Strax á 11.mínútu fékk Maxi Arnold, miðjumaður Wolfsburg, að líta rautt spjald eftir brot á Alfreð.
Einum færri tókst Wolfsburg þó að skora fyrsta markið því Daniel Didavi kom þeim yfir skömmu fyrir leikhlé.
Augsburg var hins vegar sterkari aðilinn í síðari hálfleik og á strax á 51.mínútu lagði Alfreð upp mark fyrir Michael Gregoritsch. Alfreð sá svo sjálfur um að setja boltann í netið á 78.mínútu og reyndist það sigurmark leiksins.
YESSSSSSS! @A_Finnbogason gives us the well deserved lead! (78') #FCAWOB 2-1 pic.twitter.com/pmyC57iqym
— FC Augsburg English (@FCA_World) November 25, 2017