Lögreglu heimilt að bregðast við ásökunum gegn presti

„Það er skylda lögreglu, samkvæmt lögum um meðferð sakamála, að bregðast við kærum ef þær koma fram, eða ef við fáum upplýsingar um meinta refsiverða háttsemi. Kæra þarf ekki að koma til til þess að hafin sé rannsókn hjá lögreglu – það er hið almenna,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu.
Sr. Ólafur var sendur í leyfi eftir ásakanir um kynferðislega áreitni. Konurnar tengjast kirkjunni nánum böndum og störfuðu fyrir kirkjuna þegar meint brot voru framin. Þær rituðu Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, bréf þar sem þær segjast bera fullt traust til úrskurðarnefndar kirkjunnar, og las Agnes upp úr bréfinu á kirkjuþingi á mánudag. Ólafur hefur neitað sök í málinu.
Tengdar fréttir

Fleiri ásaka sóknarprest Grensáskirkju
Sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur verið kærður af fimm starfsmönnum kirkjunnar á síðustu mánuðum.

Lögmaður Ólafs um vinnubrögð biskups: „Verið að skjóta mýflugur með fallbyssum“
Séra Ólafur Jóhannsson ber biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, þungum sökum í bréfi sem lögfræðingur hans sendi henni í gær.

Biskup Íslands stendur við ákvörðun sína um að senda sóknarprest Grensáskirkju í leyfi
Biskups Íslands hefur sent sr. Ólaf Jóhannsson í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni.

Sakar biskup um einelti og að hafa farið gegn lögum
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem prestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni.

Sakaði Geir um brot á trúnaði
Séra Geir Waage gagnrýndi Agnesi M. Sigurðardóttir biskup harðlega á kirkjuþingi. Biskup sakaði Geir á móti um brot á trúnaði með upplestri tölvupósta.