Eignir Magnúsar kísilkóngs kyrrsettar Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2017 14:39 Bótakrafan á hendur Magnúsi af hálfu United Silicon eru 540 milljónir króna og nú hafa eignir hans hérlendis verið kyrrsettar. Sýslumaður hefur fallist á óskir stjórnar United Silicon um að eignir Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra kísilversins, hér á landi verði kyrrsettar. Fréttablaðið greindi í morgun frá því að beiðni þessa efnis lægi fyrir og nú hefur þetta sem sagt komið á daginn. Eins og fram hefur komið er fyrirtækið í greiðslustöðvun og vill tryggingu fyrir bótakröfu sem það hefur gert á hendur Magnúsi í kæru til embættis héraðssaksóknara. Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, segir í samtali við Vísi að bótakrafan nemi 540 milljónum króna. Stjórnin telur að Magnús hafi dregið sér um hálfan milljarð króna með fölsuðum og tilhæfulausum reikningum útgefnum af ítalska fyrirtækinu Tenova Pyromet sem bæði hannaði og seldi kísilverinu ljósbogaofn. Magnús sjálfur hefur vísað þeim ásökunum á bug og sagt að þær séu algerlega úr lausu lofti gripnar. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvaða eignir þetta eru en Vísir hefur greint frá miklum bílaáhuga Magnúsar og það að hann hafi stundað hraðakstur á 20 milljóna króna Teslabifreið sinni. Eftir því sem næst verður komist var sú bifreið Magnúsar gerð upptæk vegna glæfraaksturs.Þá greindi Vísir frá því um miðjan þennan mánuð að einbýlishús Magnúsar í Kópavogi væri auglýst til sölu. Húsið er 304 fermetrar að stærð og var ásett verð 150 milljónir króna. Fasteignaauglýsingin hefur nú verið tekin úr birtingu. Tengdar fréttir Magnús grunaður um að hafa dregið sér allt að hálfan milljarð frá United Silicon Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. 11. september 2017 20:45 Vill kyrrsetningu á eignum Magnúsar United Silicon hefur óskað eftir að eignir Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, hér á landi verði kyrrsettar. Fyrirtækið vill tryggingu fyrir bótakröfu á hendur honum. 26. september 2017 06:00 Magnús sendir frá sér aðra tilkynningu: „Ekkert annað en mjög skítugur slagur um eignarhald“ Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur sent frá sér aðra tilkynningu vegna kæru sem stjórn United Silicon lagði fram á hendur honum í gær vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. 12. september 2017 17:58 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Sýslumaður hefur fallist á óskir stjórnar United Silicon um að eignir Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra kísilversins, hér á landi verði kyrrsettar. Fréttablaðið greindi í morgun frá því að beiðni þessa efnis lægi fyrir og nú hefur þetta sem sagt komið á daginn. Eins og fram hefur komið er fyrirtækið í greiðslustöðvun og vill tryggingu fyrir bótakröfu sem það hefur gert á hendur Magnúsi í kæru til embættis héraðssaksóknara. Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, segir í samtali við Vísi að bótakrafan nemi 540 milljónum króna. Stjórnin telur að Magnús hafi dregið sér um hálfan milljarð króna með fölsuðum og tilhæfulausum reikningum útgefnum af ítalska fyrirtækinu Tenova Pyromet sem bæði hannaði og seldi kísilverinu ljósbogaofn. Magnús sjálfur hefur vísað þeim ásökunum á bug og sagt að þær séu algerlega úr lausu lofti gripnar. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvaða eignir þetta eru en Vísir hefur greint frá miklum bílaáhuga Magnúsar og það að hann hafi stundað hraðakstur á 20 milljóna króna Teslabifreið sinni. Eftir því sem næst verður komist var sú bifreið Magnúsar gerð upptæk vegna glæfraaksturs.Þá greindi Vísir frá því um miðjan þennan mánuð að einbýlishús Magnúsar í Kópavogi væri auglýst til sölu. Húsið er 304 fermetrar að stærð og var ásett verð 150 milljónir króna. Fasteignaauglýsingin hefur nú verið tekin úr birtingu.
Tengdar fréttir Magnús grunaður um að hafa dregið sér allt að hálfan milljarð frá United Silicon Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. 11. september 2017 20:45 Vill kyrrsetningu á eignum Magnúsar United Silicon hefur óskað eftir að eignir Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, hér á landi verði kyrrsettar. Fyrirtækið vill tryggingu fyrir bótakröfu á hendur honum. 26. september 2017 06:00 Magnús sendir frá sér aðra tilkynningu: „Ekkert annað en mjög skítugur slagur um eignarhald“ Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur sent frá sér aðra tilkynningu vegna kæru sem stjórn United Silicon lagði fram á hendur honum í gær vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. 12. september 2017 17:58 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Magnús grunaður um að hafa dregið sér allt að hálfan milljarð frá United Silicon Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. 11. september 2017 20:45
Vill kyrrsetningu á eignum Magnúsar United Silicon hefur óskað eftir að eignir Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, hér á landi verði kyrrsettar. Fyrirtækið vill tryggingu fyrir bótakröfu á hendur honum. 26. september 2017 06:00
Magnús sendir frá sér aðra tilkynningu: „Ekkert annað en mjög skítugur slagur um eignarhald“ Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur sent frá sér aðra tilkynningu vegna kæru sem stjórn United Silicon lagði fram á hendur honum í gær vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. 12. september 2017 17:58
Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48