Fetar í fótspor systur sinnar og stefnir ríkinu vegna mismununar Benedikt Bóas og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 22. júní 2017 16:03 Áslaug Ýr Hjartardóttir festar í spor systur sinnar og stefnir ríkinu. Vísir/Anton Brink Áslaug Ýr Hjartardóttir hefur ákveðið að fara í mál við íslenska ríkið sökum þess að hún fær ekki túlk í sumarbúðir fyrir daufblind ungmenni á Norðurlöndum sem hún ætlaði að sækja í Svíþjóð í sumar. Sumarbúðirnar eru haldnar annað hvert ár og skiptast Norðurlöndin á að halda þær. Áslaug, sem er með samþætta sjón- og heyraskerðingu, fór fyrst árið 2013 þegar hún var 17 ára og aftur tveimur árum síðar en í bæði skiptin hefur hún farið með systur sinni. Systir Áslaugar er Snædís Rán Hjartardóttir sem vann sambærilegt túlkamál gegn ríkinu fyrir tveimur árum. Það fordæmi virðist ekki hafa áhrif í þeirri baráttu sem Áslaug stendur frammi fyrir nú. Snædís Rán, systir Áslaugar, ásamt móður sinni, túlkum og aðstoðarkonu í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2015.vísir/Stefán Þetta þarf að breytast „Í þetta skiptið staldraði ég við og hugsaði: „Þetta gerist ár eftir ár eftir ár, ég held endalaust áfram að væla í fjölmiðlum en kannski er bara kominn tími til að breyta leikjaplaninu og gera eitthvað róttækara. Þetta þarf að breytast,“ segir Áslaug.„Við systur fengum enga túlka og rökin voru þau að ekki væri til nóg fjármagn. En við fengum svo styrk frá áhöfn Polar Amaroq, sem vildi frekar nýta starfsmannasjóðinn sinn til að láta gott af sér leiða en að djamma. Við fórum strax í að reyna að fá túlka en fengum aftur neitun, í þetta skiptið út af því að það væri ekki til nægur mannafli í verkefnið,“ segir Áslaug. Þær systur hafi þó ekki gefist upp heldur ráðið sjálfar þrjá ófaglærða túlka til fararinnar. Tvo heyrnarlausa sem gátu túlkað frá dönsku og sænsku táknmáli yfir á íslenskt og eina sem var búin með tvö ár í táknmálsfræði.Áslaug Ýr gekk í vinnuna að finna túlk og Svíarnir voru tilbúnir að greiða fyrir allt nema laun þeirra.Vísir/Anton BrinkBuðust til að borga allt nema launin„Nú eru þessar sumarbúðir í Bosön í Svíþjóð og ég var búin að hlakka til að fara í tvö ár. Ég pantaði túlka um leið og ég fékk boð í sumarbúðirnar, sem var í lok ágúst í fyrra. Ég fékk ekkert svar fyrr en í desember, en þá var það heldur loðið. Mér var sagt að fjármagni til félagslegrar túlkunar væri skipt í ársfjórðunga og fjárlög gefi ekki nægilegt fjármagn fyrir svona ferðir, auk þess sem mér var bent á allan ferðakostnaðinn,“ segir Áslaug.Hún hafði samband við forsvarsmenn sumarbúðanna og spurði hvort þau gætu styrkt sig vegna túlkanna. „Ég fékk svo að vita í vor að Svíar gætu greitt ferðakostnað, gistingu og mat fyrir túlkana gætu en því miður ekki launin. Enn og aftur sneri ég mér að túlkaþjónustunni og lét vita af þessu í þeirri von að ef ferðakostnaðurinn væri úr sögunni myndi ríkið greiða launin.“Fékk ekki túlk í útskriftarveislunniSkömmu áður hafði hún fengið þær upplýsingar að hún gæti fengið túlka, en þyrfti að borga sjálf.Þegar Svíar upplýstu Aslaugu um að þeir myndu dekka ferðakostnaðinn hélt hún að málið gæti mögulega verið leyst, þar sem dýr utanlandsferð væri ekki lengur afsökun. En þar skjátlaðist henni. „Það eru í raun margar ástæður fyrir því að ég fór í mál. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég íhuga slíkt, en ég var að hugsa um að fara í mál þegar ég fékk ekki túlka í útskriftarveislunni minni jólin 2015. En þá þorði ég ekki að taka næsta skref og lét málið bara liggja. Lögfræðingarnir sem ég ræddi við þá sögðu mér að ég gæti gert tvennt: „Að fara í mál eða gera eitthvað annað.“ Ég tel mig vera mikla baráttukonu en hef hingað til frekar kosið seinni leiðina.“ Tengdar fréttir Fleiri heyrnarlausir gætu átt rétt á miskabótum Menntamálaráðherra vill ekki áfrýja dómi héraðsdóms. 9. júlí 2015 12:13 Ráðherrann vill ekki áfrýja í túlkamálinu Menntamálaráðherra mælir ekki með því að áfrýja máli þar sem ríkið var dæmt til að greiða fatlaðri stúlku miskabætur og útlagðan kostnað við túlkaþjónustu. 9. júlí 2015 07:00 Heyrnarlausir fagna dómi í máli Snædísar: „Tryggja þarf rétt okkar til að vera virkir þjóðfélagsþegnar“ Formaður Félags heyrnarlausra segir úrskurð héraðsdóms í máli Snædísar Ránar mikilvægan sigur í baráttu þeirra sem nota táknmál í daglegu lífi. 2. júlí 2015 13:37 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Áslaug Ýr Hjartardóttir hefur ákveðið að fara í mál við íslenska ríkið sökum þess að hún fær ekki túlk í sumarbúðir fyrir daufblind ungmenni á Norðurlöndum sem hún ætlaði að sækja í Svíþjóð í sumar. Sumarbúðirnar eru haldnar annað hvert ár og skiptast Norðurlöndin á að halda þær. Áslaug, sem er með samþætta sjón- og heyraskerðingu, fór fyrst árið 2013 þegar hún var 17 ára og aftur tveimur árum síðar en í bæði skiptin hefur hún farið með systur sinni. Systir Áslaugar er Snædís Rán Hjartardóttir sem vann sambærilegt túlkamál gegn ríkinu fyrir tveimur árum. Það fordæmi virðist ekki hafa áhrif í þeirri baráttu sem Áslaug stendur frammi fyrir nú. Snædís Rán, systir Áslaugar, ásamt móður sinni, túlkum og aðstoðarkonu í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2015.vísir/Stefán Þetta þarf að breytast „Í þetta skiptið staldraði ég við og hugsaði: „Þetta gerist ár eftir ár eftir ár, ég held endalaust áfram að væla í fjölmiðlum en kannski er bara kominn tími til að breyta leikjaplaninu og gera eitthvað róttækara. Þetta þarf að breytast,“ segir Áslaug.„Við systur fengum enga túlka og rökin voru þau að ekki væri til nóg fjármagn. En við fengum svo styrk frá áhöfn Polar Amaroq, sem vildi frekar nýta starfsmannasjóðinn sinn til að láta gott af sér leiða en að djamma. Við fórum strax í að reyna að fá túlka en fengum aftur neitun, í þetta skiptið út af því að það væri ekki til nægur mannafli í verkefnið,“ segir Áslaug. Þær systur hafi þó ekki gefist upp heldur ráðið sjálfar þrjá ófaglærða túlka til fararinnar. Tvo heyrnarlausa sem gátu túlkað frá dönsku og sænsku táknmáli yfir á íslenskt og eina sem var búin með tvö ár í táknmálsfræði.Áslaug Ýr gekk í vinnuna að finna túlk og Svíarnir voru tilbúnir að greiða fyrir allt nema laun þeirra.Vísir/Anton BrinkBuðust til að borga allt nema launin„Nú eru þessar sumarbúðir í Bosön í Svíþjóð og ég var búin að hlakka til að fara í tvö ár. Ég pantaði túlka um leið og ég fékk boð í sumarbúðirnar, sem var í lok ágúst í fyrra. Ég fékk ekkert svar fyrr en í desember, en þá var það heldur loðið. Mér var sagt að fjármagni til félagslegrar túlkunar væri skipt í ársfjórðunga og fjárlög gefi ekki nægilegt fjármagn fyrir svona ferðir, auk þess sem mér var bent á allan ferðakostnaðinn,“ segir Áslaug.Hún hafði samband við forsvarsmenn sumarbúðanna og spurði hvort þau gætu styrkt sig vegna túlkanna. „Ég fékk svo að vita í vor að Svíar gætu greitt ferðakostnað, gistingu og mat fyrir túlkana gætu en því miður ekki launin. Enn og aftur sneri ég mér að túlkaþjónustunni og lét vita af þessu í þeirri von að ef ferðakostnaðurinn væri úr sögunni myndi ríkið greiða launin.“Fékk ekki túlk í útskriftarveislunniSkömmu áður hafði hún fengið þær upplýsingar að hún gæti fengið túlka, en þyrfti að borga sjálf.Þegar Svíar upplýstu Aslaugu um að þeir myndu dekka ferðakostnaðinn hélt hún að málið gæti mögulega verið leyst, þar sem dýr utanlandsferð væri ekki lengur afsökun. En þar skjátlaðist henni. „Það eru í raun margar ástæður fyrir því að ég fór í mál. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég íhuga slíkt, en ég var að hugsa um að fara í mál þegar ég fékk ekki túlka í útskriftarveislunni minni jólin 2015. En þá þorði ég ekki að taka næsta skref og lét málið bara liggja. Lögfræðingarnir sem ég ræddi við þá sögðu mér að ég gæti gert tvennt: „Að fara í mál eða gera eitthvað annað.“ Ég tel mig vera mikla baráttukonu en hef hingað til frekar kosið seinni leiðina.“
Tengdar fréttir Fleiri heyrnarlausir gætu átt rétt á miskabótum Menntamálaráðherra vill ekki áfrýja dómi héraðsdóms. 9. júlí 2015 12:13 Ráðherrann vill ekki áfrýja í túlkamálinu Menntamálaráðherra mælir ekki með því að áfrýja máli þar sem ríkið var dæmt til að greiða fatlaðri stúlku miskabætur og útlagðan kostnað við túlkaþjónustu. 9. júlí 2015 07:00 Heyrnarlausir fagna dómi í máli Snædísar: „Tryggja þarf rétt okkar til að vera virkir þjóðfélagsþegnar“ Formaður Félags heyrnarlausra segir úrskurð héraðsdóms í máli Snædísar Ránar mikilvægan sigur í baráttu þeirra sem nota táknmál í daglegu lífi. 2. júlí 2015 13:37 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Fleiri heyrnarlausir gætu átt rétt á miskabótum Menntamálaráðherra vill ekki áfrýja dómi héraðsdóms. 9. júlí 2015 12:13
Ráðherrann vill ekki áfrýja í túlkamálinu Menntamálaráðherra mælir ekki með því að áfrýja máli þar sem ríkið var dæmt til að greiða fatlaðri stúlku miskabætur og útlagðan kostnað við túlkaþjónustu. 9. júlí 2015 07:00
Heyrnarlausir fagna dómi í máli Snædísar: „Tryggja þarf rétt okkar til að vera virkir þjóðfélagsþegnar“ Formaður Félags heyrnarlausra segir úrskurð héraðsdóms í máli Snædísar Ránar mikilvægan sigur í baráttu þeirra sem nota táknmál í daglegu lífi. 2. júlí 2015 13:37