„Ég undrast nokkuð viðbrögð Öldu Hrannar“ Birgir Olgeirsson skrifar 4. október 2017 20:10 Garðar Steinn Ólafsson, héraðsdómslögmaður Vísir/AFP „Ég undrast nokkuð viðbrögð Öldu Hrannar,“ segir Garðar St. Ólafsson verjandi lögreglumanns og starfsmann Nova sem kærðu Öldu Hrönn Jóhannsdóttur fyrir brot á friðhelgi einkalífs þeirra og aðdróttanir í þeirra garð og hvernig rannsókn Öldu Hrannar á LÖKE-málinu, sem snerist um að myndum hefði verið dreift úr lokuðu kerfi lögreglunnar, hafi verið unnin.Alda Hrönn sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem hún greindi frá niðurstöðu héraðssaksóknara um að fella málið gegn henni niður. Garðar Steinn segir í yfirlýsingu til fjölmiðla að hann hafi nú fengið að sjá úrskurð héraðssaksóknara og þar komi fram að Alda Hrönn hafi brotið lögreglulög og reglur sem gilda um rannsókn sakamála.Alda Hrönn Jóhannsdóttir.„Ákvörðun um að ákæra Öldu Hrönn ekki var rökstudd á þeim grundvelli að erfitt væri að sanna hvaða hugarástand bjó að baki þegar Alda Hrönn framdi lögbrot sitt, þ.e. hvort um væri að ræða ásetning eða gáleysi. Þannig taldi settur héraðssaksóknari ekki víst hvort brot Öldu Hrannar væru refsiverð samkvæmt hegningarlögum, en til þess þyrfti að sanna ásetning eða stórfellt gáleysi,“ segir í yfirlýsingu Garðars Steins. „Afleiðing af lögbrotum Öldu Hrannar var stórfellt tjón á æru, starfsheiðri og sálarlífi þriggja manna sem aldrei var nein skynsamleg ástæða til að telja seka um þær fjarstæðukenndar ávirðingar sem hún bar á þá,“ segir Garðar Steinn. Áfellisdómur um yfirstjórn lögreglu Hann segir að samkvæmt úrskurði héraðssaksóknara virðist svo vera að Alda Hrönn hafi sloppið við refsingu á þeim grundvelli að ekki sé hægt að útiloka að hún hafi framið lögbrot sín og vegið að mannorði manna í gáleysi. „Og valdið því skelfilega tjón sem hún gerði vegna vanþekkingar á lögum og almennri óhæfu til lögreglustarfa,“ segir Garðar. Hann segir málið vera áfellisdóm um yfirstjórn lögreglunnar, að saksóknari telji ekki hægt að ganga út frá því að æðstu yfirmenn lögreglu kunni ekki lög sem gilda um störf þeirra og séu færir um að fylgja þeim. „Við erum að meta hvort skjóta skuli þessu til setts ríkissaksóknara. Þá er sjálfsagt að ráðherra taki það til skoðunar hvort Alda Hrönn verði áminnt fyrir brot á lögum, reglum og starfsskyldum, sem og hvort hún getur áfram sinnt störfum hjá lögreglu,“ segir Garðar og bætir við að lokum: „Óháð refsikröfu liggur fyrir að Alda Hrönn virðist hafa staðið skelfilega að málum við rannsókn sína. Jafnvel þó hún geti vikið sér undan refsiábyrgð með að bera fyrir sig þekkingarleysi og gáleysi, þá er ljóst að slík völd sem hún hefur haft mega ekki vera í höndum fólks sem lætur sér lög og reglur í léttu rúmi liggja.“ Tengdar fréttir Mál gegn Öldu Hrönn fellt niður "Það er mér mikill léttir að settur héraðssaksóknari hafi í annað sinn komist að þessari niðurstöðu enda hefur málið reynt mjög á mig og fjölskyldu mína.“ 4. október 2017 17:57 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
„Ég undrast nokkuð viðbrögð Öldu Hrannar,“ segir Garðar St. Ólafsson verjandi lögreglumanns og starfsmann Nova sem kærðu Öldu Hrönn Jóhannsdóttur fyrir brot á friðhelgi einkalífs þeirra og aðdróttanir í þeirra garð og hvernig rannsókn Öldu Hrannar á LÖKE-málinu, sem snerist um að myndum hefði verið dreift úr lokuðu kerfi lögreglunnar, hafi verið unnin.Alda Hrönn sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem hún greindi frá niðurstöðu héraðssaksóknara um að fella málið gegn henni niður. Garðar Steinn segir í yfirlýsingu til fjölmiðla að hann hafi nú fengið að sjá úrskurð héraðssaksóknara og þar komi fram að Alda Hrönn hafi brotið lögreglulög og reglur sem gilda um rannsókn sakamála.Alda Hrönn Jóhannsdóttir.„Ákvörðun um að ákæra Öldu Hrönn ekki var rökstudd á þeim grundvelli að erfitt væri að sanna hvaða hugarástand bjó að baki þegar Alda Hrönn framdi lögbrot sitt, þ.e. hvort um væri að ræða ásetning eða gáleysi. Þannig taldi settur héraðssaksóknari ekki víst hvort brot Öldu Hrannar væru refsiverð samkvæmt hegningarlögum, en til þess þyrfti að sanna ásetning eða stórfellt gáleysi,“ segir í yfirlýsingu Garðars Steins. „Afleiðing af lögbrotum Öldu Hrannar var stórfellt tjón á æru, starfsheiðri og sálarlífi þriggja manna sem aldrei var nein skynsamleg ástæða til að telja seka um þær fjarstæðukenndar ávirðingar sem hún bar á þá,“ segir Garðar Steinn. Áfellisdómur um yfirstjórn lögreglu Hann segir að samkvæmt úrskurði héraðssaksóknara virðist svo vera að Alda Hrönn hafi sloppið við refsingu á þeim grundvelli að ekki sé hægt að útiloka að hún hafi framið lögbrot sín og vegið að mannorði manna í gáleysi. „Og valdið því skelfilega tjón sem hún gerði vegna vanþekkingar á lögum og almennri óhæfu til lögreglustarfa,“ segir Garðar. Hann segir málið vera áfellisdóm um yfirstjórn lögreglunnar, að saksóknari telji ekki hægt að ganga út frá því að æðstu yfirmenn lögreglu kunni ekki lög sem gilda um störf þeirra og séu færir um að fylgja þeim. „Við erum að meta hvort skjóta skuli þessu til setts ríkissaksóknara. Þá er sjálfsagt að ráðherra taki það til skoðunar hvort Alda Hrönn verði áminnt fyrir brot á lögum, reglum og starfsskyldum, sem og hvort hún getur áfram sinnt störfum hjá lögreglu,“ segir Garðar og bætir við að lokum: „Óháð refsikröfu liggur fyrir að Alda Hrönn virðist hafa staðið skelfilega að málum við rannsókn sína. Jafnvel þó hún geti vikið sér undan refsiábyrgð með að bera fyrir sig þekkingarleysi og gáleysi, þá er ljóst að slík völd sem hún hefur haft mega ekki vera í höndum fólks sem lætur sér lög og reglur í léttu rúmi liggja.“
Tengdar fréttir Mál gegn Öldu Hrönn fellt niður "Það er mér mikill léttir að settur héraðssaksóknari hafi í annað sinn komist að þessari niðurstöðu enda hefur málið reynt mjög á mig og fjölskyldu mína.“ 4. október 2017 17:57 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Mál gegn Öldu Hrönn fellt niður "Það er mér mikill léttir að settur héraðssaksóknari hafi í annað sinn komist að þessari niðurstöðu enda hefur málið reynt mjög á mig og fjölskyldu mína.“ 4. október 2017 17:57