Vilja gera gagnagrunn yfir vinstriöfgamenn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. júlí 2017 07:00 Meðlimir hinnar svokölluðu Svörtu blokkar bjóða lögreglu velkomna til helvítis. Nordicphotos/AFP Þingmenn Kristilegra demókrata í Þýskalandi vilja að Evrópa komi sér upp sameiginlegum gagnagrunni til að fylgjast með vinstrisinnuðum öfgamönnum. Frá þessu greindi BBC í gær. Kveikjan að hugmyndinni eru aðgerðir hundraða manna hóps sem gekk berserksgang á götum Hamborgar og mótmælti fundi leiðtoga G20 ríkjanna um helgina. Líkti Martin Schulz, kanslaraefni þýska Jafnaðarmannaflokksins, hópnum við hryðjuverkamenn í gær. Hópurinn sem um ræðir samanstóð af meðlimum hóps sem kallar sig Svörtu blokkina og spratt upp á níunda áratugnum. Um 20.000 lögregluþjónar stóðu vörð um fundinn en nokkur hundruð meðlima Svörtu blokkarinnar kveiktu í bílum, rændu verslanir og köstuðu eldsprengjum og steinum. Langstærstur hluti mótmælenda, tugir þúsunda, mótmæltu þó friðsamlega. Schulz sagði í samtali við Reuters-fréttastofuna að aðgerðum óeirðaseggjanna svipaði til aðgerða hryðjuverkamanna. „Þetta fólk tók heila borg í gíslingu í heimsku sinni, líkt og um hryðjuverkamenn væri að ræða.“ Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, tjáði sig einnig um óeirðirnar í gær. „Sú eyðilegging á munum lögreglu og almennra borgara sem mótmælendur stóðu að hryggir mig mjög,“ sagði forsetinn. Að sögn lögreglunnar í Hamborg særðust 476 lögregluþjónar í átökum. Alls voru 186 handteknir. Þingmenn Kristilegra demókrata hafa jafnframt kallað eftir því að Olaf Scholz, borgarstjóri Hamborgar, segi af sér vegna óeirðanna. „Það mun ég ekki gera,“ sagði Scholz við fjölmiðla á sunnudagskvöld og bætti því við að hann hefði einungis haft yfir 20.000 lögregluþjónum að ráða. Ekki hefði verið hægt að fá fleiri lögregluþjóna á svæðið. BBC greinir frá því að þeir sem skráðir yrðu í hinn sameiginlega gagnagrunn muni ekki fá að ferðast á milli landa þegar atburðir á borð við G20-fundinn standa yfir. Einn talsmaður hugmyndarinnar, Heiko Maas dómsmálaráðherra, sagði í samtali við Bild í gær að óeirðirnar sýndu nauðsyn slíks gagnagrunns. „Stór hluti þeirra sem tóku þátt í ofbeldinu voru óþekktir einstaklingar sem komu frá útlöndum. Slíkur gagnagrunnur myndi auðvelda ríkjum að koma í veg fyrir komu slíks fólks til landsins.“ Ansgar Heveling, þingmaður Kristilegra demókrata, sagði í viðtali við Mitteldeutschen Zeitung, að hann myndi vilja sjá aukin útgjöld til lögreglu í ljósi óeirðanna, einkum á svokölluðum sjálfsstjórnarsvæðum á borð við Rote Flora í Hamborg og Rigaer Straße í Berlín. Hvað er þessi Svarta blokk?Svarta blokkin er nafn sem hreyfing vinstriöfgamanna í Þýskalandi hefur fengið. Meðlimir hópsins eru venjulega dökkklæddir með grímur. Í úttekt Deutsche Welle segir að markmið blokkarinnar sé að afnema kapítalisma og koma á stjórnkerfi án peninga. Varð hreyfingin þekkt á níunda áratugnum eftir óeirðir í Vestur-Þýskalandi þar sem kjarnorkuverum og útburði hústökufólks var harðlega mótmælt. Eru mótmælin í Hamborg ekki þau fyrstu þar sem fjöldi lögregluþjóna særðist. Slíkt gerðist líka í Rostock árið 2007. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira
Þingmenn Kristilegra demókrata í Þýskalandi vilja að Evrópa komi sér upp sameiginlegum gagnagrunni til að fylgjast með vinstrisinnuðum öfgamönnum. Frá þessu greindi BBC í gær. Kveikjan að hugmyndinni eru aðgerðir hundraða manna hóps sem gekk berserksgang á götum Hamborgar og mótmælti fundi leiðtoga G20 ríkjanna um helgina. Líkti Martin Schulz, kanslaraefni þýska Jafnaðarmannaflokksins, hópnum við hryðjuverkamenn í gær. Hópurinn sem um ræðir samanstóð af meðlimum hóps sem kallar sig Svörtu blokkina og spratt upp á níunda áratugnum. Um 20.000 lögregluþjónar stóðu vörð um fundinn en nokkur hundruð meðlima Svörtu blokkarinnar kveiktu í bílum, rændu verslanir og köstuðu eldsprengjum og steinum. Langstærstur hluti mótmælenda, tugir þúsunda, mótmæltu þó friðsamlega. Schulz sagði í samtali við Reuters-fréttastofuna að aðgerðum óeirðaseggjanna svipaði til aðgerða hryðjuverkamanna. „Þetta fólk tók heila borg í gíslingu í heimsku sinni, líkt og um hryðjuverkamenn væri að ræða.“ Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, tjáði sig einnig um óeirðirnar í gær. „Sú eyðilegging á munum lögreglu og almennra borgara sem mótmælendur stóðu að hryggir mig mjög,“ sagði forsetinn. Að sögn lögreglunnar í Hamborg særðust 476 lögregluþjónar í átökum. Alls voru 186 handteknir. Þingmenn Kristilegra demókrata hafa jafnframt kallað eftir því að Olaf Scholz, borgarstjóri Hamborgar, segi af sér vegna óeirðanna. „Það mun ég ekki gera,“ sagði Scholz við fjölmiðla á sunnudagskvöld og bætti því við að hann hefði einungis haft yfir 20.000 lögregluþjónum að ráða. Ekki hefði verið hægt að fá fleiri lögregluþjóna á svæðið. BBC greinir frá því að þeir sem skráðir yrðu í hinn sameiginlega gagnagrunn muni ekki fá að ferðast á milli landa þegar atburðir á borð við G20-fundinn standa yfir. Einn talsmaður hugmyndarinnar, Heiko Maas dómsmálaráðherra, sagði í samtali við Bild í gær að óeirðirnar sýndu nauðsyn slíks gagnagrunns. „Stór hluti þeirra sem tóku þátt í ofbeldinu voru óþekktir einstaklingar sem komu frá útlöndum. Slíkur gagnagrunnur myndi auðvelda ríkjum að koma í veg fyrir komu slíks fólks til landsins.“ Ansgar Heveling, þingmaður Kristilegra demókrata, sagði í viðtali við Mitteldeutschen Zeitung, að hann myndi vilja sjá aukin útgjöld til lögreglu í ljósi óeirðanna, einkum á svokölluðum sjálfsstjórnarsvæðum á borð við Rote Flora í Hamborg og Rigaer Straße í Berlín. Hvað er þessi Svarta blokk?Svarta blokkin er nafn sem hreyfing vinstriöfgamanna í Þýskalandi hefur fengið. Meðlimir hópsins eru venjulega dökkklæddir með grímur. Í úttekt Deutsche Welle segir að markmið blokkarinnar sé að afnema kapítalisma og koma á stjórnkerfi án peninga. Varð hreyfingin þekkt á níunda áratugnum eftir óeirðir í Vestur-Þýskalandi þar sem kjarnorkuverum og útburði hústökufólks var harðlega mótmælt. Eru mótmælin í Hamborg ekki þau fyrstu þar sem fjöldi lögregluþjóna særðist. Slíkt gerðist líka í Rostock árið 2007.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira