ONE hreyfingin byggir upp samfélag í Lóni Sæunn Gísladóttir skrifar 30. júní 2017 06:00 Áslaug Magnúsdóttir, lögfræðingur og fjárfestir. Mynd/Robert Caplin Hreyfingin ONE, sem samkvæmt lýsingu á lokaðri heimasíðu hennar vill byggja upp sjálfbært samfélag sem nýtir sér nýjustu tækni í búskap og sýndarveruleika, stefna að uppbyggingu hótels og frumkvöðlasamfélags í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu. Lögfræðingurinn og fjárfestirinn Áslaug Magnúsdóttir er meðal aðstandenda hreyfingarinnar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Áslaug er best þekkt sem stofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri tískufyrirtækisins Moda Operandi. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur bandarískur fjárfestir einnig aðkomu að verkefninu.Samfélagið yrði í Lóni á Suðausturlandi.vísir/vilhelmÁslaug vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en Páll Róbert Matthíasson, forseti bæjarstjórnar og formaður skipulagsnefndar Hornafjarðar, staðfesti að hún hefði keypt land í Lóninu. Áformin hafi þegar komið óformlega á borð sveitarfélagsins. „Það er ekki búið að taka neinar sérstakar ákvarðanir. Það er bara verið að skoða þetta. Þessi kona var að kaupa jörð þarna upp frá en það er ekki komið neitt formlegt frá þeim ennþá. Þetta eru einhverjar hugmyndir sem hún hefur en annað er ekkert staðfest,“ segir Páll Róbert. Sett hefur verið upp læst heimasíða um verkefnið, eins og áður segir. Þar segir að ONE sé hreyfing á Íslandi sem muni koma upp svokölluðu „ONE living samfélagi“ með íbúðum, sameiginlegum rýmum, viðskiptahraðli og hóteli. Á síðunni kemur fram að framtíðarsamfélagið verði byggt upp á Suðausturlandi. Þar verði nýjasta tækni nýtt, bæði sýndarveruleiki og tækni til landbúnaðar. ONE muni bjóða samfélag fyrir þá sem leita að vellíðan, sjálfsbetrun og skilningi á öllum sviðum lífsins. ONE verði miðstöð sköpunar og nýsköpunar og muni bjóða upp á eins árs viðskiptahraðal fyrir efnileg nýsköpunarfyrirtæki. Fyrirtækin muni njóta frábærrar aðstöðu á svæðinu og geti átt í samskiptum við ráðgjafa, fyrirlesara og aðra sérfræðinga úr samfélagi ONE. Fram kemur á síðunni að skrifstofur hreyfingarinnar séu meðal annars á Háteigsvegi í Reykjavík, í New York og Miami. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Hreyfingin ONE, sem samkvæmt lýsingu á lokaðri heimasíðu hennar vill byggja upp sjálfbært samfélag sem nýtir sér nýjustu tækni í búskap og sýndarveruleika, stefna að uppbyggingu hótels og frumkvöðlasamfélags í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu. Lögfræðingurinn og fjárfestirinn Áslaug Magnúsdóttir er meðal aðstandenda hreyfingarinnar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Áslaug er best þekkt sem stofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri tískufyrirtækisins Moda Operandi. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur bandarískur fjárfestir einnig aðkomu að verkefninu.Samfélagið yrði í Lóni á Suðausturlandi.vísir/vilhelmÁslaug vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en Páll Róbert Matthíasson, forseti bæjarstjórnar og formaður skipulagsnefndar Hornafjarðar, staðfesti að hún hefði keypt land í Lóninu. Áformin hafi þegar komið óformlega á borð sveitarfélagsins. „Það er ekki búið að taka neinar sérstakar ákvarðanir. Það er bara verið að skoða þetta. Þessi kona var að kaupa jörð þarna upp frá en það er ekki komið neitt formlegt frá þeim ennþá. Þetta eru einhverjar hugmyndir sem hún hefur en annað er ekkert staðfest,“ segir Páll Róbert. Sett hefur verið upp læst heimasíða um verkefnið, eins og áður segir. Þar segir að ONE sé hreyfing á Íslandi sem muni koma upp svokölluðu „ONE living samfélagi“ með íbúðum, sameiginlegum rýmum, viðskiptahraðli og hóteli. Á síðunni kemur fram að framtíðarsamfélagið verði byggt upp á Suðausturlandi. Þar verði nýjasta tækni nýtt, bæði sýndarveruleiki og tækni til landbúnaðar. ONE muni bjóða samfélag fyrir þá sem leita að vellíðan, sjálfsbetrun og skilningi á öllum sviðum lífsins. ONE verði miðstöð sköpunar og nýsköpunar og muni bjóða upp á eins árs viðskiptahraðal fyrir efnileg nýsköpunarfyrirtæki. Fyrirtækin muni njóta frábærrar aðstöðu á svæðinu og geti átt í samskiptum við ráðgjafa, fyrirlesara og aðra sérfræðinga úr samfélagi ONE. Fram kemur á síðunni að skrifstofur hreyfingarinnar séu meðal annars á Háteigsvegi í Reykjavík, í New York og Miami.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira