Stytta ferðatímann milli London og Keflavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júlí 2017 20:30 Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að hefja beint flug til Íslands í haust frá London City-flugvellinum, sem styttir ferðatímann frá miðborg Lundúna. Um þetta var fjallað í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það telst vart til tíðinda lengur að erlend flugfélög tilkynni um fleiri flugferðir og brottfararstaði til Íslands. Tilkynning British Airways í gær vekur þó sérstaka athygli vegna flugvallarins, sem bætist nú við flóru áfangastaða, en það er London City-flugvöllurinn í fjármálahverfi Lundúna. Flugbrautin er aðeins 1.500 metra löng. Fjær sést í ána Thames og O2-tónleikahöllina.Mynd/London City Airport.Flugvöllurinn er ekki nema þrjátíu ára gamall og sá lang minnsti á Lundúnasvæðinu, með aðeins einni 1500 metra langri flugbraut, en þess má geta að brautin á Ísafjarðarflugvelli er litlu styttri, eða 1400 metrar. Aðflugið að London City-vellinum er rétt yfir háhýsum fjármálahverfisins en vegna þeirra og til að draga úr hávaðamengun yfir miðborg Lundúna er gerð krafa um óvenju bratt aðflug. Þannig er gert að skilyrði að aðflugshalli sé 5,5 gráður, sem er tvöfalt brattara aðflug en almennt tíðkast, sem þýðir að ónæði fyrir borgarbúa verður minna.Gerð er krafa um tvöfalt brattara aðflug en almennt tíðkast til að draga úr ónæði yfir miðborg Lundúna.Mynd/British Airways.Stærstu kostir vallarins eru tímasparnaður farþega, ekki aðeins vegna staðsetningar hans inni í borginni heldur einnig vegna þess að innritunartími farþega er styttri en á Heathrow og Gatwick. British Airways ætlar að nota litlar farþegaþotur af gerðinni Embraer til Íslandsflugsins en þær eru með fjögur sæti í röð og taka tæplega 100 farþega. Flugið hefst í október og verður flogið tvisvar í viku til Keflavíkur, á fimmtudögum og sunnudögum. Einungis verður flogið yfir vetrartímann enda ætlar breska flugfélagið sérstaklega að höfða til þeirra sem ætla í stutta borgarferð yfir helgi.Þotur af gerðinni Embraer verða notaðar í fluginu milli London City-vallarins og Keflavíkur. Styttri gerðin, Embraer 170, tekur 76 farþega, en sú lengri, Embraer 190, tekur 98 farþega.Mynd/British Airways. Tengdar fréttir Áttatíu flugferðir á viku til Lundúna næsta vetur Upplýsingafulltrúi Isavia segir óskum um afgreiðslutíma næsta vetur hafa fjölgað um þrjátíu prósent. 28. júní 2017 12:48 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að hefja beint flug til Íslands í haust frá London City-flugvellinum, sem styttir ferðatímann frá miðborg Lundúna. Um þetta var fjallað í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það telst vart til tíðinda lengur að erlend flugfélög tilkynni um fleiri flugferðir og brottfararstaði til Íslands. Tilkynning British Airways í gær vekur þó sérstaka athygli vegna flugvallarins, sem bætist nú við flóru áfangastaða, en það er London City-flugvöllurinn í fjármálahverfi Lundúna. Flugbrautin er aðeins 1.500 metra löng. Fjær sést í ána Thames og O2-tónleikahöllina.Mynd/London City Airport.Flugvöllurinn er ekki nema þrjátíu ára gamall og sá lang minnsti á Lundúnasvæðinu, með aðeins einni 1500 metra langri flugbraut, en þess má geta að brautin á Ísafjarðarflugvelli er litlu styttri, eða 1400 metrar. Aðflugið að London City-vellinum er rétt yfir háhýsum fjármálahverfisins en vegna þeirra og til að draga úr hávaðamengun yfir miðborg Lundúna er gerð krafa um óvenju bratt aðflug. Þannig er gert að skilyrði að aðflugshalli sé 5,5 gráður, sem er tvöfalt brattara aðflug en almennt tíðkast, sem þýðir að ónæði fyrir borgarbúa verður minna.Gerð er krafa um tvöfalt brattara aðflug en almennt tíðkast til að draga úr ónæði yfir miðborg Lundúna.Mynd/British Airways.Stærstu kostir vallarins eru tímasparnaður farþega, ekki aðeins vegna staðsetningar hans inni í borginni heldur einnig vegna þess að innritunartími farþega er styttri en á Heathrow og Gatwick. British Airways ætlar að nota litlar farþegaþotur af gerðinni Embraer til Íslandsflugsins en þær eru með fjögur sæti í röð og taka tæplega 100 farþega. Flugið hefst í október og verður flogið tvisvar í viku til Keflavíkur, á fimmtudögum og sunnudögum. Einungis verður flogið yfir vetrartímann enda ætlar breska flugfélagið sérstaklega að höfða til þeirra sem ætla í stutta borgarferð yfir helgi.Þotur af gerðinni Embraer verða notaðar í fluginu milli London City-vallarins og Keflavíkur. Styttri gerðin, Embraer 170, tekur 76 farþega, en sú lengri, Embraer 190, tekur 98 farþega.Mynd/British Airways.
Tengdar fréttir Áttatíu flugferðir á viku til Lundúna næsta vetur Upplýsingafulltrúi Isavia segir óskum um afgreiðslutíma næsta vetur hafa fjölgað um þrjátíu prósent. 28. júní 2017 12:48 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Áttatíu flugferðir á viku til Lundúna næsta vetur Upplýsingafulltrúi Isavia segir óskum um afgreiðslutíma næsta vetur hafa fjölgað um þrjátíu prósent. 28. júní 2017 12:48