Le Pen og félagar stilla miðið á Macron Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. apríl 2017 12:50 Kosningabaráttan fyrir seinni umferð frönsku forsetakosninganna er strax hafinn og verður hún hörð af ummælum ráðgjafa Marine Le Pen að dæma. Vísir/Getty Miðjumaðurinn Emmanuel Macron er hrokafullur og enginn föðurlandssvinur ef marka má orð eins helsta ráðgjafa Marine Le Pen. Kosningabaráttan fyrir seinni umferð frönsku forsetakosninganna er strax hafin og verður hún hörð af ummælum ráðgjafa Le Pen að dæma. Reuters greinir frá. Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð kosninganna sem haldnar voru í gær. Hlaut hann 23,8 prósent atkvæða. Þjóðernissinninn Le Pen hlaut 21,5 prósent atkvæða en þar sem enginn frambjóðandi hlaut 50 prósent atkvæða eða meira verður kosið á milli þeirra eftir tvær vikur. Spár gera ráð fyrir að Macron muni einnig sigra í seinni umferðinni en frambjóðendurnir munu nú reyna að vinna stuðning þeirra sem kusu aðra frambjóðendur en þau tvö. Macron hélt sigurræðu sína í gær og virðist hún hafa farið öfugt ofan í Florian Philippot, varaformann Frönsku þjóðfylkingarinnar, flokks Le Pen. Gagnrýndi hann Macron fyrir bakgrunn sinn sem starfsmaður fjárfestingabanka og sem efnahagsmálaráðherra Francois Hollande, núverandi forseta Frakklands. „Emmanuel er ekki föðurlandsvinur. Hann seldi ríkisfyrirtæki. Hann gagnrýndi franska menningu,“ sagði Philippot og gagnrýndi hann Macron fyrir að hafa látið eins og hann væri þegar orðinn forseti í sigurræðu sinni. „Þetta var ósmekklegt gagnvart frönsku þjóðinni.“ Francois Fillon, frambjóðandi hægri manna sem var þriðji í fyrri umferðinni, hefur þegar lýst yfir stuðningi við Macron og segir hann að fari Le Pen með sigur muni það einungis færa frönsku þjóðinni „óhamingju og óeiningu.“ Þá hefur Benoit Hamon, frambjóðandi sósíalista, einnig lýst yfir stuðningi við Macron auk þess sem að forsætisráðherra Frakklands, Bernard Cazeneuve, hefur gert slíkt hið sama. Síðari umferð forsetakosninganna verður haldin 7. maí. Frakkland Tengdar fréttir Velgengni Macron styrkti evruna Evran hefur hækkað um 1,5% gagnvart helstu viðskiptamyntum sínum í kvöld eftir að útgönguspár í Frakklandi birtust nú um klukkan 18 að íslenskum tíma. 23. apríl 2017 19:30 Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjá meira
Miðjumaðurinn Emmanuel Macron er hrokafullur og enginn föðurlandssvinur ef marka má orð eins helsta ráðgjafa Marine Le Pen. Kosningabaráttan fyrir seinni umferð frönsku forsetakosninganna er strax hafin og verður hún hörð af ummælum ráðgjafa Le Pen að dæma. Reuters greinir frá. Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð kosninganna sem haldnar voru í gær. Hlaut hann 23,8 prósent atkvæða. Þjóðernissinninn Le Pen hlaut 21,5 prósent atkvæða en þar sem enginn frambjóðandi hlaut 50 prósent atkvæða eða meira verður kosið á milli þeirra eftir tvær vikur. Spár gera ráð fyrir að Macron muni einnig sigra í seinni umferðinni en frambjóðendurnir munu nú reyna að vinna stuðning þeirra sem kusu aðra frambjóðendur en þau tvö. Macron hélt sigurræðu sína í gær og virðist hún hafa farið öfugt ofan í Florian Philippot, varaformann Frönsku þjóðfylkingarinnar, flokks Le Pen. Gagnrýndi hann Macron fyrir bakgrunn sinn sem starfsmaður fjárfestingabanka og sem efnahagsmálaráðherra Francois Hollande, núverandi forseta Frakklands. „Emmanuel er ekki föðurlandsvinur. Hann seldi ríkisfyrirtæki. Hann gagnrýndi franska menningu,“ sagði Philippot og gagnrýndi hann Macron fyrir að hafa látið eins og hann væri þegar orðinn forseti í sigurræðu sinni. „Þetta var ósmekklegt gagnvart frönsku þjóðinni.“ Francois Fillon, frambjóðandi hægri manna sem var þriðji í fyrri umferðinni, hefur þegar lýst yfir stuðningi við Macron og segir hann að fari Le Pen með sigur muni það einungis færa frönsku þjóðinni „óhamingju og óeiningu.“ Þá hefur Benoit Hamon, frambjóðandi sósíalista, einnig lýst yfir stuðningi við Macron auk þess sem að forsætisráðherra Frakklands, Bernard Cazeneuve, hefur gert slíkt hið sama. Síðari umferð forsetakosninganna verður haldin 7. maí.
Frakkland Tengdar fréttir Velgengni Macron styrkti evruna Evran hefur hækkað um 1,5% gagnvart helstu viðskiptamyntum sínum í kvöld eftir að útgönguspár í Frakklandi birtust nú um klukkan 18 að íslenskum tíma. 23. apríl 2017 19:30 Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjá meira
Velgengni Macron styrkti evruna Evran hefur hækkað um 1,5% gagnvart helstu viðskiptamyntum sínum í kvöld eftir að útgönguspár í Frakklandi birtust nú um klukkan 18 að íslenskum tíma. 23. apríl 2017 19:30
Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45