Heildartjón á Seyðisfirði og Eskifirði um 80-100 milljónir króna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. júní 2017 15:12 Verktakar að störfum við Hlíðarendaá. Snorri Aðalsteinsson Tjón er á 20 fasteignum og átta innbúum vegna flóða á Seyðisfirði og Eskifirði um síðustu helgi. Vettvangsskoðun matsmanna á vegum Viðlagatryggingar Íslands er lokið. Nú er unnið að gerð tjónamats og er gert ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir upp úr miðjum júlí. Heildartjón og kostnaður vegna mats er áætlaður á bilinu 800-100 milljónir króna. Vatn og aur flæddi inn í nokkur hús á Seyðisfirði og vatn í tvö hús á Eskifirði í vatnsveðrinu þar á föstudag og laugardag. Klukkan 15.00 föstudaginn 23. júní 2017 bárust upplýsingar um að flóð væru hafin á Seyðisfirði og að komið væri vatn í kjallara nokkurra húsa. Fulltrúar Viðlagatryggingar Íslands fóru austur í þeim tilgangi að meta hvort um bótaskyldu VTÍ væri að ræða. Mest voru flóð úr Dagmálalæk og Fjarðará en einnig úr öðrum minni lækjum fyrir ofan Seyðisfjörð. Um kvöldmatarleitið á föstudag féll aurskriða á Eskifirði, í hlíðinni ofan við Steinholtsveg. Hún olli flóði í Hlíðarendaá og barst mikið magn af aur og grjóti niður farveg árinnar. Talið var að allt að nokkur þúsund rúmmetrar af möl og grjóti hafi komið með flóðinu. Laugardagsmorguninn 24. júní féll síðan aurskriða úr fjallshlíð Strandartinds, ofan við Fjarðarströnd, utarlega í Seyðisfjarðarkaupstað. Skriðan fór yfir Strandarveg og lokaði honum, auk þess sem hún féll á eitt íbúðarhús og verksmiðjuhúsnæði Síldarvinnslunnar. Skipulag tjónamats hófst strax á laugardag og á þriðjudag hófu óháðir matsmenn mat á þeim tjónum sem urðu í atburðinum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir varð tjón á 20 fasteignum og átta innbúum og/eða lausafé. Viðlagatrygging Íslands (VTÍ) bætir tjón sem verður af völdum skriðufalla og vatnsflóða samkvæmt lögum og reglugerð um Viðlagatryggingu Íslands og því fellur það tjón sem varð á viðlagatryggðum eignum undir bótaskyldu VTÍ. Kostnaður vegna ráðstafana sem gerðar voru til að hindra frekara tjón fellur einnig undir bótaskylduna. Tengdar fréttir Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04 Ástandið á Seyðisfirði versnaði ekki í nótt Kristján segir að það hafi rignt töluvert í nótt en þetta hafi sloppið til. 24. júní 2017 10:12 Tjónið í flóðunum fyrir austan hleypur líklega á tugum milljóna Sextán til tuttugu hús á Seyðifirði og tvö á Eskifirði urðu fyrir tjóni sem fellur undir bótaskyldu viðlagatryggingar í vatnsveðrinu þar um helgina. Framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands telur tjónið hlaupa á tugum milljóna króna. 27. júní 2017 15:30 Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir mikilvægt að efla varnir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir ofanflóðavarnir, ötula vinna lögreglu og verktaka Suðurvers og Héraðsverks hafa orðið til þess að sporna gegn frekara tjóni sem varð þegar mikið vatn flæddi niður Hlíðarendaá fyrir ofan Eskifjörð. Hann segir mikilvægt að efla varnir á svæðinu. 24. júní 2017 12:48 Mikið vatnsveður á Austurlandi: Flæðir inn í hús á Seyðisfirði Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands segir að á Seyðisfirði sé mun meira tjón á vátryggðum eignum en á Eskifirði. 23. júní 2017 23:18 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
Tjón er á 20 fasteignum og átta innbúum vegna flóða á Seyðisfirði og Eskifirði um síðustu helgi. Vettvangsskoðun matsmanna á vegum Viðlagatryggingar Íslands er lokið. Nú er unnið að gerð tjónamats og er gert ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir upp úr miðjum júlí. Heildartjón og kostnaður vegna mats er áætlaður á bilinu 800-100 milljónir króna. Vatn og aur flæddi inn í nokkur hús á Seyðisfirði og vatn í tvö hús á Eskifirði í vatnsveðrinu þar á föstudag og laugardag. Klukkan 15.00 föstudaginn 23. júní 2017 bárust upplýsingar um að flóð væru hafin á Seyðisfirði og að komið væri vatn í kjallara nokkurra húsa. Fulltrúar Viðlagatryggingar Íslands fóru austur í þeim tilgangi að meta hvort um bótaskyldu VTÍ væri að ræða. Mest voru flóð úr Dagmálalæk og Fjarðará en einnig úr öðrum minni lækjum fyrir ofan Seyðisfjörð. Um kvöldmatarleitið á föstudag féll aurskriða á Eskifirði, í hlíðinni ofan við Steinholtsveg. Hún olli flóði í Hlíðarendaá og barst mikið magn af aur og grjóti niður farveg árinnar. Talið var að allt að nokkur þúsund rúmmetrar af möl og grjóti hafi komið með flóðinu. Laugardagsmorguninn 24. júní féll síðan aurskriða úr fjallshlíð Strandartinds, ofan við Fjarðarströnd, utarlega í Seyðisfjarðarkaupstað. Skriðan fór yfir Strandarveg og lokaði honum, auk þess sem hún féll á eitt íbúðarhús og verksmiðjuhúsnæði Síldarvinnslunnar. Skipulag tjónamats hófst strax á laugardag og á þriðjudag hófu óháðir matsmenn mat á þeim tjónum sem urðu í atburðinum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir varð tjón á 20 fasteignum og átta innbúum og/eða lausafé. Viðlagatrygging Íslands (VTÍ) bætir tjón sem verður af völdum skriðufalla og vatnsflóða samkvæmt lögum og reglugerð um Viðlagatryggingu Íslands og því fellur það tjón sem varð á viðlagatryggðum eignum undir bótaskyldu VTÍ. Kostnaður vegna ráðstafana sem gerðar voru til að hindra frekara tjón fellur einnig undir bótaskylduna.
Tengdar fréttir Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04 Ástandið á Seyðisfirði versnaði ekki í nótt Kristján segir að það hafi rignt töluvert í nótt en þetta hafi sloppið til. 24. júní 2017 10:12 Tjónið í flóðunum fyrir austan hleypur líklega á tugum milljóna Sextán til tuttugu hús á Seyðifirði og tvö á Eskifirði urðu fyrir tjóni sem fellur undir bótaskyldu viðlagatryggingar í vatnsveðrinu þar um helgina. Framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands telur tjónið hlaupa á tugum milljóna króna. 27. júní 2017 15:30 Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir mikilvægt að efla varnir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir ofanflóðavarnir, ötula vinna lögreglu og verktaka Suðurvers og Héraðsverks hafa orðið til þess að sporna gegn frekara tjóni sem varð þegar mikið vatn flæddi niður Hlíðarendaá fyrir ofan Eskifjörð. Hann segir mikilvægt að efla varnir á svæðinu. 24. júní 2017 12:48 Mikið vatnsveður á Austurlandi: Flæðir inn í hús á Seyðisfirði Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands segir að á Seyðisfirði sé mun meira tjón á vátryggðum eignum en á Eskifirði. 23. júní 2017 23:18 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04
Ástandið á Seyðisfirði versnaði ekki í nótt Kristján segir að það hafi rignt töluvert í nótt en þetta hafi sloppið til. 24. júní 2017 10:12
Tjónið í flóðunum fyrir austan hleypur líklega á tugum milljóna Sextán til tuttugu hús á Seyðifirði og tvö á Eskifirði urðu fyrir tjóni sem fellur undir bótaskyldu viðlagatryggingar í vatnsveðrinu þar um helgina. Framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands telur tjónið hlaupa á tugum milljóna króna. 27. júní 2017 15:30
Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir mikilvægt að efla varnir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir ofanflóðavarnir, ötula vinna lögreglu og verktaka Suðurvers og Héraðsverks hafa orðið til þess að sporna gegn frekara tjóni sem varð þegar mikið vatn flæddi niður Hlíðarendaá fyrir ofan Eskifjörð. Hann segir mikilvægt að efla varnir á svæðinu. 24. júní 2017 12:48
Mikið vatnsveður á Austurlandi: Flæðir inn í hús á Seyðisfirði Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands segir að á Seyðisfirði sé mun meira tjón á vátryggðum eignum en á Eskifirði. 23. júní 2017 23:18