Svekkt og samningslaus suður með sjó Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. maí 2017 15:19 Frá Ásbrú á Reykjanesi. Vísir/heiða Fjöldi fólks sem taldi að það myndi á næstu vikum og mánuðum flytja inn í leiguíbúðir á Ásbrú á Reykjanesi fékk í gær símtal frá leigufélaginu, Ásbrú íbúðir ehf., þar sem þeim var tilkynnt að í stað þess að íbúðirnar færu í leigu myndu þær verða seldar á almennum markaði. Mikil umræða hefur skapast um málið á íbúagrúppu Ásbrúar en ljóst er að margir þeirra sem töldu að þeir ættu von á íbúð á Ásbrú eru nú í verulegum vandræðum vegna þessa.Sögðust hafa hringt í um hundrað mannsGerður Petra Ásgeirsdóttir, ein þeirra sem stóð í þeirri meiningu að hún myndi flytja inn í íbúð á Ásbrú um mánaðamótin, hélt á fund leigufélagsins í gær til að forvitnast um stöðu mála. „Ég fór því ég vildi fara að skrifa undir leigusamning,“ segir Gerður í samtali við Vísi. Á skrifstofunni var henni tilkynnt að ekkert yrði af því að hún fengi íbúð. Verið væri að hringja í um hundrað manns og tilkynna þeim hið sama. Gerður var búin að segja upp leigunni þar sem hún býr núna, komin með vilyrði fyrir íbúð en engan samning.Engar aðrar skýringar gefnar en að verið væri að selja íbúðirnarFinnbogi Andersen fékk einnig símtal í gær. Hann og kona hans, Rannveig Berthelsen, hafa verið húsnæðislaus síðan um síðustu mánaðamót og hafa brúað bilið með því að gista hjá vinum og svo í sumarbústað. Hjónin bjuggust við að flytja inn í seinasta lagi 9. júní. Finnbogi segist ekki vita hvað þau gera nú en líkt og Gerður voru þau ekki komin með leigusamning. Þau töldu sig hins vegar vera með loforð um íbúð. „Þetta var nú bara frekar einfalt símtal og strákgreyinu leið nú ekki vel með þetta sem var settur í símann. Hann sagði að hann væri að hringja með slæmar fréttir því eigendurnir væru hættir við að leigja út íbúðina og hugmyndin væri að selja þær á almennum markaði. Engar aðrar skýringar voru gefnar en hann sagði að ef þetta gengi ekki eftir þá væru með listana yfir leigjendur og þá yrði mögulega haft samband við okkur,“ segir Finnbogi í samtali við Vísi.„Skelfilegt ástand“ Rannveig segir þau Finnboga heppin að vera ekki með börn og lenda í þessu en hún segir að í blokkinni sem þau áttu að fá inni í hafi 24 fjölskyldur átt von á íbúð. Finnbogi segir afar lítið af leiguíbúðum á markaðnum. Hann sé byrjaður að líta í kringum sig en afar erfitt sé að fá húsnæði. „Þetta er bara skelfilegt ástand. Svona framkoma þegar það er búið að úthluta þér íbúð og þú ert búinn að ganga út frá því en það er ekki búið að gera við þig samning, þá eiga orð að vera jafngild pappír,“ segir Finnbogi. UppfærtÍ fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að Ásbrú ehf væri í eigu Íslenskra fasteigna ehf. Hið rétta er að Íslenskar fasteignir eiga undir tíu prósenta hlut í félaginu. Beðist er velvirðingar á þessu. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Sjá meira
Fjöldi fólks sem taldi að það myndi á næstu vikum og mánuðum flytja inn í leiguíbúðir á Ásbrú á Reykjanesi fékk í gær símtal frá leigufélaginu, Ásbrú íbúðir ehf., þar sem þeim var tilkynnt að í stað þess að íbúðirnar færu í leigu myndu þær verða seldar á almennum markaði. Mikil umræða hefur skapast um málið á íbúagrúppu Ásbrúar en ljóst er að margir þeirra sem töldu að þeir ættu von á íbúð á Ásbrú eru nú í verulegum vandræðum vegna þessa.Sögðust hafa hringt í um hundrað mannsGerður Petra Ásgeirsdóttir, ein þeirra sem stóð í þeirri meiningu að hún myndi flytja inn í íbúð á Ásbrú um mánaðamótin, hélt á fund leigufélagsins í gær til að forvitnast um stöðu mála. „Ég fór því ég vildi fara að skrifa undir leigusamning,“ segir Gerður í samtali við Vísi. Á skrifstofunni var henni tilkynnt að ekkert yrði af því að hún fengi íbúð. Verið væri að hringja í um hundrað manns og tilkynna þeim hið sama. Gerður var búin að segja upp leigunni þar sem hún býr núna, komin með vilyrði fyrir íbúð en engan samning.Engar aðrar skýringar gefnar en að verið væri að selja íbúðirnarFinnbogi Andersen fékk einnig símtal í gær. Hann og kona hans, Rannveig Berthelsen, hafa verið húsnæðislaus síðan um síðustu mánaðamót og hafa brúað bilið með því að gista hjá vinum og svo í sumarbústað. Hjónin bjuggust við að flytja inn í seinasta lagi 9. júní. Finnbogi segist ekki vita hvað þau gera nú en líkt og Gerður voru þau ekki komin með leigusamning. Þau töldu sig hins vegar vera með loforð um íbúð. „Þetta var nú bara frekar einfalt símtal og strákgreyinu leið nú ekki vel með þetta sem var settur í símann. Hann sagði að hann væri að hringja með slæmar fréttir því eigendurnir væru hættir við að leigja út íbúðina og hugmyndin væri að selja þær á almennum markaði. Engar aðrar skýringar voru gefnar en hann sagði að ef þetta gengi ekki eftir þá væru með listana yfir leigjendur og þá yrði mögulega haft samband við okkur,“ segir Finnbogi í samtali við Vísi.„Skelfilegt ástand“ Rannveig segir þau Finnboga heppin að vera ekki með börn og lenda í þessu en hún segir að í blokkinni sem þau áttu að fá inni í hafi 24 fjölskyldur átt von á íbúð. Finnbogi segir afar lítið af leiguíbúðum á markaðnum. Hann sé byrjaður að líta í kringum sig en afar erfitt sé að fá húsnæði. „Þetta er bara skelfilegt ástand. Svona framkoma þegar það er búið að úthluta þér íbúð og þú ert búinn að ganga út frá því en það er ekki búið að gera við þig samning, þá eiga orð að vera jafngild pappír,“ segir Finnbogi. UppfærtÍ fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að Ásbrú ehf væri í eigu Íslenskra fasteigna ehf. Hið rétta er að Íslenskar fasteignir eiga undir tíu prósenta hlut í félaginu. Beðist er velvirðingar á þessu.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Sjá meira