Nýliðar á þingi ekki setið auðum höndum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. nóvember 2017 06:00 Inga, Helga Vala og Bergþór eru spennt fyrir komandi dögum. vísir/anton/anton/miðflokkurinn Mánuður er nú frá alþingiskosningum en nýir þingmenn segjast ekki hafa setið auðum höndum þó þing hafi ekki enn verið kallað saman. Fréttablaðið tók stöðuna á oddvitum þriggja flokka utan stjórnarmyndunarviðræðnanna til að forvitnast um hvað þeir hafi aðhafst. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var í óðaönn að pakka saman á lögmannsskrifstofu sinni þegar blaðamaður náði tali af henni í gær. „Ég hef verið að ganga frá og úthluta verkefnum á lögmannsstofunni minni og er núna á leið í IKEA að kaupa pappakassa undir dótið mitt þar. Ég er að pakka saman.“ Hennar fyrsta verkefni sem þingmanns var að sitja ásamt öðrum nýliðum námskeið hjá skrifstofu Alþingis. Fyrstu vikuna hafi hún verið upptekin í stjórnarmyndun. „Þingflokkur Samfylkingar stóð þétt saman í því. Þegar ljóst varð að við værum ekki á leið í ríkisstjórn fórum við að undirbúa þingmál.“ Helga Vala kveðst ekki hafa getað setið auðum höndum og er spennt fyrir komandi þingi. „Ég hlakka til að taka til starfa. Hér bíða fjölmörg verkefni okkar, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu. Við þurfum að vera á tánum.“ Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, tekur undir þetta. Segir að það hafi verið nokkurt verk að setja sig inn í það sem koma skal og ganga frá lausum endum frá fyrri störfum. „Einhver tími hefur farið í að losa sig frá fyrri verkefnum þegar svona breyting verður á högum fólks. Greinaskrif og að fylgjast með pólitíska ástandinu hverju sinni.“ Hann hafi ekki upplifað sig aðgerðalausan. „Þó það sé réttilega sagt að menn þurfi að hafa tilfinningu fyrir því að vinna fyrir laununum þá hefur verið í býsna mörg horn að líta þennan fyrsta mánuð. Ég hef ekki upplifað mig aðgerðalausan, sem betur fer.“ Það leggst ágætlega í Bergþór að byrja í stjórnarandstöðu og telur hann að það sé ekki alslæmt fyrir nýjan flokk. „Vonandi tekst okkur að veita þétt og gott aðhald og styðja góð mál. Það er ágætis fólk í þessum flokkum sem eru að ná saman en það verður ekki allt gott sem frá þeim kemur. Þá verðum við klár.“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hafa byrjað af krafti. Nýliðanámskeiðið hafi verið gagnlegt og þingflokkurinn fundað stíft. „Við erum að kynnast því sem koma skal. Fá til okkar góða gesti, fólk sem getur uppfrætt og hjálpað okkur á þeirri vegferð sem við vorum kosin til að berjast fyrir.“ Inga segir að mest hafi komið á óvart það öryggisnet sem taki utan um nýja þingmenn. Ríflega hundrað starfsmenn þingsins aðstoði kjörna fulltrúa í einu og öllu. „Þú finnur um leið og þú kemur inn að það er enginn vanmáttur. Þú getur tekist á við hvað sem er með góðum stuðningi. Ég hlakka til, er þakklát fyrir þetta tækifæri og vona að ég standi undir trausti kjósenda.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Mánuður er nú frá alþingiskosningum en nýir þingmenn segjast ekki hafa setið auðum höndum þó þing hafi ekki enn verið kallað saman. Fréttablaðið tók stöðuna á oddvitum þriggja flokka utan stjórnarmyndunarviðræðnanna til að forvitnast um hvað þeir hafi aðhafst. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var í óðaönn að pakka saman á lögmannsskrifstofu sinni þegar blaðamaður náði tali af henni í gær. „Ég hef verið að ganga frá og úthluta verkefnum á lögmannsstofunni minni og er núna á leið í IKEA að kaupa pappakassa undir dótið mitt þar. Ég er að pakka saman.“ Hennar fyrsta verkefni sem þingmanns var að sitja ásamt öðrum nýliðum námskeið hjá skrifstofu Alþingis. Fyrstu vikuna hafi hún verið upptekin í stjórnarmyndun. „Þingflokkur Samfylkingar stóð þétt saman í því. Þegar ljóst varð að við værum ekki á leið í ríkisstjórn fórum við að undirbúa þingmál.“ Helga Vala kveðst ekki hafa getað setið auðum höndum og er spennt fyrir komandi þingi. „Ég hlakka til að taka til starfa. Hér bíða fjölmörg verkefni okkar, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu. Við þurfum að vera á tánum.“ Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, tekur undir þetta. Segir að það hafi verið nokkurt verk að setja sig inn í það sem koma skal og ganga frá lausum endum frá fyrri störfum. „Einhver tími hefur farið í að losa sig frá fyrri verkefnum þegar svona breyting verður á högum fólks. Greinaskrif og að fylgjast með pólitíska ástandinu hverju sinni.“ Hann hafi ekki upplifað sig aðgerðalausan. „Þó það sé réttilega sagt að menn þurfi að hafa tilfinningu fyrir því að vinna fyrir laununum þá hefur verið í býsna mörg horn að líta þennan fyrsta mánuð. Ég hef ekki upplifað mig aðgerðalausan, sem betur fer.“ Það leggst ágætlega í Bergþór að byrja í stjórnarandstöðu og telur hann að það sé ekki alslæmt fyrir nýjan flokk. „Vonandi tekst okkur að veita þétt og gott aðhald og styðja góð mál. Það er ágætis fólk í þessum flokkum sem eru að ná saman en það verður ekki allt gott sem frá þeim kemur. Þá verðum við klár.“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hafa byrjað af krafti. Nýliðanámskeiðið hafi verið gagnlegt og þingflokkurinn fundað stíft. „Við erum að kynnast því sem koma skal. Fá til okkar góða gesti, fólk sem getur uppfrætt og hjálpað okkur á þeirri vegferð sem við vorum kosin til að berjast fyrir.“ Inga segir að mest hafi komið á óvart það öryggisnet sem taki utan um nýja þingmenn. Ríflega hundrað starfsmenn þingsins aðstoði kjörna fulltrúa í einu og öllu. „Þú finnur um leið og þú kemur inn að það er enginn vanmáttur. Þú getur tekist á við hvað sem er með góðum stuðningi. Ég hlakka til, er þakklát fyrir þetta tækifæri og vona að ég standi undir trausti kjósenda.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira