Barnsfeður Manuelu fengu börnin aftur heim til Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2017 13:15 Niðurstaða dómstólsins var sú að um ólögmætt brottnám væri að ræða og þar með brot á Haagsamningnum. Vísir/Stefán Dómstóll í Los Angeles komst að þeirri niðurstöðu á miðvikudag að fyrirsætan og fatahönnuðurinn Manuela Ósk Harðardóttir hefði brotið Haagsamninginn með því að flytja með börn sín tvö til Bandaríkjanna síðastliðið haust. Manuela fór af landi brott með börnin í lok september í fyrra en hún er með sameiginlega forsjá yfir börnunum með barnsfeðrum sínum. Annar þeirra er Grétar Rafn Steinsson, fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu. Í október kom í ljós að Manuela var farin úr landi án þess að hafa fengið til þess leyfi frá pöbbunum. Síðan hefur málið verið á borði barnaverndar, innanríkisráðuneytisins og lögreglu, eða í tæpa átta mánuði. Fór svo að foreldrarnir, feðurnir tveir og Manuela voru boðuð að mæta fyrir dómstól í Los Angeles fyrr í vikunni. Flugu feðurnir utan til að vera viðstaddir dóminn.Grétar Rafn Steinsson er faðir annars barnsins.Niðurstaða dómstólsins var sú að um ólögmætt brottnám væri að ræða og þar með brot á Haagsamningnum. Var feðrunum afhent vegabréf barnanna og héldu þeir til Íslands með börnin. Manuela og móðir hennar fóru með sama flugi og komu þau öll til landsins í gær.Á vef innanríkisráðuneytisins er fjallað um brottnámsmál en þar segir að í slíkum málum sé ekki tekin afstaða til þess hvort foreldra sé betur hæft til að fara með forsjá barns og hvort þeirra skuli hafa forsjá barns til frambúðar. Meginhugsunin að baki Haagsamningnum sé að koma að nýju á því ástandi sem var áður en brottnámið átti sér stað. Manuela hefur verið afar virk á samfélagsmiðlum undanfarin misseri þar sem hún nýtur mikilla vinsælda. Hefur leyft þúsundum fylgjenda á Snapchat að fylgjast með lífi hennar og barnanna í Los Angeles þar sem hún stundar nám. Þá er hún með rúmlega 50 þúsund fylgjendur á Instagram. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegast að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira
Dómstóll í Los Angeles komst að þeirri niðurstöðu á miðvikudag að fyrirsætan og fatahönnuðurinn Manuela Ósk Harðardóttir hefði brotið Haagsamninginn með því að flytja með börn sín tvö til Bandaríkjanna síðastliðið haust. Manuela fór af landi brott með börnin í lok september í fyrra en hún er með sameiginlega forsjá yfir börnunum með barnsfeðrum sínum. Annar þeirra er Grétar Rafn Steinsson, fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu. Í október kom í ljós að Manuela var farin úr landi án þess að hafa fengið til þess leyfi frá pöbbunum. Síðan hefur málið verið á borði barnaverndar, innanríkisráðuneytisins og lögreglu, eða í tæpa átta mánuði. Fór svo að foreldrarnir, feðurnir tveir og Manuela voru boðuð að mæta fyrir dómstól í Los Angeles fyrr í vikunni. Flugu feðurnir utan til að vera viðstaddir dóminn.Grétar Rafn Steinsson er faðir annars barnsins.Niðurstaða dómstólsins var sú að um ólögmætt brottnám væri að ræða og þar með brot á Haagsamningnum. Var feðrunum afhent vegabréf barnanna og héldu þeir til Íslands með börnin. Manuela og móðir hennar fóru með sama flugi og komu þau öll til landsins í gær.Á vef innanríkisráðuneytisins er fjallað um brottnámsmál en þar segir að í slíkum málum sé ekki tekin afstaða til þess hvort foreldra sé betur hæft til að fara með forsjá barns og hvort þeirra skuli hafa forsjá barns til frambúðar. Meginhugsunin að baki Haagsamningnum sé að koma að nýju á því ástandi sem var áður en brottnámið átti sér stað. Manuela hefur verið afar virk á samfélagsmiðlum undanfarin misseri þar sem hún nýtur mikilla vinsælda. Hefur leyft þúsundum fylgjenda á Snapchat að fylgjast með lífi hennar og barnanna í Los Angeles þar sem hún stundar nám. Þá er hún með rúmlega 50 þúsund fylgjendur á Instagram.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegast að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira