Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Stefán Árni Pálsson skrifar 10. apríl 2017 11:30 Svakalegt að sjá. Myndband sem sýnir öryggisverði draga farþega út úr vél United Airlines á leið frá Chicago til Louisville hefur vakið mikla athygli. Framkvæmdastjóri United Airlines hefur beðist afsökunar á atvikinu og segir að það verði skoðað. Chicago Tribune greinir frá. „Teymi á okkar vegum vinnur hörðum höndum með yfirvöldum og rannsakar sömuleiðis á eigin vegum hvað gerðist,“ segir Oscar Munoz í yfirlýsingu sem send var í dag. Flugfélagið sé að reyna að hafa uppi á farþeganum. Fjölmargir farþegar voru með síma sína á lofti þegar atvikið varð eins og sjá má hér að neðan. Heyra má mann öskra þegar öryggisverðir reyna að draga hann úr sæti sínu. Svo þagnar hann og verðirnir sjást draga hann eftir gólfinu við undrun annarra farþega. „Guð minn góður, sjáið hvað þið gerðuð við hann,“ segir ein kona á meðal farþega í myndbandinu. Gleraugu mannsins eru skökk og peysa hann lyftist. Audra Bridges, farþegi í fluginu, sagði við Louisville Courier-Journal að United hefði fyrir brottför óskað eftir sjálfboðaliða til að fara með öðru flugi gegn 400 dollara greiðslu og hótelgistingu. Í framhaldinu fengu farþegar að fara um borð. Þegar allir höfðu fengið sér sæti og allt að verða klárt fyrir flugtaka var farþegum tjáð að fjórir þeirra þyrftu að yfirgefa vélina þar sem fjórir starfsmenn United þyrftu að fljúga með vélinni en þeir áttu að vera í áhöfn í flugi United frá Louisville síðar um daginn. Vélin færi ekki frá borði fyrr en fjögur sæti hefðu losnað. Farþegar sýndu lítil viðbrögð þótt 800 dollarar væru í boði. Þá var farþegum tjáð að tölva myndi velja farþegana fjóra af handahófi. Par var valið og í framhaldinu maðurinn sem síðar var fjarlægður. Maðurinn neitaði, sagðist vera læknir sem þyrfti að hitta sjúklingana sína. Bridges birti myndband af atvikinu sem hefur verið horft á yfir milljón sinnum og deilt í tug þúsund skipta. Bridges segir manninn hafa komið aftur um borð í vélina nokkru síðar og muldrað: „Ég verð að komast heim. Ég verð að komast heim.“ Alþekkt er að flugfélög yfirbóki í flug sín en vandamálið er sjaldnast leyst þegar komið er um borð í vélina. Er vandamálið yfirleitt leyst með boðum um greiðslur og/eða gistingu fyrir að ferðast með síðara flugi.Uppfært klukkan 18:07 Fréttin hefur verið uppfærð með nánari upplýsingum um það sem gerðist fluginu í morgun. Farþeginn var kallaður flugdólgur í fyrri útgáfu fréttar sem átti ekki við rök að styðjast. Beðist er velvirðingar á þessu. @united @FoxNews @CNN not a good way to treat a Doctor trying to get to work because they overbooked pic.twitter.com/sj9oHk94Ik— Tyler Bridges (@Tyler_Bridges) April 9, 2017 @United overbook #flight3411 and decided to force random passengers off the plane. Here's how they did it: pic.twitter.com/QfefM8X2cW— Jayse D. Anspach (@JayseDavid) April 10, 2017 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Myndband sem sýnir öryggisverði draga farþega út úr vél United Airlines á leið frá Chicago til Louisville hefur vakið mikla athygli. Framkvæmdastjóri United Airlines hefur beðist afsökunar á atvikinu og segir að það verði skoðað. Chicago Tribune greinir frá. „Teymi á okkar vegum vinnur hörðum höndum með yfirvöldum og rannsakar sömuleiðis á eigin vegum hvað gerðist,“ segir Oscar Munoz í yfirlýsingu sem send var í dag. Flugfélagið sé að reyna að hafa uppi á farþeganum. Fjölmargir farþegar voru með síma sína á lofti þegar atvikið varð eins og sjá má hér að neðan. Heyra má mann öskra þegar öryggisverðir reyna að draga hann úr sæti sínu. Svo þagnar hann og verðirnir sjást draga hann eftir gólfinu við undrun annarra farþega. „Guð minn góður, sjáið hvað þið gerðuð við hann,“ segir ein kona á meðal farþega í myndbandinu. Gleraugu mannsins eru skökk og peysa hann lyftist. Audra Bridges, farþegi í fluginu, sagði við Louisville Courier-Journal að United hefði fyrir brottför óskað eftir sjálfboðaliða til að fara með öðru flugi gegn 400 dollara greiðslu og hótelgistingu. Í framhaldinu fengu farþegar að fara um borð. Þegar allir höfðu fengið sér sæti og allt að verða klárt fyrir flugtaka var farþegum tjáð að fjórir þeirra þyrftu að yfirgefa vélina þar sem fjórir starfsmenn United þyrftu að fljúga með vélinni en þeir áttu að vera í áhöfn í flugi United frá Louisville síðar um daginn. Vélin færi ekki frá borði fyrr en fjögur sæti hefðu losnað. Farþegar sýndu lítil viðbrögð þótt 800 dollarar væru í boði. Þá var farþegum tjáð að tölva myndi velja farþegana fjóra af handahófi. Par var valið og í framhaldinu maðurinn sem síðar var fjarlægður. Maðurinn neitaði, sagðist vera læknir sem þyrfti að hitta sjúklingana sína. Bridges birti myndband af atvikinu sem hefur verið horft á yfir milljón sinnum og deilt í tug þúsund skipta. Bridges segir manninn hafa komið aftur um borð í vélina nokkru síðar og muldrað: „Ég verð að komast heim. Ég verð að komast heim.“ Alþekkt er að flugfélög yfirbóki í flug sín en vandamálið er sjaldnast leyst þegar komið er um borð í vélina. Er vandamálið yfirleitt leyst með boðum um greiðslur og/eða gistingu fyrir að ferðast með síðara flugi.Uppfært klukkan 18:07 Fréttin hefur verið uppfærð með nánari upplýsingum um það sem gerðist fluginu í morgun. Farþeginn var kallaður flugdólgur í fyrri útgáfu fréttar sem átti ekki við rök að styðjast. Beðist er velvirðingar á þessu. @united @FoxNews @CNN not a good way to treat a Doctor trying to get to work because they overbooked pic.twitter.com/sj9oHk94Ik— Tyler Bridges (@Tyler_Bridges) April 9, 2017 @United overbook #flight3411 and decided to force random passengers off the plane. Here's how they did it: pic.twitter.com/QfefM8X2cW— Jayse D. Anspach (@JayseDavid) April 10, 2017
Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira