Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Stefán Árni Pálsson skrifar 10. apríl 2017 11:30 Svakalegt að sjá. Myndband sem sýnir öryggisverði draga farþega út úr vél United Airlines á leið frá Chicago til Louisville hefur vakið mikla athygli. Framkvæmdastjóri United Airlines hefur beðist afsökunar á atvikinu og segir að það verði skoðað. Chicago Tribune greinir frá. „Teymi á okkar vegum vinnur hörðum höndum með yfirvöldum og rannsakar sömuleiðis á eigin vegum hvað gerðist,“ segir Oscar Munoz í yfirlýsingu sem send var í dag. Flugfélagið sé að reyna að hafa uppi á farþeganum. Fjölmargir farþegar voru með síma sína á lofti þegar atvikið varð eins og sjá má hér að neðan. Heyra má mann öskra þegar öryggisverðir reyna að draga hann úr sæti sínu. Svo þagnar hann og verðirnir sjást draga hann eftir gólfinu við undrun annarra farþega. „Guð minn góður, sjáið hvað þið gerðuð við hann,“ segir ein kona á meðal farþega í myndbandinu. Gleraugu mannsins eru skökk og peysa hann lyftist. Audra Bridges, farþegi í fluginu, sagði við Louisville Courier-Journal að United hefði fyrir brottför óskað eftir sjálfboðaliða til að fara með öðru flugi gegn 400 dollara greiðslu og hótelgistingu. Í framhaldinu fengu farþegar að fara um borð. Þegar allir höfðu fengið sér sæti og allt að verða klárt fyrir flugtaka var farþegum tjáð að fjórir þeirra þyrftu að yfirgefa vélina þar sem fjórir starfsmenn United þyrftu að fljúga með vélinni en þeir áttu að vera í áhöfn í flugi United frá Louisville síðar um daginn. Vélin færi ekki frá borði fyrr en fjögur sæti hefðu losnað. Farþegar sýndu lítil viðbrögð þótt 800 dollarar væru í boði. Þá var farþegum tjáð að tölva myndi velja farþegana fjóra af handahófi. Par var valið og í framhaldinu maðurinn sem síðar var fjarlægður. Maðurinn neitaði, sagðist vera læknir sem þyrfti að hitta sjúklingana sína. Bridges birti myndband af atvikinu sem hefur verið horft á yfir milljón sinnum og deilt í tug þúsund skipta. Bridges segir manninn hafa komið aftur um borð í vélina nokkru síðar og muldrað: „Ég verð að komast heim. Ég verð að komast heim.“ Alþekkt er að flugfélög yfirbóki í flug sín en vandamálið er sjaldnast leyst þegar komið er um borð í vélina. Er vandamálið yfirleitt leyst með boðum um greiðslur og/eða gistingu fyrir að ferðast með síðara flugi.Uppfært klukkan 18:07 Fréttin hefur verið uppfærð með nánari upplýsingum um það sem gerðist fluginu í morgun. Farþeginn var kallaður flugdólgur í fyrri útgáfu fréttar sem átti ekki við rök að styðjast. Beðist er velvirðingar á þessu. @united @FoxNews @CNN not a good way to treat a Doctor trying to get to work because they overbooked pic.twitter.com/sj9oHk94Ik— Tyler Bridges (@Tyler_Bridges) April 9, 2017 @United overbook #flight3411 and decided to force random passengers off the plane. Here's how they did it: pic.twitter.com/QfefM8X2cW— Jayse D. Anspach (@JayseDavid) April 10, 2017 Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Heilsan og hundarnir Heilsuvísir Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
Myndband sem sýnir öryggisverði draga farþega út úr vél United Airlines á leið frá Chicago til Louisville hefur vakið mikla athygli. Framkvæmdastjóri United Airlines hefur beðist afsökunar á atvikinu og segir að það verði skoðað. Chicago Tribune greinir frá. „Teymi á okkar vegum vinnur hörðum höndum með yfirvöldum og rannsakar sömuleiðis á eigin vegum hvað gerðist,“ segir Oscar Munoz í yfirlýsingu sem send var í dag. Flugfélagið sé að reyna að hafa uppi á farþeganum. Fjölmargir farþegar voru með síma sína á lofti þegar atvikið varð eins og sjá má hér að neðan. Heyra má mann öskra þegar öryggisverðir reyna að draga hann úr sæti sínu. Svo þagnar hann og verðirnir sjást draga hann eftir gólfinu við undrun annarra farþega. „Guð minn góður, sjáið hvað þið gerðuð við hann,“ segir ein kona á meðal farþega í myndbandinu. Gleraugu mannsins eru skökk og peysa hann lyftist. Audra Bridges, farþegi í fluginu, sagði við Louisville Courier-Journal að United hefði fyrir brottför óskað eftir sjálfboðaliða til að fara með öðru flugi gegn 400 dollara greiðslu og hótelgistingu. Í framhaldinu fengu farþegar að fara um borð. Þegar allir höfðu fengið sér sæti og allt að verða klárt fyrir flugtaka var farþegum tjáð að fjórir þeirra þyrftu að yfirgefa vélina þar sem fjórir starfsmenn United þyrftu að fljúga með vélinni en þeir áttu að vera í áhöfn í flugi United frá Louisville síðar um daginn. Vélin færi ekki frá borði fyrr en fjögur sæti hefðu losnað. Farþegar sýndu lítil viðbrögð þótt 800 dollarar væru í boði. Þá var farþegum tjáð að tölva myndi velja farþegana fjóra af handahófi. Par var valið og í framhaldinu maðurinn sem síðar var fjarlægður. Maðurinn neitaði, sagðist vera læknir sem þyrfti að hitta sjúklingana sína. Bridges birti myndband af atvikinu sem hefur verið horft á yfir milljón sinnum og deilt í tug þúsund skipta. Bridges segir manninn hafa komið aftur um borð í vélina nokkru síðar og muldrað: „Ég verð að komast heim. Ég verð að komast heim.“ Alþekkt er að flugfélög yfirbóki í flug sín en vandamálið er sjaldnast leyst þegar komið er um borð í vélina. Er vandamálið yfirleitt leyst með boðum um greiðslur og/eða gistingu fyrir að ferðast með síðara flugi.Uppfært klukkan 18:07 Fréttin hefur verið uppfærð með nánari upplýsingum um það sem gerðist fluginu í morgun. Farþeginn var kallaður flugdólgur í fyrri útgáfu fréttar sem átti ekki við rök að styðjast. Beðist er velvirðingar á þessu. @united @FoxNews @CNN not a good way to treat a Doctor trying to get to work because they overbooked pic.twitter.com/sj9oHk94Ik— Tyler Bridges (@Tyler_Bridges) April 9, 2017 @United overbook #flight3411 and decided to force random passengers off the plane. Here's how they did it: pic.twitter.com/QfefM8X2cW— Jayse D. Anspach (@JayseDavid) April 10, 2017
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Heilsan og hundarnir Heilsuvísir Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira