Réttargæslumaður foreldra Birnu gagnrýndi fjölmiðla harðlega Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2017 15:20 Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari hefur sótt málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Hanna Lára Helgadóttir, réttargæslumaður foreldra Birnu Brjánsdóttur fór hörðum orðum um fjölmiðla og umfjöllun þeirra um málið við munnlegan málflutning í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. Sagði hún umfjöllun fjölmiðla hafa haft mikil áhrif á fjölskylduna og aukið vanlíðan foreldranna. Hanna Lára gerði grein fyrir kröfum foreldra Birnu í málinu en Thomas Olsen er ákærður fyrir að hafa orðið dóttur þeirra að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Foreldrar Birnu leggja fram einkaréttarkröfur í málinu og krefjast hvort um sig miskabóta frá Thomasi. Réttargæslumaðurinn fór yfir það hversu mikil og slæm áhrif málið allt hefur haft á líðan þeirra.Margfalt áfall fyrir fjölskyldu Birnu Í máli hennar kom fram að bæði faðir og móðir Birnu séu greind með áfallastreitu á háu stigi enda væri það mikið áfall að missa barn sitt með þeim hrottafengna hætti sem um ræddi í málinu. Áfallið væri margfalt. Hanna Lára sagði að bæði foreldrar Birnu sem og bróðir hennar væru í raun að bíða af sér veðrið. Þannig hafi umræða, afskipti og fréttaflutningur haft mikil áhrif á fjölskylduna og þættir eins og breyttur framburður Thomasar lengt áfallið þannig að sorgarferli hafi ekki byrjað. Margir viljað vera í beinum samskiptum við fjölskylduna Umræður á samfélagsmiðlum hafi einnig reynt mikið á auk þess sem margir hafi viljað vera í beinum samskiptum við fjölskylduna. Þannig hafi ókunnugir bankað upp á fjölskyldunni, eitthvað sem ekki hafi þjónað neinum tilgangi. Þá gagnrýndi Hanna Lára fjölmiðla og umfjöllun þeirra af réttarhöldunum harðlega. Sagði hann að fjölmiðlafár og nánast beinar útsendingar úr réttarhöldunum hefðu aukið vanlíðan foreldranna. Vissulega hefðu fjölmiðlar skyldum að gegna en sumir fjölmiðlar hefðu farið offari og verið nákvæmir í lýsingum. Þetta hefði valdið óbærilegum sársauka og sagði réttargæslumaðurinn að fjölmiðlar ættu að endurskoða það hvernig fréttaflutningur er af málum sem þessum. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir „Átján ára fangelsisrefsing er algjört lágmark“ Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, telur það algjört lágmark að Héraðsdómur Reykjaness dæmi Thomas Olsen í átján ára fangelsi en hann er ákærður bæði fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. 1. september 2017 14:22 Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00 „Þú myrtir þessa stelpu“ Var Grímur Grímsson spurður hvort að fullyrðingar lögreglumanns við skýrslutöku rímuðu við hlutlægnisskyldu lögreglunnar. 1. september 2017 12:52 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira
Hanna Lára Helgadóttir, réttargæslumaður foreldra Birnu Brjánsdóttur fór hörðum orðum um fjölmiðla og umfjöllun þeirra um málið við munnlegan málflutning í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. Sagði hún umfjöllun fjölmiðla hafa haft mikil áhrif á fjölskylduna og aukið vanlíðan foreldranna. Hanna Lára gerði grein fyrir kröfum foreldra Birnu í málinu en Thomas Olsen er ákærður fyrir að hafa orðið dóttur þeirra að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Foreldrar Birnu leggja fram einkaréttarkröfur í málinu og krefjast hvort um sig miskabóta frá Thomasi. Réttargæslumaðurinn fór yfir það hversu mikil og slæm áhrif málið allt hefur haft á líðan þeirra.Margfalt áfall fyrir fjölskyldu Birnu Í máli hennar kom fram að bæði faðir og móðir Birnu séu greind með áfallastreitu á háu stigi enda væri það mikið áfall að missa barn sitt með þeim hrottafengna hætti sem um ræddi í málinu. Áfallið væri margfalt. Hanna Lára sagði að bæði foreldrar Birnu sem og bróðir hennar væru í raun að bíða af sér veðrið. Þannig hafi umræða, afskipti og fréttaflutningur haft mikil áhrif á fjölskylduna og þættir eins og breyttur framburður Thomasar lengt áfallið þannig að sorgarferli hafi ekki byrjað. Margir viljað vera í beinum samskiptum við fjölskylduna Umræður á samfélagsmiðlum hafi einnig reynt mikið á auk þess sem margir hafi viljað vera í beinum samskiptum við fjölskylduna. Þannig hafi ókunnugir bankað upp á fjölskyldunni, eitthvað sem ekki hafi þjónað neinum tilgangi. Þá gagnrýndi Hanna Lára fjölmiðla og umfjöllun þeirra af réttarhöldunum harðlega. Sagði hann að fjölmiðlafár og nánast beinar útsendingar úr réttarhöldunum hefðu aukið vanlíðan foreldranna. Vissulega hefðu fjölmiðlar skyldum að gegna en sumir fjölmiðlar hefðu farið offari og verið nákvæmir í lýsingum. Þetta hefði valdið óbærilegum sársauka og sagði réttargæslumaðurinn að fjölmiðlar ættu að endurskoða það hvernig fréttaflutningur er af málum sem þessum.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir „Átján ára fangelsisrefsing er algjört lágmark“ Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, telur það algjört lágmark að Héraðsdómur Reykjaness dæmi Thomas Olsen í átján ára fangelsi en hann er ákærður bæði fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. 1. september 2017 14:22 Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00 „Þú myrtir þessa stelpu“ Var Grímur Grímsson spurður hvort að fullyrðingar lögreglumanns við skýrslutöku rímuðu við hlutlægnisskyldu lögreglunnar. 1. september 2017 12:52 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira
„Átján ára fangelsisrefsing er algjört lágmark“ Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, telur það algjört lágmark að Héraðsdómur Reykjaness dæmi Thomas Olsen í átján ára fangelsi en hann er ákærður bæði fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. 1. september 2017 14:22
Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00
„Þú myrtir þessa stelpu“ Var Grímur Grímsson spurður hvort að fullyrðingar lögreglumanns við skýrslutöku rímuðu við hlutlægnisskyldu lögreglunnar. 1. september 2017 12:52