Synd að lyf séu fyrsti valkostur við svefnvanda Sigurður Mikael Jónsson skrifar 26. september 2017 06:00 Meirihluta foreldra var ráðlagt að gefa börnum sínum lyf við svefnvandræðum samkvæmt nýlegri rannsókn HR. Foreldrum barna með þroskahamlanir og þroskaraskanir, sem leituðu meðferðar vegna svefnvanda þeirra, var í 58 prósent tilfella ráðlögð lyfjameðferð. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn meistaranema við Háskólann í Reykjavík. Algengast var að börnunum væri ávísað svefnlyfið circadin, eða melatónín, sem Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um að undanförnu. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að sprenging hefði orðið í ávísunum lækna á melatónín við svefnvanda íslenskra barna undanfarin ár en lyfið er ekki ætlað einstaklingum undir 55 ára og áhrif þess á yngra fólk og börn óþekkt. Rannsóknina gerðu meistaranemarnir Hulda Jónsdóttir Tölgyes og Þórarinn Freyr Grettisson í fyrra undir handleiðslu Berglindar Sveinbjörnsdóttur, atferlisfræðings og aðjúnkts í sálfræði. Við rannsóknina setti teymið sig í samband við hagsmunasamtök, foreldrafélög, ADHD-félagið og fleiri félög til að komast í samband við foreldra barna með sérþarfir og þeim sendar spurningar. Svarhlutfallið var gott en í ljós kom að lyfjagjöf var oftast ráðlögð sem meðferð við svefnvanda, eða í 58 prósentum tilfella á meðan breyting á svefnvenjum var ráðlögð í 26 prósentum tilfella. Fjallað verður um niðurstöðu rannsóknarinnar í Tímariti HR í október en í samtali við Fréttablaðið segir Berglind að niðurstöðurnar hafi ekki komið sér á óvart miðað við það sem hún hafi séð hér á landi og í störfum sínum erlendis en sem atferlisfræðingur hefur hún unnið með börnum með alvarlegan hegðunar- og svefnvanda. „Það er synd að lyfin virðist fyrsti valkostur þegar til eru aðrar mjög góðar og sannreyndar leiðir til að takast á við svefnvanda,“ segir Berglind. Hún segir að svo virðist sem þekkingu skorti á þeim stöðum sem foreldrar leita til um hvert sé hægt að vísa þeim. „Það er úrræðaleysi hjá flestum sem að þessum málaflokki koma hér á landi hvert sé best að leita. Svefnvandi barna er með því erfiðasta sem foreldrar lenda í og það sýnir neyð þeirra að fátt annað sé í boði en lyfjagjöf.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Braskað með svefnlyf fyrir börn á netinu Sprenging orðið í bæði ávísunum lækna á svefnlyfinu melatónín til barna sem og ólöglegum póstsendingum frá Bandaríkjunum sem haldlagðar hafa verið af tollvörðum. Landlæknisembættið hefur áhyggjur af þróuninni. 22. september 2017 06:00 Foreldrar ungra barna leita í ódýrara melatónín í neyð Ólafur Adolfsson lyfsali segir að Embætti landlæknis geti ekki fríað sig ábyrgð á þeirri aukningu sem orðið hefur á notkun melatóníns hjá börnum. 23. september 2017 07:00 Hafa stöðvað 199 sendingar af melatonin Langflestar sendingarnar sem hafa innihaldið svefnlyfið komu frá netverslunum í Bandaríkjunum. 19. september 2017 10:16 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Foreldrum barna með þroskahamlanir og þroskaraskanir, sem leituðu meðferðar vegna svefnvanda þeirra, var í 58 prósent tilfella ráðlögð lyfjameðferð. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn meistaranema við Háskólann í Reykjavík. Algengast var að börnunum væri ávísað svefnlyfið circadin, eða melatónín, sem Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um að undanförnu. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að sprenging hefði orðið í ávísunum lækna á melatónín við svefnvanda íslenskra barna undanfarin ár en lyfið er ekki ætlað einstaklingum undir 55 ára og áhrif þess á yngra fólk og börn óþekkt. Rannsóknina gerðu meistaranemarnir Hulda Jónsdóttir Tölgyes og Þórarinn Freyr Grettisson í fyrra undir handleiðslu Berglindar Sveinbjörnsdóttur, atferlisfræðings og aðjúnkts í sálfræði. Við rannsóknina setti teymið sig í samband við hagsmunasamtök, foreldrafélög, ADHD-félagið og fleiri félög til að komast í samband við foreldra barna með sérþarfir og þeim sendar spurningar. Svarhlutfallið var gott en í ljós kom að lyfjagjöf var oftast ráðlögð sem meðferð við svefnvanda, eða í 58 prósentum tilfella á meðan breyting á svefnvenjum var ráðlögð í 26 prósentum tilfella. Fjallað verður um niðurstöðu rannsóknarinnar í Tímariti HR í október en í samtali við Fréttablaðið segir Berglind að niðurstöðurnar hafi ekki komið sér á óvart miðað við það sem hún hafi séð hér á landi og í störfum sínum erlendis en sem atferlisfræðingur hefur hún unnið með börnum með alvarlegan hegðunar- og svefnvanda. „Það er synd að lyfin virðist fyrsti valkostur þegar til eru aðrar mjög góðar og sannreyndar leiðir til að takast á við svefnvanda,“ segir Berglind. Hún segir að svo virðist sem þekkingu skorti á þeim stöðum sem foreldrar leita til um hvert sé hægt að vísa þeim. „Það er úrræðaleysi hjá flestum sem að þessum málaflokki koma hér á landi hvert sé best að leita. Svefnvandi barna er með því erfiðasta sem foreldrar lenda í og það sýnir neyð þeirra að fátt annað sé í boði en lyfjagjöf.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Braskað með svefnlyf fyrir börn á netinu Sprenging orðið í bæði ávísunum lækna á svefnlyfinu melatónín til barna sem og ólöglegum póstsendingum frá Bandaríkjunum sem haldlagðar hafa verið af tollvörðum. Landlæknisembættið hefur áhyggjur af þróuninni. 22. september 2017 06:00 Foreldrar ungra barna leita í ódýrara melatónín í neyð Ólafur Adolfsson lyfsali segir að Embætti landlæknis geti ekki fríað sig ábyrgð á þeirri aukningu sem orðið hefur á notkun melatóníns hjá börnum. 23. september 2017 07:00 Hafa stöðvað 199 sendingar af melatonin Langflestar sendingarnar sem hafa innihaldið svefnlyfið komu frá netverslunum í Bandaríkjunum. 19. september 2017 10:16 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Braskað með svefnlyf fyrir börn á netinu Sprenging orðið í bæði ávísunum lækna á svefnlyfinu melatónín til barna sem og ólöglegum póstsendingum frá Bandaríkjunum sem haldlagðar hafa verið af tollvörðum. Landlæknisembættið hefur áhyggjur af þróuninni. 22. september 2017 06:00
Foreldrar ungra barna leita í ódýrara melatónín í neyð Ólafur Adolfsson lyfsali segir að Embætti landlæknis geti ekki fríað sig ábyrgð á þeirri aukningu sem orðið hefur á notkun melatóníns hjá börnum. 23. september 2017 07:00
Hafa stöðvað 199 sendingar af melatonin Langflestar sendingarnar sem hafa innihaldið svefnlyfið komu frá netverslunum í Bandaríkjunum. 19. september 2017 10:16