Sjómannsins saknað en enginn vill axla ábyrgð á hvarfi hans Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. ágúst 2017 06:00 Verkið í mótun á vegg Sjávarútvegshússins árið 2015. vísir/vilhelm Enginn vill axla ábyrgð á hvarfi sjómannsins sem prýtt hefur Sjávarútvegshúsið undanfarin tvö ár. Ráðuneytið bendir á borgina, borgin bendir á húseigendur. „Ég er alls ekki hress með þetta,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. „Mér skilst það hafi borist kvörtun frá einhverjum tilteknum íbúum um að þetta hefði bara átt að vera tímabundið og það eigi að mála yfir þetta, en myndin var mjög viðeigandi fyrir húsið og það hefði vel mátt setja þetta í eitthvað ferli með nágrönnum okkar og spyrja hvort ekki mætti halda verkinu,“ segir Þorgerður Katrín og bætir við. „Mér finnst þetta bara verulega vanhugsað og enn verra ef menn eru ekki að virða höfundarrétt og rétt listamanna.“Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.vísir/eyþórHvorki listamanninum sjálfum, né forsvarsmönnum Iceland Airwaves sem fjármagnaði verkið, var gert sérstaklega viðvart um að mála ætti yfir verkið. „Nei nei, það var enginn látinn vita, ekki nokkur maður,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves. „Við urðum að hlíta fyrirmælum borgarinnar,“ segir Kristján Skarphéðinsson ráðuneytisstjóri í atvinnuvegaráðuneytinu. „Þeir fara með skipulagsvaldið. Þetta fór ekki í grenndarkynningu á sínum tíma enda átti þetta aldrei að standa til eilífðar. Upphaflega stóð til að verkið yrði á veggnum í tvær vikur en svo leist okkur svo vel á þetta þegar þetta var komið upp að við óskuðum eftir því við höfunda að þetta fengi að standa lengur. Svo kom bréf frá Reykjavíkurborg og við vorum beðin að mála yfir þetta,“ segir Kristján. Hjá borginni kannast enginn við að hafa krafist þess að málað yrði yfir vegginn. „Þetta kemur mér nú frekar á óvart,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur. „Mér fannst mikil prýði að þessari mynd og vildi helst þetta fengi að vera í friði og af hálfu borgarinnar var ákveðið að láta húseigendum eftir hver afdrif myndanna yrðu.“ Þetta staðfestir Ólöf Örvarsdóttir, forstöðumaður skipulagssviðs borgarinnar og segir að borgin hafi ákveðið að aðhafast ekki frekar vegna málsins. Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingismaður, og íbúi við Vatnsstíg mun vera einn háværasti andstæðingur sjómannsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sem herma að hann hafi gengið mjög eftir því að verkið yrði fjarlægt. Hjörleifur vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Enginn vill axla ábyrgð á hvarfi sjómannsins sem prýtt hefur Sjávarútvegshúsið undanfarin tvö ár. Ráðuneytið bendir á borgina, borgin bendir á húseigendur. „Ég er alls ekki hress með þetta,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. „Mér skilst það hafi borist kvörtun frá einhverjum tilteknum íbúum um að þetta hefði bara átt að vera tímabundið og það eigi að mála yfir þetta, en myndin var mjög viðeigandi fyrir húsið og það hefði vel mátt setja þetta í eitthvað ferli með nágrönnum okkar og spyrja hvort ekki mætti halda verkinu,“ segir Þorgerður Katrín og bætir við. „Mér finnst þetta bara verulega vanhugsað og enn verra ef menn eru ekki að virða höfundarrétt og rétt listamanna.“Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.vísir/eyþórHvorki listamanninum sjálfum, né forsvarsmönnum Iceland Airwaves sem fjármagnaði verkið, var gert sérstaklega viðvart um að mála ætti yfir verkið. „Nei nei, það var enginn látinn vita, ekki nokkur maður,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves. „Við urðum að hlíta fyrirmælum borgarinnar,“ segir Kristján Skarphéðinsson ráðuneytisstjóri í atvinnuvegaráðuneytinu. „Þeir fara með skipulagsvaldið. Þetta fór ekki í grenndarkynningu á sínum tíma enda átti þetta aldrei að standa til eilífðar. Upphaflega stóð til að verkið yrði á veggnum í tvær vikur en svo leist okkur svo vel á þetta þegar þetta var komið upp að við óskuðum eftir því við höfunda að þetta fengi að standa lengur. Svo kom bréf frá Reykjavíkurborg og við vorum beðin að mála yfir þetta,“ segir Kristján. Hjá borginni kannast enginn við að hafa krafist þess að málað yrði yfir vegginn. „Þetta kemur mér nú frekar á óvart,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur. „Mér fannst mikil prýði að þessari mynd og vildi helst þetta fengi að vera í friði og af hálfu borgarinnar var ákveðið að láta húseigendum eftir hver afdrif myndanna yrðu.“ Þetta staðfestir Ólöf Örvarsdóttir, forstöðumaður skipulagssviðs borgarinnar og segir að borgin hafi ákveðið að aðhafast ekki frekar vegna málsins. Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingismaður, og íbúi við Vatnsstíg mun vera einn háværasti andstæðingur sjómannsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sem herma að hann hafi gengið mjög eftir því að verkið yrði fjarlægt. Hjörleifur vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira