Segir það siðferðislega vafasamt af WOW að hefja flug til Ísrael Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. maí 2017 18:45 WOW air mun hefja áætlunarflug til Tel Aviv í Ísrael þann 12. September og er sala flugsæta er nú þegar hafinn. Í samtali við Vísi á dögunum sagði Skúli Mogensen gaman að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu en aldrei áður hefur verið boðið upp á beint flug til Ísrael frá Íslandi. Ísrael sé land mikillar menningar og það fái farþegar Wow air að upplifa á frábærum verðum. Félagið Ísland-Palestína setur spurningarmerki við þennan nýja áfangastað Wow-air. Linda Ósk Árnadóttir, er í stjórn félagsins, en hún segir að Ísrael sé herveldi sem kúgi aðra þjóð og ræni hana landi sínu. „Þegar Palestínumenn hafa ítrekað kallað eftir því að ísraelsk stjórnvöld og fyrirtæki verði sniðgengin vegna brota þeirra á alþjóðasáttmálum og mannréttindum Palestínumanna og þeir hafa kallað eftir því að það verði þar til hernáminu hættir sem hefur varað núna í 50 ár. Þannig það er siðferðislega vafasamt að WOW velji það að byrja núna þessi viðskipti,“ segir Linda Ósk. Fyrst og fremst séu samtökin þó hneyksluð á markaðsherferð WOW-air. „og hvernig þeir markaðssetja Ísrael sem frábæran sólarlanda og ferðastað. Til dæmis dauðahafið sem er innan palestínskra landamæra sem Ísland viðurkennir og þeir minnast aldrei einu orði á Palestínu og eru þar með að réttlæta það að Ísrael geti gert þetta.“ Með þessu sé WOW-air að taka afstöðu með Ísrael. „og eru á sama tíma sjálfir að græða á hernámi og arðráni.“ Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW-air, segir í samtali við fréttastofu að allir séu velkomnir um borð hjá WOW-air án tillits til þjóðernis, trúarbragða eða stjórnmálaskoðana. Linda segir að þetta sé einfaldlega rangt. „En Palestínumenn sem búa á vesturbakkanum eða Gaza mega til dæmis ekki fara í þessu flug og sömuleiðis Palestínumenn sem eru flóttamenn þeir mega ekki fljúga í gegn um Tel Aviv þannig það er ekki rétt hjá Wow-air að allir megi fara en fyrst og fremst viljum við hvetja Wow-air til að endurskoða þessa ákvörðun sína að fljúga til Ísrael án allrar gagnrýni,“ segir Linda Ósk. Fréttir af flugi Tengdar fréttir WOW air flýgur til Tel Aviv í Ísrael "Það er gaman að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu,“ segir Skúli Mogensen. 15. maí 2017 09:57 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
WOW air mun hefja áætlunarflug til Tel Aviv í Ísrael þann 12. September og er sala flugsæta er nú þegar hafinn. Í samtali við Vísi á dögunum sagði Skúli Mogensen gaman að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu en aldrei áður hefur verið boðið upp á beint flug til Ísrael frá Íslandi. Ísrael sé land mikillar menningar og það fái farþegar Wow air að upplifa á frábærum verðum. Félagið Ísland-Palestína setur spurningarmerki við þennan nýja áfangastað Wow-air. Linda Ósk Árnadóttir, er í stjórn félagsins, en hún segir að Ísrael sé herveldi sem kúgi aðra þjóð og ræni hana landi sínu. „Þegar Palestínumenn hafa ítrekað kallað eftir því að ísraelsk stjórnvöld og fyrirtæki verði sniðgengin vegna brota þeirra á alþjóðasáttmálum og mannréttindum Palestínumanna og þeir hafa kallað eftir því að það verði þar til hernáminu hættir sem hefur varað núna í 50 ár. Þannig það er siðferðislega vafasamt að WOW velji það að byrja núna þessi viðskipti,“ segir Linda Ósk. Fyrst og fremst séu samtökin þó hneyksluð á markaðsherferð WOW-air. „og hvernig þeir markaðssetja Ísrael sem frábæran sólarlanda og ferðastað. Til dæmis dauðahafið sem er innan palestínskra landamæra sem Ísland viðurkennir og þeir minnast aldrei einu orði á Palestínu og eru þar með að réttlæta það að Ísrael geti gert þetta.“ Með þessu sé WOW-air að taka afstöðu með Ísrael. „og eru á sama tíma sjálfir að græða á hernámi og arðráni.“ Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW-air, segir í samtali við fréttastofu að allir séu velkomnir um borð hjá WOW-air án tillits til þjóðernis, trúarbragða eða stjórnmálaskoðana. Linda segir að þetta sé einfaldlega rangt. „En Palestínumenn sem búa á vesturbakkanum eða Gaza mega til dæmis ekki fara í þessu flug og sömuleiðis Palestínumenn sem eru flóttamenn þeir mega ekki fljúga í gegn um Tel Aviv þannig það er ekki rétt hjá Wow-air að allir megi fara en fyrst og fremst viljum við hvetja Wow-air til að endurskoða þessa ákvörðun sína að fljúga til Ísrael án allrar gagnrýni,“ segir Linda Ósk.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir WOW air flýgur til Tel Aviv í Ísrael "Það er gaman að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu,“ segir Skúli Mogensen. 15. maí 2017 09:57 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
WOW air flýgur til Tel Aviv í Ísrael "Það er gaman að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu,“ segir Skúli Mogensen. 15. maí 2017 09:57