Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Kristján Már Unnarsson skrifar 20. september 2017 22:00 Séð yfir Svínhóla í Lóni. Ofan við bæjarhúsin liggur hringvegurinn við rætur fjallsins. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lónssveit er nú í undirbúningi. Bæjarstjóri Hornafjarðar segir þetta mjög spennandi áform og þeim tengist hugmyndir um alþjóðaflugvöll í sveitarfélaginu. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Jörðin Svínhólar komst raunar í fréttirnar árið 1970 þegar hún þótti vænlegust á Íslandi til leitar að góðmálmum. Ítarleg rannsókn það sumar leiddi hins vegar ekkert það magn í ljós sem borgaði sig að vinna, þótt eitthvað fyndist af kopar. En nú sjá fjárfestar önnur tækifæri í Svínhólum.Össurárdalur er óbyggður dalur sem gengur inn í fjalllendið norðan Svínhóla.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fréttablaðið greindi frá því í sumar að One-hreyfingin undir forystu Áslaugar Magnúsdóttur stæði á bak við þessi áform en Áslaug hefur skapað sér nafn í tískuheiminum í New York. Sjálf hefur Áslaug ekkert viljað tjá sig um áformin en í skipulagsgögnum sveitarfélagsins kemur fram að gert sé ráð fyrir að byggt verði upp í Össurárdal, sem er í landi Svínhóla. Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það eru mjög spennandi áform sem þar eru í gangi,“ segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar, og segir þetta verða stærra í sniðum en hótelið sem opnað var á Hnappavöllum í Öræfum í fyrra. Þetta verði hundrað herbergja hótel með íbúðum og þessháttar. Lónssveit er á Suðausturlandi, milli Hafnar og Djúpavogs, sem eru næstu þéttbýlisstaðir. Í Fréttablaðinu í sumar kom fram að Áslaug hefði keypt land í Lóninu en samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 er stefnt að því að bæði innlendir og alþjóðlegir fjárfestar komi að verkefninu. „Þarna á bak við er ábyrgt fólk, sem er með öfluga aðila með sér. Þannig að ég hef trú á því að þetta geti orðið að veruleika,“ segir Björn Ingi. Bæjarstjórinn segir að þessu tengist áhugi á að Hornafjarðarflugvöllur verði opnaður fyrir alþjóðaflug. „Fólk sem hefur áhuga á að koma á þennan stað myndi geta flogið beint til Hafnar. Við erum að sjálfsögðu mjög spennt fyrir því.“Frá Hornafjarðarflugvelli. Jetstream-vél Flugfélagsins Ernis í flugtaksbruni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Flugbrautin á Hornafirði er 1500 metra löng og gæti án lengingar tekið við minni þotum. „Ef menn náttúrlega fara í fulla stærð á alþjóðaflugvelli þá þurfum við sjálfsagt að horfa á ennþá stærra landssvæði. Það er alveg klárlega til í sveitarfélaginu. Það getur verið að við þyrftum að fara á einhvern annan stað en nákvæmlega þarna, ef við náum þessu alla leið,“ segir bæjarstjóri Hornafjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 með myndum frá Svínhólum og Össurárdal: Tengdar fréttir ONE hreyfingin byggir upp samfélag í Lóni Áslaug Magnúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Moda Operandi, er einn aðstandanda ONE hreyfingarinnar. Hreyfingin stefnir að því að byggja upp sjálfbært samfélag, hótel, íbúðir og frumkvöðlaaðstöðu í Austur-Skaftafellssýslu. 30. júní 2017 06:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lónssveit er nú í undirbúningi. Bæjarstjóri Hornafjarðar segir þetta mjög spennandi áform og þeim tengist hugmyndir um alþjóðaflugvöll í sveitarfélaginu. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Jörðin Svínhólar komst raunar í fréttirnar árið 1970 þegar hún þótti vænlegust á Íslandi til leitar að góðmálmum. Ítarleg rannsókn það sumar leiddi hins vegar ekkert það magn í ljós sem borgaði sig að vinna, þótt eitthvað fyndist af kopar. En nú sjá fjárfestar önnur tækifæri í Svínhólum.Össurárdalur er óbyggður dalur sem gengur inn í fjalllendið norðan Svínhóla.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fréttablaðið greindi frá því í sumar að One-hreyfingin undir forystu Áslaugar Magnúsdóttur stæði á bak við þessi áform en Áslaug hefur skapað sér nafn í tískuheiminum í New York. Sjálf hefur Áslaug ekkert viljað tjá sig um áformin en í skipulagsgögnum sveitarfélagsins kemur fram að gert sé ráð fyrir að byggt verði upp í Össurárdal, sem er í landi Svínhóla. Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það eru mjög spennandi áform sem þar eru í gangi,“ segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar, og segir þetta verða stærra í sniðum en hótelið sem opnað var á Hnappavöllum í Öræfum í fyrra. Þetta verði hundrað herbergja hótel með íbúðum og þessháttar. Lónssveit er á Suðausturlandi, milli Hafnar og Djúpavogs, sem eru næstu þéttbýlisstaðir. Í Fréttablaðinu í sumar kom fram að Áslaug hefði keypt land í Lóninu en samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 er stefnt að því að bæði innlendir og alþjóðlegir fjárfestar komi að verkefninu. „Þarna á bak við er ábyrgt fólk, sem er með öfluga aðila með sér. Þannig að ég hef trú á því að þetta geti orðið að veruleika,“ segir Björn Ingi. Bæjarstjórinn segir að þessu tengist áhugi á að Hornafjarðarflugvöllur verði opnaður fyrir alþjóðaflug. „Fólk sem hefur áhuga á að koma á þennan stað myndi geta flogið beint til Hafnar. Við erum að sjálfsögðu mjög spennt fyrir því.“Frá Hornafjarðarflugvelli. Jetstream-vél Flugfélagsins Ernis í flugtaksbruni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Flugbrautin á Hornafirði er 1500 metra löng og gæti án lengingar tekið við minni þotum. „Ef menn náttúrlega fara í fulla stærð á alþjóðaflugvelli þá þurfum við sjálfsagt að horfa á ennþá stærra landssvæði. Það er alveg klárlega til í sveitarfélaginu. Það getur verið að við þyrftum að fara á einhvern annan stað en nákvæmlega þarna, ef við náum þessu alla leið,“ segir bæjarstjóri Hornafjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 með myndum frá Svínhólum og Össurárdal:
Tengdar fréttir ONE hreyfingin byggir upp samfélag í Lóni Áslaug Magnúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Moda Operandi, er einn aðstandanda ONE hreyfingarinnar. Hreyfingin stefnir að því að byggja upp sjálfbært samfélag, hótel, íbúðir og frumkvöðlaaðstöðu í Austur-Skaftafellssýslu. 30. júní 2017 06:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
ONE hreyfingin byggir upp samfélag í Lóni Áslaug Magnúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Moda Operandi, er einn aðstandanda ONE hreyfingarinnar. Hreyfingin stefnir að því að byggja upp sjálfbært samfélag, hótel, íbúðir og frumkvöðlaaðstöðu í Austur-Skaftafellssýslu. 30. júní 2017 06:00