Lögreglan með aukið eftirlit fram yfir páska Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. apríl 2017 06:00 Fleiri sérsveitarmenn voru á vakt um helgina en venja er vegna hryðjuverkanna í Stokkhólmi og sprengju sem fannst í Ósló. vísir/vilhelm Lögreglan mun hafa aukið eftirlit að minnsta kosti fram yfir páska vegna árásarinnar í Stokkhólmi fyrir helgi og atburðar í Ósló um helgina, þegar heimagerð sprengja fannst. Eftir að fréttir af árásinni í Svíþjóð bárust virkjaði greiningardeild Ríkislögreglustjóra verklag vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum. Í því fólust tilmæli til lögreglunnar á Suðurnesjum um að vera sérstaklega vakandi vegna flugumferðar, ákveðið var að fjölga sérsveitarmönnum á vakt og lögreglulið fékk tilmæli um að vera á varðbergi gagnvart grunsamlegum einstaklingum og óvenjulegum atburðum sem gætu tengst áformum um stórfellda ofbeldisglæpi. „En eins og staðan er núna höfum við ekki hækkað okkar viðbúnaðarstig og við náttúrlega vonumst til þess að ekkert þessu líkt gerist á Íslandi. En við reynum að vera viðbúin og útilokum að sjálfsögðu ekkert,“ segir Haraldur.Haraldur Johannessenvísir/gvaHann segir að auknu eftirliti verði haldið áfram, að minnsta kosti fram yfir páska. „Við ætlum að hafa okkar sérsveitarmenn áfram með sín vopn og fleiri sérsveitarmenn við vinnu fram yfir páska. Við erum líka að beina ákveðnum tilmælum til lögreglustjórans á Suðurnesjum varðandi vopnaburð í flugstöðinni,“ segir Haraldur. Þá beinir Ríkislögreglustjóri einnig tilmælum til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um aukið eftirlit á stöðum þar sem mikill fjöldi fólks kemur saman. „Það sem kallar á þetta eru ekki einungis atburðir í Stokkhólmi heldur líka það sem var að gerast í Ósló. Það er okkar mat að við þurfum að fylgjast mjög vel með hér á landi,“ segir Haraldur. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segir ráðuneyti sitt hafa verið í sambandi við Ríkislögreglustjóra eftir árásina í Stokkhólmi. Ráðuneytið var meðal annars upplýst um það verklag sem sett var í gang. Sigríður segir reynt að hafa almennan viðbúnað lögreglu í eins góðu horfi og hægt er á hverjum tíma. „Það eru allir tilbúnir til að vera eins vel í stakk búnir og hægt er,“ segir hún. Þá segir hún það alþjóðasamstarf sem Ísland er í á sviði landamæravörslu og löggæslu skipta miklu máli. „Við erum í Schengen-samstarfinu þar sem við höfum aðgang að tækjum og greiningarvinnu sem við nýtum okkur,“ segir Sigríður. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Lögreglan mun hafa aukið eftirlit að minnsta kosti fram yfir páska vegna árásarinnar í Stokkhólmi fyrir helgi og atburðar í Ósló um helgina, þegar heimagerð sprengja fannst. Eftir að fréttir af árásinni í Svíþjóð bárust virkjaði greiningardeild Ríkislögreglustjóra verklag vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum. Í því fólust tilmæli til lögreglunnar á Suðurnesjum um að vera sérstaklega vakandi vegna flugumferðar, ákveðið var að fjölga sérsveitarmönnum á vakt og lögreglulið fékk tilmæli um að vera á varðbergi gagnvart grunsamlegum einstaklingum og óvenjulegum atburðum sem gætu tengst áformum um stórfellda ofbeldisglæpi. „En eins og staðan er núna höfum við ekki hækkað okkar viðbúnaðarstig og við náttúrlega vonumst til þess að ekkert þessu líkt gerist á Íslandi. En við reynum að vera viðbúin og útilokum að sjálfsögðu ekkert,“ segir Haraldur.Haraldur Johannessenvísir/gvaHann segir að auknu eftirliti verði haldið áfram, að minnsta kosti fram yfir páska. „Við ætlum að hafa okkar sérsveitarmenn áfram með sín vopn og fleiri sérsveitarmenn við vinnu fram yfir páska. Við erum líka að beina ákveðnum tilmælum til lögreglustjórans á Suðurnesjum varðandi vopnaburð í flugstöðinni,“ segir Haraldur. Þá beinir Ríkislögreglustjóri einnig tilmælum til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um aukið eftirlit á stöðum þar sem mikill fjöldi fólks kemur saman. „Það sem kallar á þetta eru ekki einungis atburðir í Stokkhólmi heldur líka það sem var að gerast í Ósló. Það er okkar mat að við þurfum að fylgjast mjög vel með hér á landi,“ segir Haraldur. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segir ráðuneyti sitt hafa verið í sambandi við Ríkislögreglustjóra eftir árásina í Stokkhólmi. Ráðuneytið var meðal annars upplýst um það verklag sem sett var í gang. Sigríður segir reynt að hafa almennan viðbúnað lögreglu í eins góðu horfi og hægt er á hverjum tíma. „Það eru allir tilbúnir til að vera eins vel í stakk búnir og hægt er,“ segir hún. Þá segir hún það alþjóðasamstarf sem Ísland er í á sviði landamæravörslu og löggæslu skipta miklu máli. „Við erum í Schengen-samstarfinu þar sem við höfum aðgang að tækjum og greiningarvinnu sem við nýtum okkur,“ segir Sigríður.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira