Koma svartolíu úr okkar lögsögu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. ágúst 2017 20:00 Sótagnir sem myndast við svartolíubruna hjá skemmtiferðaskipum eru svo fínar að þær mælast ekki með hefðbundnum mælitækjum Umhverfisstofnunar og eru þó skaðlegri en venjulegt svifryk. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar ættu að reyna koma svartolíu úr lögsögu landsins og vill að skemmtiferðaskip verði strax látin lúta loftgæðakröfum hér á landi.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá niðurstöðum mælinga á mengun skemmtiferðaskipa við Reykjavíkurhöfn. Flest skipin brenna svartolíu og sýna mælingar að magn örsmárra agna sem myndast í útblæstrinum er gríðarlegt. Sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun segir agnirnar vera smærri en svifryk og mælast þær því ekki í hefðbundnum mælingum. Geta þær hins vegar verið skaðlegri fyrir heilsu manna. „Því fínna sem svifrykið er því verra er það. Þetta er últra fínt og í sjálfu sér verra svifryk en annað grófara svifryk," segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Svartolían er vinsæl hjá stærri skipum þar sem hún er ódýr kostur en á svokölluðum ECA-svæðum, líkt og í Eystrasalti og Norðursjó, hafa verið settar verið takmarkanir á notkun hennar. Þar má brennisteinsinnihald í eldsneyti ekki vera meira en 0,1% og útilokar það notkun svartolíu. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar mættu stefna á sömu flokkun. „Það væri mjög skynsamlegt að mínu mati að finna sérstaklega viðkvæm svæði hér við Íslandsstrendur sem þurfa þessa alþjóðlegu flokkun," segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra. Hún segir nauðsynlegt að taka á málinu og er vinna þegar hafin hjá ráðuneytinu. „Þetta er mjög margslungis viðfangsefni, en allt neikvætt. Svartolían er mjög neikvæð og algjör tímaskekkja og við hljótum að vilja vera í forrystu með það hér á Íslandi að koma þessu út úr okkar lögsögu," segir Björt. Þetta gæti hins vegar tekið lengri tíma en ráðherra telur að grípa mætti strax til aðgerða gagnvart skemmtiferðaskipum. „Búa svo um hnútana að þessi skemmtiferðaskip og önnur skip sem eru að brenna svona rosalegri svartolíu, í svona miklu magni, að þau standist loftgæðakröfur sem gerðar eru til annarrar starfsemi," segir Björt. Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Sótagnir sem myndast við svartolíubruna hjá skemmtiferðaskipum eru svo fínar að þær mælast ekki með hefðbundnum mælitækjum Umhverfisstofnunar og eru þó skaðlegri en venjulegt svifryk. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar ættu að reyna koma svartolíu úr lögsögu landsins og vill að skemmtiferðaskip verði strax látin lúta loftgæðakröfum hér á landi.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá niðurstöðum mælinga á mengun skemmtiferðaskipa við Reykjavíkurhöfn. Flest skipin brenna svartolíu og sýna mælingar að magn örsmárra agna sem myndast í útblæstrinum er gríðarlegt. Sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun segir agnirnar vera smærri en svifryk og mælast þær því ekki í hefðbundnum mælingum. Geta þær hins vegar verið skaðlegri fyrir heilsu manna. „Því fínna sem svifrykið er því verra er það. Þetta er últra fínt og í sjálfu sér verra svifryk en annað grófara svifryk," segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Svartolían er vinsæl hjá stærri skipum þar sem hún er ódýr kostur en á svokölluðum ECA-svæðum, líkt og í Eystrasalti og Norðursjó, hafa verið settar verið takmarkanir á notkun hennar. Þar má brennisteinsinnihald í eldsneyti ekki vera meira en 0,1% og útilokar það notkun svartolíu. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar mættu stefna á sömu flokkun. „Það væri mjög skynsamlegt að mínu mati að finna sérstaklega viðkvæm svæði hér við Íslandsstrendur sem þurfa þessa alþjóðlegu flokkun," segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra. Hún segir nauðsynlegt að taka á málinu og er vinna þegar hafin hjá ráðuneytinu. „Þetta er mjög margslungis viðfangsefni, en allt neikvætt. Svartolían er mjög neikvæð og algjör tímaskekkja og við hljótum að vilja vera í forrystu með það hér á Íslandi að koma þessu út úr okkar lögsögu," segir Björt. Þetta gæti hins vegar tekið lengri tíma en ráðherra telur að grípa mætti strax til aðgerða gagnvart skemmtiferðaskipum. „Búa svo um hnútana að þessi skemmtiferðaskip og önnur skip sem eru að brenna svona rosalegri svartolíu, í svona miklu magni, að þau standist loftgæðakröfur sem gerðar eru til annarrar starfsemi," segir Björt.
Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira