Barnsfeður Manuelu fengu börnin aftur heim til Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2017 13:15 Niðurstaða dómstólsins var sú að um ólögmætt brottnám væri að ræða og þar með brot á Haagsamningnum. Vísir/Stefán Dómstóll í Los Angeles komst að þeirri niðurstöðu á miðvikudag að fyrirsætan og fatahönnuðurinn Manuela Ósk Harðardóttir hefði brotið Haagsamninginn með því að flytja með börn sín tvö til Bandaríkjanna síðastliðið haust. Manuela fór af landi brott með börnin í lok september í fyrra en hún er með sameiginlega forsjá yfir börnunum með barnsfeðrum sínum. Annar þeirra er Grétar Rafn Steinsson, fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu. Í október kom í ljós að Manuela var farin úr landi án þess að hafa fengið til þess leyfi frá pöbbunum. Síðan hefur málið verið á borði barnaverndar, innanríkisráðuneytisins og lögreglu, eða í tæpa átta mánuði. Fór svo að foreldrarnir, feðurnir tveir og Manuela voru boðuð að mæta fyrir dómstól í Los Angeles fyrr í vikunni. Flugu feðurnir utan til að vera viðstaddir dóminn.Grétar Rafn Steinsson er faðir annars barnsins.Niðurstaða dómstólsins var sú að um ólögmætt brottnám væri að ræða og þar með brot á Haagsamningnum. Var feðrunum afhent vegabréf barnanna og héldu þeir til Íslands með börnin. Manuela og móðir hennar fóru með sama flugi og komu þau öll til landsins í gær.Á vef innanríkisráðuneytisins er fjallað um brottnámsmál en þar segir að í slíkum málum sé ekki tekin afstaða til þess hvort foreldra sé betur hæft til að fara með forsjá barns og hvort þeirra skuli hafa forsjá barns til frambúðar. Meginhugsunin að baki Haagsamningnum sé að koma að nýju á því ástandi sem var áður en brottnámið átti sér stað. Manuela hefur verið afar virk á samfélagsmiðlum undanfarin misseri þar sem hún nýtur mikilla vinsælda. Hefur leyft þúsundum fylgjenda á Snapchat að fylgjast með lífi hennar og barnanna í Los Angeles þar sem hún stundar nám. Þá er hún með rúmlega 50 þúsund fylgjendur á Instagram. Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Dómstóll í Los Angeles komst að þeirri niðurstöðu á miðvikudag að fyrirsætan og fatahönnuðurinn Manuela Ósk Harðardóttir hefði brotið Haagsamninginn með því að flytja með börn sín tvö til Bandaríkjanna síðastliðið haust. Manuela fór af landi brott með börnin í lok september í fyrra en hún er með sameiginlega forsjá yfir börnunum með barnsfeðrum sínum. Annar þeirra er Grétar Rafn Steinsson, fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu. Í október kom í ljós að Manuela var farin úr landi án þess að hafa fengið til þess leyfi frá pöbbunum. Síðan hefur málið verið á borði barnaverndar, innanríkisráðuneytisins og lögreglu, eða í tæpa átta mánuði. Fór svo að foreldrarnir, feðurnir tveir og Manuela voru boðuð að mæta fyrir dómstól í Los Angeles fyrr í vikunni. Flugu feðurnir utan til að vera viðstaddir dóminn.Grétar Rafn Steinsson er faðir annars barnsins.Niðurstaða dómstólsins var sú að um ólögmætt brottnám væri að ræða og þar með brot á Haagsamningnum. Var feðrunum afhent vegabréf barnanna og héldu þeir til Íslands með börnin. Manuela og móðir hennar fóru með sama flugi og komu þau öll til landsins í gær.Á vef innanríkisráðuneytisins er fjallað um brottnámsmál en þar segir að í slíkum málum sé ekki tekin afstaða til þess hvort foreldra sé betur hæft til að fara með forsjá barns og hvort þeirra skuli hafa forsjá barns til frambúðar. Meginhugsunin að baki Haagsamningnum sé að koma að nýju á því ástandi sem var áður en brottnámið átti sér stað. Manuela hefur verið afar virk á samfélagsmiðlum undanfarin misseri þar sem hún nýtur mikilla vinsælda. Hefur leyft þúsundum fylgjenda á Snapchat að fylgjast með lífi hennar og barnanna í Los Angeles þar sem hún stundar nám. Þá er hún með rúmlega 50 þúsund fylgjendur á Instagram.
Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent