Stytta ferðatímann milli London og Keflavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júlí 2017 20:30 Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að hefja beint flug til Íslands í haust frá London City-flugvellinum, sem styttir ferðatímann frá miðborg Lundúna. Um þetta var fjallað í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það telst vart til tíðinda lengur að erlend flugfélög tilkynni um fleiri flugferðir og brottfararstaði til Íslands. Tilkynning British Airways í gær vekur þó sérstaka athygli vegna flugvallarins, sem bætist nú við flóru áfangastaða, en það er London City-flugvöllurinn í fjármálahverfi Lundúna. Flugbrautin er aðeins 1.500 metra löng. Fjær sést í ána Thames og O2-tónleikahöllina.Mynd/London City Airport.Flugvöllurinn er ekki nema þrjátíu ára gamall og sá lang minnsti á Lundúnasvæðinu, með aðeins einni 1500 metra langri flugbraut, en þess má geta að brautin á Ísafjarðarflugvelli er litlu styttri, eða 1400 metrar. Aðflugið að London City-vellinum er rétt yfir háhýsum fjármálahverfisins en vegna þeirra og til að draga úr hávaðamengun yfir miðborg Lundúna er gerð krafa um óvenju bratt aðflug. Þannig er gert að skilyrði að aðflugshalli sé 5,5 gráður, sem er tvöfalt brattara aðflug en almennt tíðkast, sem þýðir að ónæði fyrir borgarbúa verður minna.Gerð er krafa um tvöfalt brattara aðflug en almennt tíðkast til að draga úr ónæði yfir miðborg Lundúna.Mynd/British Airways.Stærstu kostir vallarins eru tímasparnaður farþega, ekki aðeins vegna staðsetningar hans inni í borginni heldur einnig vegna þess að innritunartími farþega er styttri en á Heathrow og Gatwick. British Airways ætlar að nota litlar farþegaþotur af gerðinni Embraer til Íslandsflugsins en þær eru með fjögur sæti í röð og taka tæplega 100 farþega. Flugið hefst í október og verður flogið tvisvar í viku til Keflavíkur, á fimmtudögum og sunnudögum. Einungis verður flogið yfir vetrartímann enda ætlar breska flugfélagið sérstaklega að höfða til þeirra sem ætla í stutta borgarferð yfir helgi.Þotur af gerðinni Embraer verða notaðar í fluginu milli London City-vallarins og Keflavíkur. Styttri gerðin, Embraer 170, tekur 76 farþega, en sú lengri, Embraer 190, tekur 98 farþega.Mynd/British Airways. Tengdar fréttir Áttatíu flugferðir á viku til Lundúna næsta vetur Upplýsingafulltrúi Isavia segir óskum um afgreiðslutíma næsta vetur hafa fjölgað um þrjátíu prósent. 28. júní 2017 12:48 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að hefja beint flug til Íslands í haust frá London City-flugvellinum, sem styttir ferðatímann frá miðborg Lundúna. Um þetta var fjallað í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það telst vart til tíðinda lengur að erlend flugfélög tilkynni um fleiri flugferðir og brottfararstaði til Íslands. Tilkynning British Airways í gær vekur þó sérstaka athygli vegna flugvallarins, sem bætist nú við flóru áfangastaða, en það er London City-flugvöllurinn í fjármálahverfi Lundúna. Flugbrautin er aðeins 1.500 metra löng. Fjær sést í ána Thames og O2-tónleikahöllina.Mynd/London City Airport.Flugvöllurinn er ekki nema þrjátíu ára gamall og sá lang minnsti á Lundúnasvæðinu, með aðeins einni 1500 metra langri flugbraut, en þess má geta að brautin á Ísafjarðarflugvelli er litlu styttri, eða 1400 metrar. Aðflugið að London City-vellinum er rétt yfir háhýsum fjármálahverfisins en vegna þeirra og til að draga úr hávaðamengun yfir miðborg Lundúna er gerð krafa um óvenju bratt aðflug. Þannig er gert að skilyrði að aðflugshalli sé 5,5 gráður, sem er tvöfalt brattara aðflug en almennt tíðkast, sem þýðir að ónæði fyrir borgarbúa verður minna.Gerð er krafa um tvöfalt brattara aðflug en almennt tíðkast til að draga úr ónæði yfir miðborg Lundúna.Mynd/British Airways.Stærstu kostir vallarins eru tímasparnaður farþega, ekki aðeins vegna staðsetningar hans inni í borginni heldur einnig vegna þess að innritunartími farþega er styttri en á Heathrow og Gatwick. British Airways ætlar að nota litlar farþegaþotur af gerðinni Embraer til Íslandsflugsins en þær eru með fjögur sæti í röð og taka tæplega 100 farþega. Flugið hefst í október og verður flogið tvisvar í viku til Keflavíkur, á fimmtudögum og sunnudögum. Einungis verður flogið yfir vetrartímann enda ætlar breska flugfélagið sérstaklega að höfða til þeirra sem ætla í stutta borgarferð yfir helgi.Þotur af gerðinni Embraer verða notaðar í fluginu milli London City-vallarins og Keflavíkur. Styttri gerðin, Embraer 170, tekur 76 farþega, en sú lengri, Embraer 190, tekur 98 farþega.Mynd/British Airways.
Tengdar fréttir Áttatíu flugferðir á viku til Lundúna næsta vetur Upplýsingafulltrúi Isavia segir óskum um afgreiðslutíma næsta vetur hafa fjölgað um þrjátíu prósent. 28. júní 2017 12:48 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Áttatíu flugferðir á viku til Lundúna næsta vetur Upplýsingafulltrúi Isavia segir óskum um afgreiðslutíma næsta vetur hafa fjölgað um þrjátíu prósent. 28. júní 2017 12:48