Forstjóri United Airlines biðst afsökunar vegna farþegans sem var hent út Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. apríl 2017 21:17 Oscar Munoz, segir að flugfélagið muni sjá til þess að nokkuð þessu líkt muni ekki koma fyrir aftur. Vísir/Getty Forstjóri bandaríska flugfélagsins United Airlines, Oscar Munoz, hefur beðist opinberlega afsökunar fyrir hönd flugfélagsins, fyrir að hafa dregið farþega út úr vél á vegum félagsins, sem ekki vildi gefa upp sæti sitt í yfirbókuðu flugi. BBC greinir frá. Umrætt atvik átti sér stað um borð í vél félagsins nú á dögunum, sem fljúga átti frá Chicago til Louisville í Bandaríkjunum. Á flugvellinum var fjórum farþegum boðið að yfirgefa vélina gegn 400 dollara greiðslu, til að greiða götu fyrir fjórum starfsmönnum félagsins. Enginn lét þó tilleiðast og var því ákveðið að draga fjóra af handahófi. Þar með talið var læknir einn, sem alls ekki vildi yfirgefa sæti sitt, vinnu sinnar vegna og var þá brugðið á það ráð að draga hann úr vélinni, með valdi, í atviki sem náðist á myndband og vakti mikla athygli en læknirinn var meðal annars blóðugur í framan.Sjá einnig: Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðistAtvikið hefur meðal annars valdið því að hlutabréf í móðurfélagi flugfélagsins, United Continental Holdings, féllu um fjögur prósent í verði, vegna mikillar óánægju. Samkvæmt tilkynningu forstjórans er hann harmi sleginn vegna atviksins og „hafa myndbönd af atvikinu valdið honum miklu hugarangri.“ Hann segir að félagið muni fara yfir nákvæmlega hvað það var sem gerðist og „tryggja að nokkuð þessu líkt muni aldrei koma fyrir aftur.“ Ljóst er að forstjórinn hefur skipt um skoðun, en hann hafði nýlega varið ákvörðun áhafnarinnar og sagt hana eiga rétt á sér. Einn starfsmaður flugvallarins, sem tók þátt í því að draga lækninn úr flugvélinni, hefur verið settur í tímabundið leyfi á meðan rannsókn málsins stendur. Þá eru bandarísk flugmálayfirvöld jafnframt með það til rannsóknar, hvort að United flugfélagið hafi farið eftir settum reglum hvað varðar yfirbókanir, en allajafna er farþegum tilkynnt um slíkt áður en þeir eru mættir í flugvélina. Tengdar fréttir Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í flugvél United Airlines frá Chicago til Louisville í gær. 10. apríl 2017 11:30 Segir flugliða United hafa gert rétt þegar læknir var dreginn frá borði Forstjóri United flugfélagsins hefur varið ákvörðun flugliða um að láta draga farþega frá borði eftir að flugvél félagsins var yfirbókuð. 11. apríl 2017 10:26 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Forstjóri bandaríska flugfélagsins United Airlines, Oscar Munoz, hefur beðist opinberlega afsökunar fyrir hönd flugfélagsins, fyrir að hafa dregið farþega út úr vél á vegum félagsins, sem ekki vildi gefa upp sæti sitt í yfirbókuðu flugi. BBC greinir frá. Umrætt atvik átti sér stað um borð í vél félagsins nú á dögunum, sem fljúga átti frá Chicago til Louisville í Bandaríkjunum. Á flugvellinum var fjórum farþegum boðið að yfirgefa vélina gegn 400 dollara greiðslu, til að greiða götu fyrir fjórum starfsmönnum félagsins. Enginn lét þó tilleiðast og var því ákveðið að draga fjóra af handahófi. Þar með talið var læknir einn, sem alls ekki vildi yfirgefa sæti sitt, vinnu sinnar vegna og var þá brugðið á það ráð að draga hann úr vélinni, með valdi, í atviki sem náðist á myndband og vakti mikla athygli en læknirinn var meðal annars blóðugur í framan.Sjá einnig: Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðistAtvikið hefur meðal annars valdið því að hlutabréf í móðurfélagi flugfélagsins, United Continental Holdings, féllu um fjögur prósent í verði, vegna mikillar óánægju. Samkvæmt tilkynningu forstjórans er hann harmi sleginn vegna atviksins og „hafa myndbönd af atvikinu valdið honum miklu hugarangri.“ Hann segir að félagið muni fara yfir nákvæmlega hvað það var sem gerðist og „tryggja að nokkuð þessu líkt muni aldrei koma fyrir aftur.“ Ljóst er að forstjórinn hefur skipt um skoðun, en hann hafði nýlega varið ákvörðun áhafnarinnar og sagt hana eiga rétt á sér. Einn starfsmaður flugvallarins, sem tók þátt í því að draga lækninn úr flugvélinni, hefur verið settur í tímabundið leyfi á meðan rannsókn málsins stendur. Þá eru bandarísk flugmálayfirvöld jafnframt með það til rannsóknar, hvort að United flugfélagið hafi farið eftir settum reglum hvað varðar yfirbókanir, en allajafna er farþegum tilkynnt um slíkt áður en þeir eru mættir í flugvélina.
Tengdar fréttir Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í flugvél United Airlines frá Chicago til Louisville í gær. 10. apríl 2017 11:30 Segir flugliða United hafa gert rétt þegar læknir var dreginn frá borði Forstjóri United flugfélagsins hefur varið ákvörðun flugliða um að láta draga farþega frá borði eftir að flugvél félagsins var yfirbókuð. 11. apríl 2017 10:26 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í flugvél United Airlines frá Chicago til Louisville í gær. 10. apríl 2017 11:30
Segir flugliða United hafa gert rétt þegar læknir var dreginn frá borði Forstjóri United flugfélagsins hefur varið ákvörðun flugliða um að láta draga farþega frá borði eftir að flugvél félagsins var yfirbókuð. 11. apríl 2017 10:26