Máli Snædísar ekki áfrýjað: Fullnaðarsigur í gífurlega fordæmisgefandi máli Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júlí 2015 13:56 Snædís Rán ásamt móður sinni, túlkum og aðstoðarkonu í Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir/Stefán Íslenska ríkið áfrýjaði ekki niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur sem stefndi stjórnvöldum fyrr á þessu ári fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu þann 30. júní síðastliðinn að íslenska ríkið hafi brotið gegn Snædísi þegar henni var gert að greiða fyrir túlkaþjónustu úr eigin vasa og er dómurinn talinn staðfesta skýlausan rétt heyrnalausra til túlkunar. Ljóst er að íslenska ríkið mun ekki áfrýja niðurstöðu dómsins til Hæstaréttar úr þessu enda rann áfrýjunarfresturinn út í gær.Málinu lokið með fullnaðarsigri Páll Rúnar Kristjánsson, lögmaður Snædísar, segir því ekki um annað að ræða en að fullnaðarsigur hafi fengist í málinu. Þessi niðurstaða hafi þó ekki komið honum mikið á óvart enda hafi menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, lýst því yfir að hann myndi beita sér fyrir því að málinu yrði ekki áfrýjað til æðra dómstigs. Páll Rúnar segir að boltinn sé nú hjá stjórnvöldum enda hafi úrskurður héraðsdóms gífurlegt fordæmisgildi fyrir íslenska ríkið. „Tilfelli Snædísar er ekkert jaðartilfelli. Hann hefur í för með sér að fólk eigi að fá þessu þjónustu og það endurgjaldslaust. Sömuleiðis hafa þeir sem nú þegar hafa greitt fyrir slíka þjónustu endurkröfurétt og þeim sem hefur verið neitað um þjónustuna eiga miskabótarétt,“ segir Páll. „Nú hlýtur hið faglega og vandaða stjórnvald að hafa frumkvæði að því að bæta fólki það tjón sem það hefur orðið fyrir,“ segir hann ennfremur. Mannréttindi eigi ekki að stranda á fjárlögum og ríkið eigi svo sannarlega ekki að þurfa að bíða eftir því að hver einn og einasti stefni því til að fá rétti sínum framfylgt. Tengdar fréttir Greiðir himinháan kostnað vegna túlkaþjónustu úr eigin vasa Snædís Rán Hjartardóttir sem stefndi Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg útaf synjunar á túlkaþjónustu greiðir kostnað vegna samskipta sjálf. Þriggja klukkutíma fundur kostaði hana fimmtíu þúsund krónur 13. júní 2015 20:00 Snædís sigraði í héraðsdómi: „Staðan er tvö - núll í hálfleik“ Stjórnarskrárvarin réttindi fólks eru æðri fjárlögum. „Eins og ef konur fengju ekki að kjósa vegna þess að fjárveiting til kosningamála hafi verið skorin niður“ segir lögmaður Snædísar. 30. júní 2015 14:30 Heyrnarlausir fagna dómi í máli Snædísar: „Tryggja þarf rétt okkar til að vera virkir þjóðfélagsþegnar“ Formaður Félags heyrnarlausra segir úrskurð héraðsdóms í máli Snædísar Ránar mikilvægan sigur í baráttu þeirra sem nota táknmál í daglegu lífi. 2. júlí 2015 13:37 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Íslenska ríkið áfrýjaði ekki niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur sem stefndi stjórnvöldum fyrr á þessu ári fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu þann 30. júní síðastliðinn að íslenska ríkið hafi brotið gegn Snædísi þegar henni var gert að greiða fyrir túlkaþjónustu úr eigin vasa og er dómurinn talinn staðfesta skýlausan rétt heyrnalausra til túlkunar. Ljóst er að íslenska ríkið mun ekki áfrýja niðurstöðu dómsins til Hæstaréttar úr þessu enda rann áfrýjunarfresturinn út í gær.Málinu lokið með fullnaðarsigri Páll Rúnar Kristjánsson, lögmaður Snædísar, segir því ekki um annað að ræða en að fullnaðarsigur hafi fengist í málinu. Þessi niðurstaða hafi þó ekki komið honum mikið á óvart enda hafi menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, lýst því yfir að hann myndi beita sér fyrir því að málinu yrði ekki áfrýjað til æðra dómstigs. Páll Rúnar segir að boltinn sé nú hjá stjórnvöldum enda hafi úrskurður héraðsdóms gífurlegt fordæmisgildi fyrir íslenska ríkið. „Tilfelli Snædísar er ekkert jaðartilfelli. Hann hefur í för með sér að fólk eigi að fá þessu þjónustu og það endurgjaldslaust. Sömuleiðis hafa þeir sem nú þegar hafa greitt fyrir slíka þjónustu endurkröfurétt og þeim sem hefur verið neitað um þjónustuna eiga miskabótarétt,“ segir Páll. „Nú hlýtur hið faglega og vandaða stjórnvald að hafa frumkvæði að því að bæta fólki það tjón sem það hefur orðið fyrir,“ segir hann ennfremur. Mannréttindi eigi ekki að stranda á fjárlögum og ríkið eigi svo sannarlega ekki að þurfa að bíða eftir því að hver einn og einasti stefni því til að fá rétti sínum framfylgt.
Tengdar fréttir Greiðir himinháan kostnað vegna túlkaþjónustu úr eigin vasa Snædís Rán Hjartardóttir sem stefndi Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg útaf synjunar á túlkaþjónustu greiðir kostnað vegna samskipta sjálf. Þriggja klukkutíma fundur kostaði hana fimmtíu þúsund krónur 13. júní 2015 20:00 Snædís sigraði í héraðsdómi: „Staðan er tvö - núll í hálfleik“ Stjórnarskrárvarin réttindi fólks eru æðri fjárlögum. „Eins og ef konur fengju ekki að kjósa vegna þess að fjárveiting til kosningamála hafi verið skorin niður“ segir lögmaður Snædísar. 30. júní 2015 14:30 Heyrnarlausir fagna dómi í máli Snædísar: „Tryggja þarf rétt okkar til að vera virkir þjóðfélagsþegnar“ Formaður Félags heyrnarlausra segir úrskurð héraðsdóms í máli Snædísar Ránar mikilvægan sigur í baráttu þeirra sem nota táknmál í daglegu lífi. 2. júlí 2015 13:37 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Greiðir himinháan kostnað vegna túlkaþjónustu úr eigin vasa Snædís Rán Hjartardóttir sem stefndi Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg útaf synjunar á túlkaþjónustu greiðir kostnað vegna samskipta sjálf. Þriggja klukkutíma fundur kostaði hana fimmtíu þúsund krónur 13. júní 2015 20:00
Snædís sigraði í héraðsdómi: „Staðan er tvö - núll í hálfleik“ Stjórnarskrárvarin réttindi fólks eru æðri fjárlögum. „Eins og ef konur fengju ekki að kjósa vegna þess að fjárveiting til kosningamála hafi verið skorin niður“ segir lögmaður Snædísar. 30. júní 2015 14:30
Heyrnarlausir fagna dómi í máli Snædísar: „Tryggja þarf rétt okkar til að vera virkir þjóðfélagsþegnar“ Formaður Félags heyrnarlausra segir úrskurð héraðsdóms í máli Snædísar Ránar mikilvægan sigur í baráttu þeirra sem nota táknmál í daglegu lífi. 2. júlí 2015 13:37