Þjálfarinn handtekinn eftir 12-0 tap á móti Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2017 13:30 Barcelona er ekki grunað um neitt saknæmt en varalið félagsins spilaði umræddan leik. Vísir/Getty Ítalski þjálfarinn Filippo di Pierro var handtekinn eftir að lið hans tapaði 12-0 á móti b-liði Barcelona um helgina. Filippo di Pierro stýrir liði Eldense sem féll úr spænsku C-deildinni eftir tapaði á móri varaliði Börsunga. Ástæður handtökunnar voru grunur um að Filippo di Pierro hafi hagrætt úrslitum í leiknum. Leikmenn Barcelona-liðsins liggja ekki undir grun. BBC segir frá. Di Pierro tók við liði Eldense í janúar en það var ítalskt fjárfestingarfélag sem réði hann og umrætt félag hefur síðan náð meiri völdum innan klúbbsins. 12-0 tapið á móti Barcelona var metjöfnun á stærsta sigri liðs í spænsku C-deildinni. Daginn eftir tilkynnti félagið að það ætlaði ekki að spila fleiri leiki á tímabilinu en hefur síðan dregið þá yfirlýsingu til baka og ætlar nú að klára tímabilið. Emmanuel Mendy, varnarmaður Eldense, hefur talað opinberlega um aðferðir ítalska þjálfarans en það gerði hann í útvarpsviðtali. Mendy sagði frá því að aðstoðarþjálfarinn Fran Ruiz hafi komið til hans. „Hann spurði mig hvort ég væri með í þessu og hvað ég vildi fá mikið. Jafnframt sagði hann mér að ég myndi ekki spila leikinn nema ef ég væri með í þessu,“ sagði Emmanuel Mendy. Aðstoðarþjálfarinn Fran Ruiz hefur sagt að skipanir til hans hafi komið að ofan. „Þetta kom frá þjálfaranum. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég var á milli steins og sleggju. Ég sagði ekki eitt einasta orð á bekknum, gerði engar skiptingar og sendi engan að hita upp. Ég sagði síðan starfi mínu lausu eftir leikinn,“ sagði Fran Ruiz. Spænski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Ítalski þjálfarinn Filippo di Pierro var handtekinn eftir að lið hans tapaði 12-0 á móti b-liði Barcelona um helgina. Filippo di Pierro stýrir liði Eldense sem féll úr spænsku C-deildinni eftir tapaði á móri varaliði Börsunga. Ástæður handtökunnar voru grunur um að Filippo di Pierro hafi hagrætt úrslitum í leiknum. Leikmenn Barcelona-liðsins liggja ekki undir grun. BBC segir frá. Di Pierro tók við liði Eldense í janúar en það var ítalskt fjárfestingarfélag sem réði hann og umrætt félag hefur síðan náð meiri völdum innan klúbbsins. 12-0 tapið á móti Barcelona var metjöfnun á stærsta sigri liðs í spænsku C-deildinni. Daginn eftir tilkynnti félagið að það ætlaði ekki að spila fleiri leiki á tímabilinu en hefur síðan dregið þá yfirlýsingu til baka og ætlar nú að klára tímabilið. Emmanuel Mendy, varnarmaður Eldense, hefur talað opinberlega um aðferðir ítalska þjálfarans en það gerði hann í útvarpsviðtali. Mendy sagði frá því að aðstoðarþjálfarinn Fran Ruiz hafi komið til hans. „Hann spurði mig hvort ég væri með í þessu og hvað ég vildi fá mikið. Jafnframt sagði hann mér að ég myndi ekki spila leikinn nema ef ég væri með í þessu,“ sagði Emmanuel Mendy. Aðstoðarþjálfarinn Fran Ruiz hefur sagt að skipanir til hans hafi komið að ofan. „Þetta kom frá þjálfaranum. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég var á milli steins og sleggju. Ég sagði ekki eitt einasta orð á bekknum, gerði engar skiptingar og sendi engan að hita upp. Ég sagði síðan starfi mínu lausu eftir leikinn,“ sagði Fran Ruiz.
Spænski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti