Duterte vill meiri tíma til að berjast við ISIS Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. júlí 2017 07:00 Duterte ætlar þó ekki að útrýma ISIS sjálfur með þessari skammbyssu. Hún og 2.999 aðrar voru afhentar hermönnum í Maníla í gær. Vísir/AFP Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, bað þing ríkisins í gær um að framlengja gildistíma herlaga á eyjunni Mindanao. Vill forsetinn að það sé gert svo að her ríkisins hafi nægan tíma til þess að útrýma hersveitum hryðjuverkasamtakanna ISIS sem hafa hreiðrað um sig í borginni Marawi. „Helsti tilgangur framlengingarinnar væri að leyfa hermönnum okkar að halda áfram aðgerðum sínum án þess að þeir þurfi að hafa áhyggjur af því að þeir séu að falla á tíma. Þannig myndu þeir geta einbeitt sér alfarið að frelsun Marawi og endurbyggingu borgarinnar,“ sagði Ernesto Abella, talsmaður forsetans, er hann las bréf forsetans fyrir þingmenn. Stríðsástand hefur ríkt í Marawi í nærri tvo mánuði eða allt frá því að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Maute, er hafa svarið ISIS hollustu og hafa áður barist við filippseyska herinn, hófu skothríð á lögreglu í hverfinu Basak Malutlut í Marawi aðfaranótt 23. maí síðastliðins. Greindu þarlendir fjölmiðlar frá því að vígamennirnir hafi tekið filippseyska fánann niður af Amai Pakpak-sjúkrahúsinu og skipt honum út fyrir svartan og hvítan fána Íslamska ríkisins. Reuters greinir frá því að síðan þá hafi her ríkisins kljáðst við ISIS-liða á landi en jafnframt beitt loftárásum og sprengjuvopnum. Samkvæmt opinberri tölfræði frá filippseyska ríkinu hafa 413 skæruliðar fallið í átökunum, 98 filippseyskir hermenn og 45 almennir borgarar. Ekki er svo komið að liðsmenn hins upprunalega ISIS séu farnir að flykkjast til Marawi frá Mið-Austurlöndum heldur er um að ræða fern hryðjuverkasamtök sem hafa svarið ISIS hollustu og aðhyllast sömu hugmyndafræði. Eru það Maute, Abu Sayyaf, BIFF og Ansar Khalifa. Samkvæmt Long War Journal er samanlagður styrkur hópanna um 500 hermenn. Þar af er rúmur helmingur meðlimur Maute-samtakanna, alls 300. Sextíu berjast fyrir Abu Sayyaf og fjörutíu fyrir BIGG og Ansar Khalifa hvor um sig. Reuters greindi frá því í gær að skæruliðar reyndu nú að verja svæði sitt í helsta verslunarhverfi borgarinnar. Það væri þó ekkert nema rústir einar eftir linnulausar sprengjuárásir hersins. Angraði það borgarbúa mjög sem margir hverjir væru nú heimilis- og atvinnulausir. Stjórnarandstæðingar eru þó ekki hrifnir af bón forsetans um framlengingu á gildistíma herlaga á Mindanao, en eyjan er álíka stór og Ísland. Samkvæmt filippseyskum lögum skal gildistími laganna vera sextíu dagar en Duterte vill framlengja um sextíu daga til viðbótar. Til þess þarf samþykki þingsins. Antonio Trillanes, öldungadeildarþingmaður og einn helsti andstæðingur Dutertes, sagði bón forsetans til marks um ævintýralega mikla misbeitingu valds. „Ég hef áður varað við alræðisstefnu Dutertes og hér sannast orð mín enn á ný,“ segir í tilkynningu sem Trillanes sendi frá sér í gær. Reuters segir herlög hafa lengi þótt viðkvæmt mál á Filippseyjum en þau heimila miklar persónunjósnir, handtökur án tilskipana og auka jafnframt vald lögreglunnar. Segir Reuters herlög vekja upp minningar af ógnarstjórn einræðisherrans Ferdinands Marcos á áttunda áratugnum sem hefur verið sakaður um að ýkja ógnir við öryggi landsins til að viðhalda herlögum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, bað þing ríkisins í gær um að framlengja gildistíma herlaga á eyjunni Mindanao. Vill forsetinn að það sé gert svo að her ríkisins hafi nægan tíma til þess að útrýma hersveitum hryðjuverkasamtakanna ISIS sem hafa hreiðrað um sig í borginni Marawi. „Helsti tilgangur framlengingarinnar væri að leyfa hermönnum okkar að halda áfram aðgerðum sínum án þess að þeir þurfi að hafa áhyggjur af því að þeir séu að falla á tíma. Þannig myndu þeir geta einbeitt sér alfarið að frelsun Marawi og endurbyggingu borgarinnar,“ sagði Ernesto Abella, talsmaður forsetans, er hann las bréf forsetans fyrir þingmenn. Stríðsástand hefur ríkt í Marawi í nærri tvo mánuði eða allt frá því að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Maute, er hafa svarið ISIS hollustu og hafa áður barist við filippseyska herinn, hófu skothríð á lögreglu í hverfinu Basak Malutlut í Marawi aðfaranótt 23. maí síðastliðins. Greindu þarlendir fjölmiðlar frá því að vígamennirnir hafi tekið filippseyska fánann niður af Amai Pakpak-sjúkrahúsinu og skipt honum út fyrir svartan og hvítan fána Íslamska ríkisins. Reuters greinir frá því að síðan þá hafi her ríkisins kljáðst við ISIS-liða á landi en jafnframt beitt loftárásum og sprengjuvopnum. Samkvæmt opinberri tölfræði frá filippseyska ríkinu hafa 413 skæruliðar fallið í átökunum, 98 filippseyskir hermenn og 45 almennir borgarar. Ekki er svo komið að liðsmenn hins upprunalega ISIS séu farnir að flykkjast til Marawi frá Mið-Austurlöndum heldur er um að ræða fern hryðjuverkasamtök sem hafa svarið ISIS hollustu og aðhyllast sömu hugmyndafræði. Eru það Maute, Abu Sayyaf, BIFF og Ansar Khalifa. Samkvæmt Long War Journal er samanlagður styrkur hópanna um 500 hermenn. Þar af er rúmur helmingur meðlimur Maute-samtakanna, alls 300. Sextíu berjast fyrir Abu Sayyaf og fjörutíu fyrir BIGG og Ansar Khalifa hvor um sig. Reuters greindi frá því í gær að skæruliðar reyndu nú að verja svæði sitt í helsta verslunarhverfi borgarinnar. Það væri þó ekkert nema rústir einar eftir linnulausar sprengjuárásir hersins. Angraði það borgarbúa mjög sem margir hverjir væru nú heimilis- og atvinnulausir. Stjórnarandstæðingar eru þó ekki hrifnir af bón forsetans um framlengingu á gildistíma herlaga á Mindanao, en eyjan er álíka stór og Ísland. Samkvæmt filippseyskum lögum skal gildistími laganna vera sextíu dagar en Duterte vill framlengja um sextíu daga til viðbótar. Til þess þarf samþykki þingsins. Antonio Trillanes, öldungadeildarþingmaður og einn helsti andstæðingur Dutertes, sagði bón forsetans til marks um ævintýralega mikla misbeitingu valds. „Ég hef áður varað við alræðisstefnu Dutertes og hér sannast orð mín enn á ný,“ segir í tilkynningu sem Trillanes sendi frá sér í gær. Reuters segir herlög hafa lengi þótt viðkvæmt mál á Filippseyjum en þau heimila miklar persónunjósnir, handtökur án tilskipana og auka jafnframt vald lögreglunnar. Segir Reuters herlög vekja upp minningar af ógnarstjórn einræðisherrans Ferdinands Marcos á áttunda áratugnum sem hefur verið sakaður um að ýkja ógnir við öryggi landsins til að viðhalda herlögum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira