi sjómannsins sem prýtt hefur Sjávarútvegshúsið undanfarin tvö ár. Ráðuneytið bendir á borgina, borgin bendir á húseigendur. „Ég er alls ekki hress með þetta,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. „Mér skilst það hafi borist kvörtun frá einhverjum tilteknum íbúum um að þetta hefði bara átt að vera tímabundið og það eigi að mála yfir þetta, en myndin var mjög viðeigandi fyrir húsið og það hefði vel mátt setja þetta í eitthvað ferli með nágrönnum okkar og spyrja hvort ekki mætti halda verkinu,“ segir Þorgerður Katrín og bætir við. „Mér finnst þetta bara verulega vanhugsað og enn verra ef menn eru ekki að virða höfundarrétt og rétt listamanna.“Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.vísir/eyþórHvorki listamanninum sjálfum, né forsvarsmönnum Iceland Airwaves sem fjármagnaði verkið, var gert sérstaklega viðvart um að mála ætti yfir verkið. „Nei nei, það var enginn látinn vita, ekki nokkur maður,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves. „Við urðum að hlíta fyrirmælum borgarinnar,“ segir Kristján Skarphéðinsson ráðuneytisstjóri í atvinnuvegaráðuneytinu. „Þeir fara með skipulagsvaldið. Þetta fór ekki í grenndarkynningu á sínum tíma enda átti þetta aldrei að standa til eilífðar. Upphaflega stóð til að verkið yrði á veggnum í tvær vikur en svo leist okkur svo vel á þetta þegar þetta var komið upp að við óskuðum eftir því við höfunda að þetta fengi að standa lengur. Svo kom bréf frá Reykjavíkurborg og við vorum beðin að mála yfir þetta,“ segir Kristján. Hjá borginni kannast enginn við að hafa krafist þess að málað yrði yfir vegginn. „Þetta kemur mér nú frekar á óvart,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur. „Mér fannst mikil prýði að þessari mynd og vildi helst þetta fengi að vera í friði og af hálfu borgarinnar var ákveðið að láta húseigendum eftir hver afdrif myndanna yrðu.“ Þetta staðfestir Ólöf Örvarsdóttir, forstöðumaður skipulagssviðs borgarinnar og segir að borgin hafi ákveðið að aðhafast ekki frekar vegna málsins. Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingismaður, og íbúi við Vatnsstíg mun vera einn háværasti andstæðingur sjómannsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sem herma að hann hafi gengið mjög eftir því að verkið yrði fjarlægt. Hjörleifur vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Enginn vill axla ábyrgð á hvarfi sjómannsins sem prýtt hefur Sjávarútvegshúsið undanfarin tvö ár. Ráðuneytið bendir á borgina, borgin bendir á húseigendur. „Ég er alls ekki hress með þetta,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. „Mér skilst það hafi borist kvörtun frá einhverjum tilteknum íbúum um að þetta hefði bara átt að vera tímabundið og það eigi að mála yfir þetta, en myndin var mjög viðeigandi fyrir húsið og það hefði vel mátt setja þetta í eitthvað ferli með nágrönnum okkar og spyrja hvort ekki mætti halda verkinu,“ segir Þorgerður Katrín og bætir við. „Mér finnst þetta bara verulega vanhugsað og enn verra ef menn eru ekki að virða höfundarrétt og rétt listamanna.“Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.vísir/eyþórHvorki listamanninum sjálfum, né forsvarsmönnum Iceland Airwaves sem fjármagnaði verkið, var gert sérstaklega viðvart um að mála ætti yfir verkið. „Nei nei, það var enginn látinn vita, ekki nokkur maður,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves. „Við urðum að hlíta fyrirmælum borgarinnar,“ segir Kristján Skarphéðinsson ráðuneytisstjóri í atvinnuvegaráðuneytinu. „Þeir fara með skipulagsvaldið. Þetta fór ekki í grenndarkynningu á sínum tíma enda átti þetta aldrei að standa til eilífðar. Upphaflega stóð til að verkið yrði á veggnum í tvær vikur en svo leist okkur svo vel á þetta þegar þetta var komið upp að við óskuðum eftir því við höfunda að þetta fengi að standa lengur. Svo kom bréf frá Reykjavíkurborg og við vorum beðin að mála yfir þetta,“ segir Kristján. Hjá borginni kannast enginn við að hafa krafist þess að málað yrði yfir vegginn. „Þetta kemur mér nú frekar á óvart,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur. „Mér fannst mikil prýði að þessari mynd og vildi helst þetta fengi að vera í friði og af hálfu borgarinnar var ákveðið að láta húseigendum eftir hver afdrif myndanna yrðu.“ Þetta staðfestir Ólöf Örvarsdóttir, forstöðumaður skipulagssviðs borgarinnar og segir að borgin hafi ákveðið að aðhafast ekki frekar vegna málsins. Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingismaður, og íbúi við Vatnsstíg mun vera einn háværasti andstæðingur sjómannsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sem herma að hann hafi gengið mjög eftir því að verkið yrði fjarlægt. Hjörleifur vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu