Dæmdur kynferðisbrotamaður dró umsókn um uppreist æru til baka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. september 2017 10:49 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, á fundi nefndarinnar í morgun. vísir/anton brink Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. Frá þessu greindi Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, á opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar sem hófst klukkan 10 en umsóknin hafði legið á borði ráðherrans síðan í maí síðastliðnum. Sigríður neitaði að afgreiða umsóknina þar sem hún hafði ýmislegt að athuga við framkvæmd stjórnsýslunnar á því hvernig slíkar umsóknir höfðu verið afgreiddar í áratugi. Í kjölfarið hóf hún á endurskoðun á framkvæmdinni og síðan endurskoðun á lögum um uppreist æru en Sigríður sagði að þessi umsókn, sem nú hefur verið dregin til baka, hefði verið afgreidd í samræmi við þær breytingar sem stendur til að gera. „Í morgun barst erindi inn til ráðuneytisins þar sem þessi einstaklingur afturkallar þessa umsókn þannig að það verður ekki um það að ræða að taka þetta mál fyrir. Það lá þó alveg skýrt fyrir að ég myndi ekki afgreiða þessa umsókn,“ sagði Sigríður á fundi nefndarinnar í morgun. Þetta er í annað skiptið sem ráðherrann ræðir reglur um uppreist æru við stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd en í fyrsta skipti sem hún kemur fyrir opinn fund nefndarinnar. Í lok ágúst kom hún á opinn fund allsherjar- og menntamálanefndar og ræddi uppreist æru og lög og reglur sem um málið gilda. Það má segja að uppreist æra, sem hefur mikið verið í umræðunni undanfarna mánuði, hafi fellt ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, nú í starfsstjórn. Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu á fimmtudaginn í liðinni viku og bar fyrir sig trúnaðarbresti sem þau telj Sigríði og Bjarna hafa gerst sek um þegar þau greindu ekki öðrum ráðherrum í ríkisstjórninni frá því að Benedikt Sveinsso, faðir Bjarna, skrifaði undir umsögn á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru.Fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar er í beinni útsendingu hér á Vísi. Alþingi Uppreist æru Tengdar fréttir Ræða hvort hægt sé að taka uppreist æru Hjalta til baka vegna gruns um skjalafals Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra verður á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. 19. september 2017 09:00 Bein útsending: Opinn fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um uppreist æru Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er gestur fundarins. 19. september 2017 09:53 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. Frá þessu greindi Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, á opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar sem hófst klukkan 10 en umsóknin hafði legið á borði ráðherrans síðan í maí síðastliðnum. Sigríður neitaði að afgreiða umsóknina þar sem hún hafði ýmislegt að athuga við framkvæmd stjórnsýslunnar á því hvernig slíkar umsóknir höfðu verið afgreiddar í áratugi. Í kjölfarið hóf hún á endurskoðun á framkvæmdinni og síðan endurskoðun á lögum um uppreist æru en Sigríður sagði að þessi umsókn, sem nú hefur verið dregin til baka, hefði verið afgreidd í samræmi við þær breytingar sem stendur til að gera. „Í morgun barst erindi inn til ráðuneytisins þar sem þessi einstaklingur afturkallar þessa umsókn þannig að það verður ekki um það að ræða að taka þetta mál fyrir. Það lá þó alveg skýrt fyrir að ég myndi ekki afgreiða þessa umsókn,“ sagði Sigríður á fundi nefndarinnar í morgun. Þetta er í annað skiptið sem ráðherrann ræðir reglur um uppreist æru við stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd en í fyrsta skipti sem hún kemur fyrir opinn fund nefndarinnar. Í lok ágúst kom hún á opinn fund allsherjar- og menntamálanefndar og ræddi uppreist æru og lög og reglur sem um málið gilda. Það má segja að uppreist æra, sem hefur mikið verið í umræðunni undanfarna mánuði, hafi fellt ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, nú í starfsstjórn. Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu á fimmtudaginn í liðinni viku og bar fyrir sig trúnaðarbresti sem þau telj Sigríði og Bjarna hafa gerst sek um þegar þau greindu ekki öðrum ráðherrum í ríkisstjórninni frá því að Benedikt Sveinsso, faðir Bjarna, skrifaði undir umsögn á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru.Fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar er í beinni útsendingu hér á Vísi.
Alþingi Uppreist æru Tengdar fréttir Ræða hvort hægt sé að taka uppreist æru Hjalta til baka vegna gruns um skjalafals Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra verður á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. 19. september 2017 09:00 Bein útsending: Opinn fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um uppreist æru Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er gestur fundarins. 19. september 2017 09:53 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Ræða hvort hægt sé að taka uppreist æru Hjalta til baka vegna gruns um skjalafals Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra verður á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. 19. september 2017 09:00
Bein útsending: Opinn fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um uppreist æru Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er gestur fundarins. 19. september 2017 09:53