Ákvörðun Donalds Trump vekur hræðslu Sæunn Gísladóttir skrifar 27. júlí 2017 07:00 Alda Villiljós, formaður Trans-Íslands, segir ákvörðun Trumps ekki koma sérstaklega á óvart miðað við stefnu hans. Mynd/Villiljós Visual Art „Þetta er frekar hræðilegt í fyllstu merkingu þess orðs, maður verður dálítið hræddur um hvað komi næst, hverjir verði næst fyrir barðinu og hvaða réttindi verða tekin af okkur næst,“ segir Alda Villiljós, formaður Trans-Íslands um þá ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta að banna transfólki að starfa fyrir Bandaríkjaher. „Þetta er ekkert sem kemur á óvart þannig séð miðað við stefnu Trumps og breytingar þessarar ríkisstjórnar í málefnum hinsegin fólks almennt. Þetta gefur til kynna hatur ríkisstjórnarinnar á hinsegin fólki og hversu tilbúin þau eru að bregðast öllum fyrri yfirlýsingum um stuðning og allt,“ segir Alda. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna ´78. Vísir/Anton BrinkTrump tilkynnti ákvörðun sína í gær. „Eftir að hafa ráðfært mig við hershöfðingja og sérfræðinga tilkynni ég að ríkisstjórnin mun ekki leyfa transfólki að starfa að nokkru leyti innan Bandaríkjahers. Herinn okkar verður að einbeita sér að því að vinna skýra sigra og má ekki láta þann heilbrigðiskostnað og þá truflun sem myndi fylgja transfólki í hernum afvegaleiða sig,“ tísti forsetinn. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna '78, tekur í svipaðan streng og Alda Villiljós. „Ég held að þetta sé nú bara bæði jafn forkastanlegt og það er fyrirsjáanlegt úr þessu tiltekna heygarðshorni,“ segir hún. „Þessi pólitík sem hann stundar snýst svo mikið um að höfða til grunnra flokkadrátta og „við á móti þeim“, hún snýst alltaf á endanum upp í einhvers konar útskúfun og jaðarsetningu á viðkvæmum hópum,“ segir María Helga. „Það kemur mér því miður ekkert á óvart að hann skuli spila inn á þessa transfóbíu sem því miður grasserar svo mikið í Bandaríkjunum.“ María Helga segist miður sín yfir stöðu mála. „Við þurfum að vera árvökul og halda áfram baráttunni,“ segir hún. Ákvörðun Trumps markar brotthvarf frá stefnu sem Barack Obama, forveri Trumps, samþykkti á síðasta ári og átti að heimila transfólki að ganga í herinn. Í júní frestaði James Mattis varnarmálaráðherra gildistöku ákvörðunar Obama til að leyfa hernum að endurskoða stefnu sína og veita innsýn í aðbúnað og hæfi hermanna. Hefur forsetinn nú horfið alveg frá stefnu Obama. Samkvæmt hinni óháðu Rand-stofnun voru í fyrra 2.450 af 1.200.000 hermönnum transfólk. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37 Kastar trans fólki úr hernum fyrir múrinn Þingmenn sem vilja losna við kostnað ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða hermanna leituðu til Trump eftir að leiðtogar Repúblikanaflokksins á þinginu komu í veg fyrir ætlanir þeirra. 26. júlí 2017 20:52 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
„Þetta er frekar hræðilegt í fyllstu merkingu þess orðs, maður verður dálítið hræddur um hvað komi næst, hverjir verði næst fyrir barðinu og hvaða réttindi verða tekin af okkur næst,“ segir Alda Villiljós, formaður Trans-Íslands um þá ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta að banna transfólki að starfa fyrir Bandaríkjaher. „Þetta er ekkert sem kemur á óvart þannig séð miðað við stefnu Trumps og breytingar þessarar ríkisstjórnar í málefnum hinsegin fólks almennt. Þetta gefur til kynna hatur ríkisstjórnarinnar á hinsegin fólki og hversu tilbúin þau eru að bregðast öllum fyrri yfirlýsingum um stuðning og allt,“ segir Alda. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna ´78. Vísir/Anton BrinkTrump tilkynnti ákvörðun sína í gær. „Eftir að hafa ráðfært mig við hershöfðingja og sérfræðinga tilkynni ég að ríkisstjórnin mun ekki leyfa transfólki að starfa að nokkru leyti innan Bandaríkjahers. Herinn okkar verður að einbeita sér að því að vinna skýra sigra og má ekki láta þann heilbrigðiskostnað og þá truflun sem myndi fylgja transfólki í hernum afvegaleiða sig,“ tísti forsetinn. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna '78, tekur í svipaðan streng og Alda Villiljós. „Ég held að þetta sé nú bara bæði jafn forkastanlegt og það er fyrirsjáanlegt úr þessu tiltekna heygarðshorni,“ segir hún. „Þessi pólitík sem hann stundar snýst svo mikið um að höfða til grunnra flokkadrátta og „við á móti þeim“, hún snýst alltaf á endanum upp í einhvers konar útskúfun og jaðarsetningu á viðkvæmum hópum,“ segir María Helga. „Það kemur mér því miður ekkert á óvart að hann skuli spila inn á þessa transfóbíu sem því miður grasserar svo mikið í Bandaríkjunum.“ María Helga segist miður sín yfir stöðu mála. „Við þurfum að vera árvökul og halda áfram baráttunni,“ segir hún. Ákvörðun Trumps markar brotthvarf frá stefnu sem Barack Obama, forveri Trumps, samþykkti á síðasta ári og átti að heimila transfólki að ganga í herinn. Í júní frestaði James Mattis varnarmálaráðherra gildistöku ákvörðunar Obama til að leyfa hernum að endurskoða stefnu sína og veita innsýn í aðbúnað og hæfi hermanna. Hefur forsetinn nú horfið alveg frá stefnu Obama. Samkvæmt hinni óháðu Rand-stofnun voru í fyrra 2.450 af 1.200.000 hermönnum transfólk.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37 Kastar trans fólki úr hernum fyrir múrinn Þingmenn sem vilja losna við kostnað ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða hermanna leituðu til Trump eftir að leiðtogar Repúblikanaflokksins á þinginu komu í veg fyrir ætlanir þeirra. 26. júlí 2017 20:52 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37
Kastar trans fólki úr hernum fyrir múrinn Þingmenn sem vilja losna við kostnað ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða hermanna leituðu til Trump eftir að leiðtogar Repúblikanaflokksins á þinginu komu í veg fyrir ætlanir þeirra. 26. júlí 2017 20:52