Hallbera: Byrjum með hreint blað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2017 08:00 Hallbera og stöllur hennar í íslenska landsliðinu taka á móti Færeyingum á mánudaginn. vísir/ernir „Það er alltaf gaman að koma heim og spila á Laugardalsvelli. Við erum að byrja nýja keppni og byrjum með hreint blað,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska landsliðsins í gær. Íslenska liðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn gegn Færeyjum í undankeppni HM á mánudaginn. Þetta er fyrsti leikur stelpnanna okkar eftir vonbrigðin á EM í sumar. „Þetta er ekki auðveldur riðill þótt hann líti út fyrir að vera það. Við þurfum að spila mjög vel til að ná 2. sætinu. Auðvitað erum Þjóðverjarnir líklegir til að taka 1. sætið. Við þurfum að klára svona leiki eins og á mánudaginn. Það er klárt mál,“ sagði Hallbera. Sem kunnugt er vann Ísland ekki leik á EM í Hollandi. Hallbera segir að það hafi tekið tíma að hrista vonbrigðin af sér. „Það tók smá stund. En það hjálpaði að fara aftur til félagsliðsins og byrja að spila þar. Þá jafnaði maður sig á þessu. Við erum búnar að loka þessum kafla og ég held að allir hlakki til að byrja á nýju móti,“ sagði Hallbera. Skagakonan leikur með Djurgården sem situr í 4. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Hún segir að staða liðsins sé nokkuð góð. „Það hefur ekkert gengið alltof vel undanfarin ár svo 4. sætið er flott eins og er. Við höfum verið á góðu róli að undanförnu og vonandi heldur það áfram,“ sagði Hallbera sem kveðst ánægð með dvölina í Svíþjóð. En vill hún vera áfram hjá Djurgården, eða halda áfram í atvinnumennsku. „Ég þarf að skoða hvað ég geri. Ég þarf bara að fara að huga að framtíðinni, hvort ég fari að vinna eða ekki. En það er frábært að geta einbeitt sér að fótboltanum. Ég skoða málin eftir tímabilið,“ sagði Hallbera að endingu. Fótbolti Tengdar fréttir Freyr: Reynir á liðið andlega eftir rússíbanann í sumar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því færeyska í fyrsta leik sínum í undankeppni HM á mánudaginn. 13. september 2017 19:00 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Sjá meira
„Það er alltaf gaman að koma heim og spila á Laugardalsvelli. Við erum að byrja nýja keppni og byrjum með hreint blað,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska landsliðsins í gær. Íslenska liðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn gegn Færeyjum í undankeppni HM á mánudaginn. Þetta er fyrsti leikur stelpnanna okkar eftir vonbrigðin á EM í sumar. „Þetta er ekki auðveldur riðill þótt hann líti út fyrir að vera það. Við þurfum að spila mjög vel til að ná 2. sætinu. Auðvitað erum Þjóðverjarnir líklegir til að taka 1. sætið. Við þurfum að klára svona leiki eins og á mánudaginn. Það er klárt mál,“ sagði Hallbera. Sem kunnugt er vann Ísland ekki leik á EM í Hollandi. Hallbera segir að það hafi tekið tíma að hrista vonbrigðin af sér. „Það tók smá stund. En það hjálpaði að fara aftur til félagsliðsins og byrja að spila þar. Þá jafnaði maður sig á þessu. Við erum búnar að loka þessum kafla og ég held að allir hlakki til að byrja á nýju móti,“ sagði Hallbera. Skagakonan leikur með Djurgården sem situr í 4. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Hún segir að staða liðsins sé nokkuð góð. „Það hefur ekkert gengið alltof vel undanfarin ár svo 4. sætið er flott eins og er. Við höfum verið á góðu róli að undanförnu og vonandi heldur það áfram,“ sagði Hallbera sem kveðst ánægð með dvölina í Svíþjóð. En vill hún vera áfram hjá Djurgården, eða halda áfram í atvinnumennsku. „Ég þarf að skoða hvað ég geri. Ég þarf bara að fara að huga að framtíðinni, hvort ég fari að vinna eða ekki. En það er frábært að geta einbeitt sér að fótboltanum. Ég skoða málin eftir tímabilið,“ sagði Hallbera að endingu.
Fótbolti Tengdar fréttir Freyr: Reynir á liðið andlega eftir rússíbanann í sumar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því færeyska í fyrsta leik sínum í undankeppni HM á mánudaginn. 13. september 2017 19:00 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Sjá meira
Freyr: Reynir á liðið andlega eftir rússíbanann í sumar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því færeyska í fyrsta leik sínum í undankeppni HM á mánudaginn. 13. september 2017 19:00