Foreldrar ungra barna leita í ódýrara melatónín í neyð Sigurður Mikael Jónsson skrifar 23. september 2017 07:00 Það er margfalt ódýrara að flytja melatónín inn ólöglega frá Bandaríkjunum. vísir/eyþór Það er sjálfsbjargarviðleitni foreldra barna, sem eru að nota melatónín samkvæmt ávísun læknis en fá ekki niðurgreiðslu á Circadini, að útvega sér það með öðrum leiðum. Margir hafa ekki efni á að greiða allt að 80-100 þúsund krónur á ári fyrir lyfin, segir lyfsali. Margfalt ódýrara sé að flytja melatónín inn ólöglega frá Bandaríkjunum. Hér á landi getur 30 daga skammtur af lyfinu Circadin (melatónín) kostað allt að 8.600 krónum. Ströng skilyrði eru fyrir greiðsluþátttöku í Circadini og þarf fyrsta umsókn að koma frá sérfræðingi í barnalækningum, barnageðlækningum eða barnataugalækningum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að sprenging hefði orðið í bæði ávísun lækna á melatónín og haldlagðar póstsendingar lyfsins hjá tollgæslu. Melatónín er náttúrulegt hormón sem hefur svæfandi áhrif og eykur svefnhneigð en það er meðal annars notað fyrir börn sem fá lyf við ADHD og eiga erfitt með svefn af þeim sökum. Magnús Jóhannsson, læknir hjá Embætti landlæknis og prófessor í lyfjafræði, sagði í Fréttablaðinu í gær að mikil notkun á melatóníni gæfi vísbendingar um að í einhverjum tilfellum væri verið slá á aukaverkanir örvandi lyfja við ADHD eða að verið væri að gefa lyfið á röngum tímum sólarhrings. Ólafur Adolfsson lyfsali bendir þó á að Embætti landlæknis geti ekki fríað sig ábyrgð á aukinni notkun melatóníns hjá börnum. Ástæðan sé meðal annars sú að embættið hafi beint þeim tilmælum til allra lækna að ávísa frekar langverkandi ofvirknilyfjum, með allt að 12 tíma verkun, fyrir börn með ADHD sem leiði óhjákvæmilega til aukinnar tíðni svefntruflana með tilheyrandi aukningu á notkun melatóníns. Skammvirkari lyf séu til og ætti frekar að nota á börn ef svefntruflanir tengjast lyfjagjöf. „Hér ræður því miður sú stefna að leggja meiri áherslu á misnotendur lyfja en að tryggja sjúklingum aðgengi að bestu lyfjameðferð,“ segir Ólafur. En líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær er melatónín flokkað sem fæðubótarefni í Bandaríkjunum en lyf hér á landi og í Evrópu sem bannað er að flytja inn. Og þó læknar ávísi melatóníni til barna þá sé það í raun ekki hugsað fyrir fólk yngra en 55 ára. Magnús Jóhannsson hjá Embætti landlæknis varaði sömuleiðis fólk við að panta sér melatónín sem fæðubótarefni að utan, enda sé fæðubótarefnismarkaðurinn þar eftirlitslítill. Bandaríska lyfja- og matvælaeftirlitið (FDA) er til dæmis aðeins haft með í ráðum ef fæðubótarefni inniheldur nýtt efni. Fólk getur því aldrei vitað með vissu að það sé að fá það sem það pantaði. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Það er sjálfsbjargarviðleitni foreldra barna, sem eru að nota melatónín samkvæmt ávísun læknis en fá ekki niðurgreiðslu á Circadini, að útvega sér það með öðrum leiðum. Margir hafa ekki efni á að greiða allt að 80-100 þúsund krónur á ári fyrir lyfin, segir lyfsali. Margfalt ódýrara sé að flytja melatónín inn ólöglega frá Bandaríkjunum. Hér á landi getur 30 daga skammtur af lyfinu Circadin (melatónín) kostað allt að 8.600 krónum. Ströng skilyrði eru fyrir greiðsluþátttöku í Circadini og þarf fyrsta umsókn að koma frá sérfræðingi í barnalækningum, barnageðlækningum eða barnataugalækningum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að sprenging hefði orðið í bæði ávísun lækna á melatónín og haldlagðar póstsendingar lyfsins hjá tollgæslu. Melatónín er náttúrulegt hormón sem hefur svæfandi áhrif og eykur svefnhneigð en það er meðal annars notað fyrir börn sem fá lyf við ADHD og eiga erfitt með svefn af þeim sökum. Magnús Jóhannsson, læknir hjá Embætti landlæknis og prófessor í lyfjafræði, sagði í Fréttablaðinu í gær að mikil notkun á melatóníni gæfi vísbendingar um að í einhverjum tilfellum væri verið slá á aukaverkanir örvandi lyfja við ADHD eða að verið væri að gefa lyfið á röngum tímum sólarhrings. Ólafur Adolfsson lyfsali bendir þó á að Embætti landlæknis geti ekki fríað sig ábyrgð á aukinni notkun melatóníns hjá börnum. Ástæðan sé meðal annars sú að embættið hafi beint þeim tilmælum til allra lækna að ávísa frekar langverkandi ofvirknilyfjum, með allt að 12 tíma verkun, fyrir börn með ADHD sem leiði óhjákvæmilega til aukinnar tíðni svefntruflana með tilheyrandi aukningu á notkun melatóníns. Skammvirkari lyf séu til og ætti frekar að nota á börn ef svefntruflanir tengjast lyfjagjöf. „Hér ræður því miður sú stefna að leggja meiri áherslu á misnotendur lyfja en að tryggja sjúklingum aðgengi að bestu lyfjameðferð,“ segir Ólafur. En líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær er melatónín flokkað sem fæðubótarefni í Bandaríkjunum en lyf hér á landi og í Evrópu sem bannað er að flytja inn. Og þó læknar ávísi melatóníni til barna þá sé það í raun ekki hugsað fyrir fólk yngra en 55 ára. Magnús Jóhannsson hjá Embætti landlæknis varaði sömuleiðis fólk við að panta sér melatónín sem fæðubótarefni að utan, enda sé fæðubótarefnismarkaðurinn þar eftirlitslítill. Bandaríska lyfja- og matvælaeftirlitið (FDA) er til dæmis aðeins haft með í ráðum ef fæðubótarefni inniheldur nýtt efni. Fólk getur því aldrei vitað með vissu að það sé að fá það sem það pantaði.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira