Grunaður um nauðgun á skemmtistað í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. nóvember 2017 15:29 Brotið átti sér stað aðfaranótt 28. október síðastliðinn. Vísir/Kolbeinn Tumi Norskur karlmaður um fertugt er grunaður um að hafa nauðgað sextán ára stúlku á salerni á skemmtistað í Reykjavík aðfaranótt 28. október síðastliðinn. Hann hefur verið úrskurðaður í farbann til 22. nóvember þar sem hann sé undir rökstuddum grun að hafa nauðgað stúlkunni. Sá norski neitar sök. Í kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að stúlkan hafi hitt manninn á skemmtistað umrætt kvöld. Þau hafi kysst, vel farið á með þeim og þau farið inn á salerni staðarins. Þar hafi hann rifið niður um hana buxurnar og við það hafi hún frosið. Ekki þorað að gera neitt.Þóttist þurfa að pissa Í framhaldinu hafi ferðamaðurinn haft við hana samræði þrátt fyrir mótmæli hennar. Sagðist hún að endingu þurfa að nota salernið en það hafi verið afsökun til að komast undan. Hann hafi þá hætt og hún farið út af salerninu. Stúlkan fór inn á næsta salerni þar sem hún grét og sendi systur sinni mynd af sér grátandi. Sagðist hún halda að sér hefði verið nauðgað. Systir hennar bað hana um að koma til sín en hún var við vinnu í miðbænum. Á leið út af skemmtistaðnum hitti stúlkan þrjár vinkonur sínar og sagði þeim að hún héldi að henni hefði verið nauðgað af manninum sem hún hafi verið að kyssa áður. Sagði hún þeim að hann hefði rifið buxurnar hennar og nærbuxur og hafi þær séð að rennilás buxnanna hefði verið skemmdur. Hún hafi síðan farið af staðnum og á leiðinni að hitta systur sína hafi hún hringt í vin sinn og sagt honum frá því sem gerst hefði.Ætlaði af landi brott sem fyrst Vinkonur hennar sem eftir hafi verið á staðnum hafi beðið starfsmann staðarins að hringja á lögreglu og hafi lögreglan handtekið kærða á vettvangi. Hafi lögreglan síðan leitað að brotaþola og ekið henni á neyðarmóttöku. Í kröfu lögreglustjórans um farbann segir að Norðmaðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa nauðgað stúlkunni. Hann sé ferðamaður og fram hafi komið að hann ætli af landi brott sem fyrst. Því sé nauðsynlegt að fá farbann yfir honum þar til mál hans er til lykta leitt. Brot mannsins varðar allt að sextán ára fangelsi samkvæmt lögunum en ekki eru þó fordæmi fyrir svo þungum brotum fyrir brot af þessu tagi. Lögmaður mannsins áfrýjaði niðurstöðunni úr Héraðsdómi Reykjavíkur til Hæstaréttar sem staðfesti úrskurðinn. Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
Norskur karlmaður um fertugt er grunaður um að hafa nauðgað sextán ára stúlku á salerni á skemmtistað í Reykjavík aðfaranótt 28. október síðastliðinn. Hann hefur verið úrskurðaður í farbann til 22. nóvember þar sem hann sé undir rökstuddum grun að hafa nauðgað stúlkunni. Sá norski neitar sök. Í kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að stúlkan hafi hitt manninn á skemmtistað umrætt kvöld. Þau hafi kysst, vel farið á með þeim og þau farið inn á salerni staðarins. Þar hafi hann rifið niður um hana buxurnar og við það hafi hún frosið. Ekki þorað að gera neitt.Þóttist þurfa að pissa Í framhaldinu hafi ferðamaðurinn haft við hana samræði þrátt fyrir mótmæli hennar. Sagðist hún að endingu þurfa að nota salernið en það hafi verið afsökun til að komast undan. Hann hafi þá hætt og hún farið út af salerninu. Stúlkan fór inn á næsta salerni þar sem hún grét og sendi systur sinni mynd af sér grátandi. Sagðist hún halda að sér hefði verið nauðgað. Systir hennar bað hana um að koma til sín en hún var við vinnu í miðbænum. Á leið út af skemmtistaðnum hitti stúlkan þrjár vinkonur sínar og sagði þeim að hún héldi að henni hefði verið nauðgað af manninum sem hún hafi verið að kyssa áður. Sagði hún þeim að hann hefði rifið buxurnar hennar og nærbuxur og hafi þær séð að rennilás buxnanna hefði verið skemmdur. Hún hafi síðan farið af staðnum og á leiðinni að hitta systur sína hafi hún hringt í vin sinn og sagt honum frá því sem gerst hefði.Ætlaði af landi brott sem fyrst Vinkonur hennar sem eftir hafi verið á staðnum hafi beðið starfsmann staðarins að hringja á lögreglu og hafi lögreglan handtekið kærða á vettvangi. Hafi lögreglan síðan leitað að brotaþola og ekið henni á neyðarmóttöku. Í kröfu lögreglustjórans um farbann segir að Norðmaðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa nauðgað stúlkunni. Hann sé ferðamaður og fram hafi komið að hann ætli af landi brott sem fyrst. Því sé nauðsynlegt að fá farbann yfir honum þar til mál hans er til lykta leitt. Brot mannsins varðar allt að sextán ára fangelsi samkvæmt lögunum en ekki eru þó fordæmi fyrir svo þungum brotum fyrir brot af þessu tagi. Lögmaður mannsins áfrýjaði niðurstöðunni úr Héraðsdómi Reykjavíkur til Hæstaréttar sem staðfesti úrskurðinn. Dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira