Norðmenn eiga tvo á listanum yfir efnilegustu strákana en Íslendingar engan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2017 23:00 Erling Braut Haaland. Vísir/Getty Guardian hefur birt nýjan lista yfir 60 bestu fótboltaleikmenn heims á sautjánda ári en að þessu sinni eru teknir fyrir leikmenn fæddir árið 2000. Þetta er fjórða árið í röð sem Guardian setur saman slíkan lista en áður hafa knattspyrnusérfræðingar blaðsins tekið fyrir árgangana 1999, 1998 og 1997. Ísland átti einn leikmann á listanum í fyrra en það var Kolbeinn Birgir Finnsson sem er fæddur árið 1999 og er leikmaður unglingaliðs FC Groningen í dag. Að þessu sinni er enginn íslenskur strákur á listanum en þar eru hinsvegar tveir Norðmenn. Norsku leikmennirnir eru Erling Braut Haaland hjá Molde og Jørgen Strand Larsen sem er leikmaður AC Milan en á láni frá Sarpsborg. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, hefur gefið Haaland tækifæri hjá liðinu í sumar. Það eru alls fjórir Norðurlandabúar á listanum því Daninn Victor Jensen hjá Ajax og Svíinn Filston Mawana hjá Hoffenheim eru einnig nefndir sem einn af sextíu bestu sautján ára fótboltastrákum heims. Frægasti leikmaðurinn á listanum er eflaust Vinicius Júnior sem Real Madrid er þegar búið að kaupa frá Flamengo þó að hann spili ennþá með brasilíska liðinu. Real Madrid borgar 45 milljónir evra fyrir strákinn en hann má ekki koma til Spánar fyrr en hann er orðinn átján ára gamall. Aðrir leikmenn á listanum sem eru farnir að skapa sér nafn eru Ítalinn Moise Kean hjá Verona (á láni frá Juventus), Englendingurinn Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund og Bandaríkjamaðurinn Timothy Weah hjá Paris Saint-Germain. Moise Kean varð fyrsti leikmaðurinn fæddur 2000 eða síðar sem nær að skora í einni af fimm bestu deildum Evrópu en hann skoraði þá fyrir Juventus á móti Bologna í maí. Hann er nú á láni hjá Verona. Timothy Weah er sonur George Weah sem var valinn besti knattspyrnumaður heims árið 1995 eða fimm árum en Timothy fæddist. Það er hægt að finna allan listann hér. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Guardian hefur birt nýjan lista yfir 60 bestu fótboltaleikmenn heims á sautjánda ári en að þessu sinni eru teknir fyrir leikmenn fæddir árið 2000. Þetta er fjórða árið í röð sem Guardian setur saman slíkan lista en áður hafa knattspyrnusérfræðingar blaðsins tekið fyrir árgangana 1999, 1998 og 1997. Ísland átti einn leikmann á listanum í fyrra en það var Kolbeinn Birgir Finnsson sem er fæddur árið 1999 og er leikmaður unglingaliðs FC Groningen í dag. Að þessu sinni er enginn íslenskur strákur á listanum en þar eru hinsvegar tveir Norðmenn. Norsku leikmennirnir eru Erling Braut Haaland hjá Molde og Jørgen Strand Larsen sem er leikmaður AC Milan en á láni frá Sarpsborg. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, hefur gefið Haaland tækifæri hjá liðinu í sumar. Það eru alls fjórir Norðurlandabúar á listanum því Daninn Victor Jensen hjá Ajax og Svíinn Filston Mawana hjá Hoffenheim eru einnig nefndir sem einn af sextíu bestu sautján ára fótboltastrákum heims. Frægasti leikmaðurinn á listanum er eflaust Vinicius Júnior sem Real Madrid er þegar búið að kaupa frá Flamengo þó að hann spili ennþá með brasilíska liðinu. Real Madrid borgar 45 milljónir evra fyrir strákinn en hann má ekki koma til Spánar fyrr en hann er orðinn átján ára gamall. Aðrir leikmenn á listanum sem eru farnir að skapa sér nafn eru Ítalinn Moise Kean hjá Verona (á láni frá Juventus), Englendingurinn Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund og Bandaríkjamaðurinn Timothy Weah hjá Paris Saint-Germain. Moise Kean varð fyrsti leikmaðurinn fæddur 2000 eða síðar sem nær að skora í einni af fimm bestu deildum Evrópu en hann skoraði þá fyrir Juventus á móti Bologna í maí. Hann er nú á láni hjá Verona. Timothy Weah er sonur George Weah sem var valinn besti knattspyrnumaður heims árið 1995 eða fimm árum en Timothy fæddist. Það er hægt að finna allan listann hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira