„Þetta er mjög mikilvægur leikur. Það eru bara fjórir leikir eftir og lítið pláss fyrir mistök. Þessir tveir leikir segja mikið um hvernig við endum riðilinn,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.
En er sanngjarnt að gera þá kröfu að Ísland vinni Finnland?
„Já, ég held það. Við ætlum að vinna þennan leik og þurfum að gera það ef við ætlum að fara á HM. Þetta verður mjög erfiður leikur. Við vorum slappir í fyrri leiknum og þeir nýttu sér það. Þeir eru inni í flestum leikjum og hafa strítt þessum betri liðum,“ sagði Gylfi.
Viðtöl við Björn Bergmann Sigurðarson og Ragnar Sigurðsson má sjá hér að neðan.