Magnús sendir frá sér aðra tilkynningu: „Ekkert annað en mjög skítugur slagur um eignarhald“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. september 2017 17:58 Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður til héraðssaksóknara. Hann hafnar ásökunum sem á hann eru bornar. Vísir/eyþór Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur sent frá sér aðra tilkynningu vegna kæru sem stjórn United Silicon lagði fram á hendur honum í gær vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. Magnús sendi fyrst frá sér tilkynningu um klukkan 17 í dag sem var stutt. Þar mótmælti hann ásökununum og sagði þær tilhæfulausar og rangar. Í tilkynningu sem hann sendi um hálftíma síðar bætir hann í og segir fréttir um meint brot hans „hafa ekkert með sannleikann að gera. Þetta er ekkert annað en mjög skítugur slagur um eignarhald að félaginu United Silicon, sem ég stofnaði árið 2014 og á stóran hlut í.“ Hann fer síðan yfir aðkomu Arion banka að málum United Silicon: „Arion Banki hefur farið með stjórn á félaginu síðan í vor, þar sem erfiðlega gekk að reka verksmiðjuna af tæknilegum ástæðum, auk þess sem það vantaði fé til þess að lagfæra hana og koma rekstrinum í lag. Arion Banki og hluthafar í hópi með bankanum komu að mestu leyti með það fé, en kröfðust þess í staðinn að taka völdin í félaginu. Það gerðu þeir með því að setja inn sína eigin stjórnarmenn. Ég samþykkti það og fór út úr stjórn félagsins til að greiða veginn til að laga það sem laga þurfti. Bankinn stoppaði hins vegar ekki þar og hefur hann í síðustu viku reynt að taka hlutabréf okkar einstaklinga sem hafa fjárfest í félaginu. Nú í þessari viku hef ég verið kærður fyrir eitthvað meint brot, sem ég get ekki ímyndað mér hvað er, enda hef ég ekki heyrt neitt um málið fyrr enn í gærkvöldi og þá í gegnum fjölmiðla. Það er augljóst að Arion Banki er að reyna að koma mér í eins lélega stöðu og mögulegt er, svo hann geti eignast allt félagið án þess að borga fyrir það. Þetta eru með skítugustu brögðum sem ég hef séð beitt í viðskiptaheiminum. Ég bíð eftir að heyra hver þessi meintu brot eru, svo ég geti varið mig og sannleikurinn komi fram. Ég er tilbúinn að vinna með stjórn félagsins og/eða héraðssaksóknara til að lýsa málinu frá öllu hliðum.“ Magnús segir að umfjöllunin í hans garð hafi verið óvægin og að hún hafi því miður skaðað fjölskyldu hans hér á Íslandi og svo 24 aðra einstaklinga „á Íslandi, í Danmörku og Hollandi, sem eru hluthafar í félaginu og hafa fjárfest sparifé sínu verksmiðjuna, sem átti að vera flottasta kísilver í heimi, og vinna í góðu samstarfi með umhverfi sitt, þannig að Ísland geti verið stolt af að taka þátt í grænu sólarbyltingu heimsins, sem þarfnast mikinn kísil til að framleiða allar þær sólarrafhlöður sem er þörf á í heiminum.“ United Silicon Tengdar fréttir Grunur um refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon Stjórn United Silicon hefur sent kæru til héraðssaksóknara vegna gruns refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon. 11. september 2017 14:38 Magnús grunaður um að hafa dregið sér allt að hálfan milljarð frá United Silicon Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. 11. september 2017 20:45 Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur sent frá sér aðra tilkynningu vegna kæru sem stjórn United Silicon lagði fram á hendur honum í gær vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. Magnús sendi fyrst frá sér tilkynningu um klukkan 17 í dag sem var stutt. Þar mótmælti hann ásökununum og sagði þær tilhæfulausar og rangar. Í tilkynningu sem hann sendi um hálftíma síðar bætir hann í og segir fréttir um meint brot hans „hafa ekkert með sannleikann að gera. Þetta er ekkert annað en mjög skítugur slagur um eignarhald að félaginu United Silicon, sem ég stofnaði árið 2014 og á stóran hlut í.“ Hann fer síðan yfir aðkomu Arion banka að málum United Silicon: „Arion Banki hefur farið með stjórn á félaginu síðan í vor, þar sem erfiðlega gekk að reka verksmiðjuna af tæknilegum ástæðum, auk þess sem það vantaði fé til þess að lagfæra hana og koma rekstrinum í lag. Arion Banki og hluthafar í hópi með bankanum komu að mestu leyti með það fé, en kröfðust þess í staðinn að taka völdin í félaginu. Það gerðu þeir með því að setja inn sína eigin stjórnarmenn. Ég samþykkti það og fór út úr stjórn félagsins til að greiða veginn til að laga það sem laga þurfti. Bankinn stoppaði hins vegar ekki þar og hefur hann í síðustu viku reynt að taka hlutabréf okkar einstaklinga sem hafa fjárfest í félaginu. Nú í þessari viku hef ég verið kærður fyrir eitthvað meint brot, sem ég get ekki ímyndað mér hvað er, enda hef ég ekki heyrt neitt um málið fyrr enn í gærkvöldi og þá í gegnum fjölmiðla. Það er augljóst að Arion Banki er að reyna að koma mér í eins lélega stöðu og mögulegt er, svo hann geti eignast allt félagið án þess að borga fyrir það. Þetta eru með skítugustu brögðum sem ég hef séð beitt í viðskiptaheiminum. Ég bíð eftir að heyra hver þessi meintu brot eru, svo ég geti varið mig og sannleikurinn komi fram. Ég er tilbúinn að vinna með stjórn félagsins og/eða héraðssaksóknara til að lýsa málinu frá öllu hliðum.“ Magnús segir að umfjöllunin í hans garð hafi verið óvægin og að hún hafi því miður skaðað fjölskyldu hans hér á Íslandi og svo 24 aðra einstaklinga „á Íslandi, í Danmörku og Hollandi, sem eru hluthafar í félaginu og hafa fjárfest sparifé sínu verksmiðjuna, sem átti að vera flottasta kísilver í heimi, og vinna í góðu samstarfi með umhverfi sitt, þannig að Ísland geti verið stolt af að taka þátt í grænu sólarbyltingu heimsins, sem þarfnast mikinn kísil til að framleiða allar þær sólarrafhlöður sem er þörf á í heiminum.“
United Silicon Tengdar fréttir Grunur um refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon Stjórn United Silicon hefur sent kæru til héraðssaksóknara vegna gruns refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon. 11. september 2017 14:38 Magnús grunaður um að hafa dregið sér allt að hálfan milljarð frá United Silicon Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. 11. september 2017 20:45 Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Grunur um refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon Stjórn United Silicon hefur sent kæru til héraðssaksóknara vegna gruns refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon. 11. september 2017 14:38
Magnús grunaður um að hafa dregið sér allt að hálfan milljarð frá United Silicon Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. 11. september 2017 20:45
Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00