Talsverðar umferðartafir urðu í Hvalfjarðargöngum í gærkvöldi þegar sex erlendir hjólreiðamenn í tveimur liðum í WOW Cyclothon keppninni hjóluðu ofan í göngin í trássi við bann þar sem þeir áttu að hjóla fyrir fjörðinn eins og aðrir.
Björgunarsveitarmenn, sem voru að fylgjast með keppninni, voru sendir með forgangi ofan í göngin til að snúa þeim við. Af þessu hlaust umferðarteppa í göngunum og þannig segir viðmælandi mbl.is að hann hafi verið í 45 mínútur ofan í göngunum vegna þessa.
Annars komu fyrstu hjólreiðamennirnir til Akureyrar upp úr klukkan sex í morgun.
