Ræða hvort hægt sé að taka uppreist æru Hjalta til baka vegna gruns um skjalafals Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 19. september 2017 09:00 Svandís segir að ekki sé hægt að komast til botns í málinu nema með skýringum Sigríðar. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra verður á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. Fundurinn var boðaður áður en ríkisstjórnarsamstarfinu var slitið en þar verður meðal annars fjallað um mál tengd uppreist æru. „Uppleggið var fyrst og fremst að tala um úrskurð Úrskurðarnefndar upplýsingamála og niðurstöðu nefndarinnar og hvernig sú niðurstaða er á skjön við það sem ráðherra hafði gert og leyndarhyggjuna sem ráðuneytið hafði staðið fyrir í raun,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Fundurinn hefst klukkan tíu í dag og verður 90 mínútna langur. „Ég geri nú ráð fyrir að það verði farið yfir fleiri mál, mér finnst til dæmis spurning með endurupptöku á uppreistarmáli Hjalta í ljósi þess að þar er greinilega skjalafals á ferð, eða að minnsta kosti grunsemdir um það. Svo þurfum við í nefndinni að fjalla um hvernig við ætlum að taka málið áfram, hvað við ætlum að gera svo og hvernig verður komist til botns í þessu máli, bæði stjórnsýslulega og pólitískt.“ Svandís segir að ekki verði farið yfir ákveðin frumvörp á þessum fundi. „Hins vegar er fundur þingflokksformanna klukkan eitt þar sem við erum að halda áfram þeirri vinnu sem að forsetinn fól okkur að fara í sem að er að skoða lögmannafrumvarpið frá Pírötum og mögulega einhver ákvæði úr frumvarpi ráðherra um að fella niður hugtakið uppreist æru. Það er eitt af því sem við ætlum að skoða og gæti þá verið hluti af þessum þinglokum.“ Hún segir að tilefnið fyrir fundinum sé ekki farið þó að það sé búið að boða til kosninga. Ekki sé hægt að komast til botns í málinu nema með skýringum ráðherra. „Það er mikilvægt að halda því til haga að það sem að gerðist í þessu öllu saman var það að krafan um réttlátt þjóðfélag fyrir brotaþola kynferðisbrota er krafan sem felldi þessa ríkisstjórn.“ Svandís segir að spurningar séu vaknaðar um hvort mögulegt sé að taka uppreist æru til baka. „Það þarf að fara yfir það. Maður heyrir að lögmenn velta þessu fyrir sér í ýmsar áttir, hvort að ráðuneytið hafi frumkvæðisskyldu í þessu eða hvort að það þurfi að höfða sérstakt mál eða hvernig þurfi að gera þetta. Við getum ekki annað en leitað svara við þeim spurningum og ef til vill þurfum við að leita stuðnings hjá Umboðsmanni Alþingis ef að spurningarnar verði mikið flóknari.“ Uppreist æru Tengdar fréttir Vísar því á bug að hafa blekkt umsagnaraðila Hjalti Sigurjón Hauksson segir Harald Þór Teitsson og Svein Matthíasson líkast til hrædda enda sé búið að taka hann af lífi í umræðunni. Hann skilji vel að þeir vilji ekki vera næstir í gálgann. 19. september 2017 09:00 Uppreist æra Hjalta gæti verið í hættu Tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar. Þetta segir lektor í refsirétti 18. september 2017 20:00 Sigríður neitaði að skrifa undir uppreist æru fyrir dæmdan kynferðisbrotamann Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir áburð um trúnaðarbrot af hennar hálfu ekki standast skoðun. 18. september 2017 08:52 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra verður á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. Fundurinn var boðaður áður en ríkisstjórnarsamstarfinu var slitið en þar verður meðal annars fjallað um mál tengd uppreist æru. „Uppleggið var fyrst og fremst að tala um úrskurð Úrskurðarnefndar upplýsingamála og niðurstöðu nefndarinnar og hvernig sú niðurstaða er á skjön við það sem ráðherra hafði gert og leyndarhyggjuna sem ráðuneytið hafði staðið fyrir í raun,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Fundurinn hefst klukkan tíu í dag og verður 90 mínútna langur. „Ég geri nú ráð fyrir að það verði farið yfir fleiri mál, mér finnst til dæmis spurning með endurupptöku á uppreistarmáli Hjalta í ljósi þess að þar er greinilega skjalafals á ferð, eða að minnsta kosti grunsemdir um það. Svo þurfum við í nefndinni að fjalla um hvernig við ætlum að taka málið áfram, hvað við ætlum að gera svo og hvernig verður komist til botns í þessu máli, bæði stjórnsýslulega og pólitískt.“ Svandís segir að ekki verði farið yfir ákveðin frumvörp á þessum fundi. „Hins vegar er fundur þingflokksformanna klukkan eitt þar sem við erum að halda áfram þeirri vinnu sem að forsetinn fól okkur að fara í sem að er að skoða lögmannafrumvarpið frá Pírötum og mögulega einhver ákvæði úr frumvarpi ráðherra um að fella niður hugtakið uppreist æru. Það er eitt af því sem við ætlum að skoða og gæti þá verið hluti af þessum þinglokum.“ Hún segir að tilefnið fyrir fundinum sé ekki farið þó að það sé búið að boða til kosninga. Ekki sé hægt að komast til botns í málinu nema með skýringum ráðherra. „Það er mikilvægt að halda því til haga að það sem að gerðist í þessu öllu saman var það að krafan um réttlátt þjóðfélag fyrir brotaþola kynferðisbrota er krafan sem felldi þessa ríkisstjórn.“ Svandís segir að spurningar séu vaknaðar um hvort mögulegt sé að taka uppreist æru til baka. „Það þarf að fara yfir það. Maður heyrir að lögmenn velta þessu fyrir sér í ýmsar áttir, hvort að ráðuneytið hafi frumkvæðisskyldu í þessu eða hvort að það þurfi að höfða sérstakt mál eða hvernig þurfi að gera þetta. Við getum ekki annað en leitað svara við þeim spurningum og ef til vill þurfum við að leita stuðnings hjá Umboðsmanni Alþingis ef að spurningarnar verði mikið flóknari.“
Uppreist æru Tengdar fréttir Vísar því á bug að hafa blekkt umsagnaraðila Hjalti Sigurjón Hauksson segir Harald Þór Teitsson og Svein Matthíasson líkast til hrædda enda sé búið að taka hann af lífi í umræðunni. Hann skilji vel að þeir vilji ekki vera næstir í gálgann. 19. september 2017 09:00 Uppreist æra Hjalta gæti verið í hættu Tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar. Þetta segir lektor í refsirétti 18. september 2017 20:00 Sigríður neitaði að skrifa undir uppreist æru fyrir dæmdan kynferðisbrotamann Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir áburð um trúnaðarbrot af hennar hálfu ekki standast skoðun. 18. september 2017 08:52 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Vísar því á bug að hafa blekkt umsagnaraðila Hjalti Sigurjón Hauksson segir Harald Þór Teitsson og Svein Matthíasson líkast til hrædda enda sé búið að taka hann af lífi í umræðunni. Hann skilji vel að þeir vilji ekki vera næstir í gálgann. 19. september 2017 09:00
Uppreist æra Hjalta gæti verið í hættu Tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar. Þetta segir lektor í refsirétti 18. september 2017 20:00
Sigríður neitaði að skrifa undir uppreist æru fyrir dæmdan kynferðisbrotamann Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir áburð um trúnaðarbrot af hennar hálfu ekki standast skoðun. 18. september 2017 08:52