Svekkt og samningslaus suður með sjó Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. maí 2017 15:19 Frá Ásbrú á Reykjanesi. Vísir/heiða Fjöldi fólks sem taldi að það myndi á næstu vikum og mánuðum flytja inn í leiguíbúðir á Ásbrú á Reykjanesi fékk í gær símtal frá leigufélaginu, Ásbrú íbúðir ehf., þar sem þeim var tilkynnt að í stað þess að íbúðirnar færu í leigu myndu þær verða seldar á almennum markaði. Mikil umræða hefur skapast um málið á íbúagrúppu Ásbrúar en ljóst er að margir þeirra sem töldu að þeir ættu von á íbúð á Ásbrú eru nú í verulegum vandræðum vegna þessa.Sögðust hafa hringt í um hundrað mannsGerður Petra Ásgeirsdóttir, ein þeirra sem stóð í þeirri meiningu að hún myndi flytja inn í íbúð á Ásbrú um mánaðamótin, hélt á fund leigufélagsins í gær til að forvitnast um stöðu mála. „Ég fór því ég vildi fara að skrifa undir leigusamning,“ segir Gerður í samtali við Vísi. Á skrifstofunni var henni tilkynnt að ekkert yrði af því að hún fengi íbúð. Verið væri að hringja í um hundrað manns og tilkynna þeim hið sama. Gerður var búin að segja upp leigunni þar sem hún býr núna, komin með vilyrði fyrir íbúð en engan samning.Engar aðrar skýringar gefnar en að verið væri að selja íbúðirnarFinnbogi Andersen fékk einnig símtal í gær. Hann og kona hans, Rannveig Berthelsen, hafa verið húsnæðislaus síðan um síðustu mánaðamót og hafa brúað bilið með því að gista hjá vinum og svo í sumarbústað. Hjónin bjuggust við að flytja inn í seinasta lagi 9. júní. Finnbogi segist ekki vita hvað þau gera nú en líkt og Gerður voru þau ekki komin með leigusamning. Þau töldu sig hins vegar vera með loforð um íbúð. „Þetta var nú bara frekar einfalt símtal og strákgreyinu leið nú ekki vel með þetta sem var settur í símann. Hann sagði að hann væri að hringja með slæmar fréttir því eigendurnir væru hættir við að leigja út íbúðina og hugmyndin væri að selja þær á almennum markaði. Engar aðrar skýringar voru gefnar en hann sagði að ef þetta gengi ekki eftir þá væru með listana yfir leigjendur og þá yrði mögulega haft samband við okkur,“ segir Finnbogi í samtali við Vísi.„Skelfilegt ástand“ Rannveig segir þau Finnboga heppin að vera ekki með börn og lenda í þessu en hún segir að í blokkinni sem þau áttu að fá inni í hafi 24 fjölskyldur átt von á íbúð. Finnbogi segir afar lítið af leiguíbúðum á markaðnum. Hann sé byrjaður að líta í kringum sig en afar erfitt sé að fá húsnæði. „Þetta er bara skelfilegt ástand. Svona framkoma þegar það er búið að úthluta þér íbúð og þú ert búinn að ganga út frá því en það er ekki búið að gera við þig samning, þá eiga orð að vera jafngild pappír,“ segir Finnbogi. UppfærtÍ fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að Ásbrú ehf væri í eigu Íslenskra fasteigna ehf. Hið rétta er að Íslenskar fasteignir eiga undir tíu prósenta hlut í félaginu. Beðist er velvirðingar á þessu. Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira
Fjöldi fólks sem taldi að það myndi á næstu vikum og mánuðum flytja inn í leiguíbúðir á Ásbrú á Reykjanesi fékk í gær símtal frá leigufélaginu, Ásbrú íbúðir ehf., þar sem þeim var tilkynnt að í stað þess að íbúðirnar færu í leigu myndu þær verða seldar á almennum markaði. Mikil umræða hefur skapast um málið á íbúagrúppu Ásbrúar en ljóst er að margir þeirra sem töldu að þeir ættu von á íbúð á Ásbrú eru nú í verulegum vandræðum vegna þessa.Sögðust hafa hringt í um hundrað mannsGerður Petra Ásgeirsdóttir, ein þeirra sem stóð í þeirri meiningu að hún myndi flytja inn í íbúð á Ásbrú um mánaðamótin, hélt á fund leigufélagsins í gær til að forvitnast um stöðu mála. „Ég fór því ég vildi fara að skrifa undir leigusamning,“ segir Gerður í samtali við Vísi. Á skrifstofunni var henni tilkynnt að ekkert yrði af því að hún fengi íbúð. Verið væri að hringja í um hundrað manns og tilkynna þeim hið sama. Gerður var búin að segja upp leigunni þar sem hún býr núna, komin með vilyrði fyrir íbúð en engan samning.Engar aðrar skýringar gefnar en að verið væri að selja íbúðirnarFinnbogi Andersen fékk einnig símtal í gær. Hann og kona hans, Rannveig Berthelsen, hafa verið húsnæðislaus síðan um síðustu mánaðamót og hafa brúað bilið með því að gista hjá vinum og svo í sumarbústað. Hjónin bjuggust við að flytja inn í seinasta lagi 9. júní. Finnbogi segist ekki vita hvað þau gera nú en líkt og Gerður voru þau ekki komin með leigusamning. Þau töldu sig hins vegar vera með loforð um íbúð. „Þetta var nú bara frekar einfalt símtal og strákgreyinu leið nú ekki vel með þetta sem var settur í símann. Hann sagði að hann væri að hringja með slæmar fréttir því eigendurnir væru hættir við að leigja út íbúðina og hugmyndin væri að selja þær á almennum markaði. Engar aðrar skýringar voru gefnar en hann sagði að ef þetta gengi ekki eftir þá væru með listana yfir leigjendur og þá yrði mögulega haft samband við okkur,“ segir Finnbogi í samtali við Vísi.„Skelfilegt ástand“ Rannveig segir þau Finnboga heppin að vera ekki með börn og lenda í þessu en hún segir að í blokkinni sem þau áttu að fá inni í hafi 24 fjölskyldur átt von á íbúð. Finnbogi segir afar lítið af leiguíbúðum á markaðnum. Hann sé byrjaður að líta í kringum sig en afar erfitt sé að fá húsnæði. „Þetta er bara skelfilegt ástand. Svona framkoma þegar það er búið að úthluta þér íbúð og þú ert búinn að ganga út frá því en það er ekki búið að gera við þig samning, þá eiga orð að vera jafngild pappír,“ segir Finnbogi. UppfærtÍ fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að Ásbrú ehf væri í eigu Íslenskra fasteigna ehf. Hið rétta er að Íslenskar fasteignir eiga undir tíu prósenta hlut í félaginu. Beðist er velvirðingar á þessu.
Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira