Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Kristján Már Unnarsson skrifar 20. september 2017 22:00 Séð yfir Svínhóla í Lóni. Ofan við bæjarhúsin liggur hringvegurinn við rætur fjallsins. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lónssveit er nú í undirbúningi. Bæjarstjóri Hornafjarðar segir þetta mjög spennandi áform og þeim tengist hugmyndir um alþjóðaflugvöll í sveitarfélaginu. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Jörðin Svínhólar komst raunar í fréttirnar árið 1970 þegar hún þótti vænlegust á Íslandi til leitar að góðmálmum. Ítarleg rannsókn það sumar leiddi hins vegar ekkert það magn í ljós sem borgaði sig að vinna, þótt eitthvað fyndist af kopar. En nú sjá fjárfestar önnur tækifæri í Svínhólum.Össurárdalur er óbyggður dalur sem gengur inn í fjalllendið norðan Svínhóla.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fréttablaðið greindi frá því í sumar að One-hreyfingin undir forystu Áslaugar Magnúsdóttur stæði á bak við þessi áform en Áslaug hefur skapað sér nafn í tískuheiminum í New York. Sjálf hefur Áslaug ekkert viljað tjá sig um áformin en í skipulagsgögnum sveitarfélagsins kemur fram að gert sé ráð fyrir að byggt verði upp í Össurárdal, sem er í landi Svínhóla. Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það eru mjög spennandi áform sem þar eru í gangi,“ segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar, og segir þetta verða stærra í sniðum en hótelið sem opnað var á Hnappavöllum í Öræfum í fyrra. Þetta verði hundrað herbergja hótel með íbúðum og þessháttar. Lónssveit er á Suðausturlandi, milli Hafnar og Djúpavogs, sem eru næstu þéttbýlisstaðir. Í Fréttablaðinu í sumar kom fram að Áslaug hefði keypt land í Lóninu en samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 er stefnt að því að bæði innlendir og alþjóðlegir fjárfestar komi að verkefninu. „Þarna á bak við er ábyrgt fólk, sem er með öfluga aðila með sér. Þannig að ég hef trú á því að þetta geti orðið að veruleika,“ segir Björn Ingi. Bæjarstjórinn segir að þessu tengist áhugi á að Hornafjarðarflugvöllur verði opnaður fyrir alþjóðaflug. „Fólk sem hefur áhuga á að koma á þennan stað myndi geta flogið beint til Hafnar. Við erum að sjálfsögðu mjög spennt fyrir því.“Frá Hornafjarðarflugvelli. Jetstream-vél Flugfélagsins Ernis í flugtaksbruni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Flugbrautin á Hornafirði er 1500 metra löng og gæti án lengingar tekið við minni þotum. „Ef menn náttúrlega fara í fulla stærð á alþjóðaflugvelli þá þurfum við sjálfsagt að horfa á ennþá stærra landssvæði. Það er alveg klárlega til í sveitarfélaginu. Það getur verið að við þyrftum að fara á einhvern annan stað en nákvæmlega þarna, ef við náum þessu alla leið,“ segir bæjarstjóri Hornafjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 með myndum frá Svínhólum og Össurárdal: Tengdar fréttir ONE hreyfingin byggir upp samfélag í Lóni Áslaug Magnúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Moda Operandi, er einn aðstandanda ONE hreyfingarinnar. Hreyfingin stefnir að því að byggja upp sjálfbært samfélag, hótel, íbúðir og frumkvöðlaaðstöðu í Austur-Skaftafellssýslu. 30. júní 2017 06:00 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lónssveit er nú í undirbúningi. Bæjarstjóri Hornafjarðar segir þetta mjög spennandi áform og þeim tengist hugmyndir um alþjóðaflugvöll í sveitarfélaginu. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Jörðin Svínhólar komst raunar í fréttirnar árið 1970 þegar hún þótti vænlegust á Íslandi til leitar að góðmálmum. Ítarleg rannsókn það sumar leiddi hins vegar ekkert það magn í ljós sem borgaði sig að vinna, þótt eitthvað fyndist af kopar. En nú sjá fjárfestar önnur tækifæri í Svínhólum.Össurárdalur er óbyggður dalur sem gengur inn í fjalllendið norðan Svínhóla.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fréttablaðið greindi frá því í sumar að One-hreyfingin undir forystu Áslaugar Magnúsdóttur stæði á bak við þessi áform en Áslaug hefur skapað sér nafn í tískuheiminum í New York. Sjálf hefur Áslaug ekkert viljað tjá sig um áformin en í skipulagsgögnum sveitarfélagsins kemur fram að gert sé ráð fyrir að byggt verði upp í Össurárdal, sem er í landi Svínhóla. Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það eru mjög spennandi áform sem þar eru í gangi,“ segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar, og segir þetta verða stærra í sniðum en hótelið sem opnað var á Hnappavöllum í Öræfum í fyrra. Þetta verði hundrað herbergja hótel með íbúðum og þessháttar. Lónssveit er á Suðausturlandi, milli Hafnar og Djúpavogs, sem eru næstu þéttbýlisstaðir. Í Fréttablaðinu í sumar kom fram að Áslaug hefði keypt land í Lóninu en samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 er stefnt að því að bæði innlendir og alþjóðlegir fjárfestar komi að verkefninu. „Þarna á bak við er ábyrgt fólk, sem er með öfluga aðila með sér. Þannig að ég hef trú á því að þetta geti orðið að veruleika,“ segir Björn Ingi. Bæjarstjórinn segir að þessu tengist áhugi á að Hornafjarðarflugvöllur verði opnaður fyrir alþjóðaflug. „Fólk sem hefur áhuga á að koma á þennan stað myndi geta flogið beint til Hafnar. Við erum að sjálfsögðu mjög spennt fyrir því.“Frá Hornafjarðarflugvelli. Jetstream-vél Flugfélagsins Ernis í flugtaksbruni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Flugbrautin á Hornafirði er 1500 metra löng og gæti án lengingar tekið við minni þotum. „Ef menn náttúrlega fara í fulla stærð á alþjóðaflugvelli þá þurfum við sjálfsagt að horfa á ennþá stærra landssvæði. Það er alveg klárlega til í sveitarfélaginu. Það getur verið að við þyrftum að fara á einhvern annan stað en nákvæmlega þarna, ef við náum þessu alla leið,“ segir bæjarstjóri Hornafjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 með myndum frá Svínhólum og Össurárdal:
Tengdar fréttir ONE hreyfingin byggir upp samfélag í Lóni Áslaug Magnúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Moda Operandi, er einn aðstandanda ONE hreyfingarinnar. Hreyfingin stefnir að því að byggja upp sjálfbært samfélag, hótel, íbúðir og frumkvöðlaaðstöðu í Austur-Skaftafellssýslu. 30. júní 2017 06:00 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
ONE hreyfingin byggir upp samfélag í Lóni Áslaug Magnúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Moda Operandi, er einn aðstandanda ONE hreyfingarinnar. Hreyfingin stefnir að því að byggja upp sjálfbært samfélag, hótel, íbúðir og frumkvöðlaaðstöðu í Austur-Skaftafellssýslu. 30. júní 2017 06:00