Íslenskir nýrnasjúklingar settir í forgang og níu fengið ígræðslu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 16. nóvember 2017 06:00 Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga og umsjónarmaður líffæraígræðsluteymis Landspítalans. Fréttablaðið/Stefán Íslendingar á biðlista eftir nýrnaígræðslu í gegnum norrænt samstarf um líffæragjafir voru settir í forgang eftir fund líffæraígræðsluteymis Landspítalans með fulltrúum Sahlgrenska-háskólasjúkrahússins í Svíþjóð í nóvember í fyrra. Níu aðgerðir hafa verið gerðar það sem af er þessu ári sem er met. Ófremdarástand var í þessum málaflokki í fyrra þar sem aðeins ein aðgerð hafði verið framkvæmd þegar teymið óskaði eftir fundi með fulltrúum sjúkrahússins til að krefjast skýringa. Það skilaði sér í því að algjör viðsnúningur hefur orðið í ár. „Við vorum óánægð með hversu fá nýru við vorum að fá úti í Gautaborg því við höfðum verið að gefa heilmikið af nýrum í verkefnið. Þeir brugðust mjög vel við og árangurinn talar sínu máli,“ segir Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga og umsjónarmaður líffæraígræðsluteymis Landspítalans. „Allir íslensku einstaklingarnir á biðlistanum voru settir í forgang og það hafa verið níu nýrnaígræðslur frá látnum gjöfum í Gautaborg á þessu ári. Á sama tíma hafa verið átta frá lifandi gjöfum þannig að þetta hafa verið 17 ígræðslur alls og það er það mesta sem nokkurn tímann hefur verið á einu ári.“ Samstarfið sem um ræðir er undir merkjum ígræðslustofnunarinnar Scandiatransplant sem starfrækir líffærabanka. Líffæri sem Íslendingar gefa fara í bankann og ígræðsla fer oftast fram á Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsinu í Svíþjóð, sem er samstarfssjúkrahús verkefnisins. Að meðaltali höfðu Íslendingar verið að fá um fimm til sex nýrnaígræðslur á ári í gegnum samstarfið, átta árið 2015 en síðan aðeins eina í fyrra. Fundurinn virðist því hafa verið mikilvægur vendipunktur. „Samt sem áður eru enn ellefu Íslendingar á biðlistanum í Gautaborg sem sýnir hvað þörfin er mikil. Svo erum við með í kringum 15 einstaklinga í undirbúningi fyrir nýrnaígræðslu frá lifandi gjafa sem gerðar eru á Landspítalanum. Þannig að það er eins gott að það var hægt að bregðast við þessu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Íslendingar á biðlista eftir nýrnaígræðslu í gegnum norrænt samstarf um líffæragjafir voru settir í forgang eftir fund líffæraígræðsluteymis Landspítalans með fulltrúum Sahlgrenska-háskólasjúkrahússins í Svíþjóð í nóvember í fyrra. Níu aðgerðir hafa verið gerðar það sem af er þessu ári sem er met. Ófremdarástand var í þessum málaflokki í fyrra þar sem aðeins ein aðgerð hafði verið framkvæmd þegar teymið óskaði eftir fundi með fulltrúum sjúkrahússins til að krefjast skýringa. Það skilaði sér í því að algjör viðsnúningur hefur orðið í ár. „Við vorum óánægð með hversu fá nýru við vorum að fá úti í Gautaborg því við höfðum verið að gefa heilmikið af nýrum í verkefnið. Þeir brugðust mjög vel við og árangurinn talar sínu máli,“ segir Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga og umsjónarmaður líffæraígræðsluteymis Landspítalans. „Allir íslensku einstaklingarnir á biðlistanum voru settir í forgang og það hafa verið níu nýrnaígræðslur frá látnum gjöfum í Gautaborg á þessu ári. Á sama tíma hafa verið átta frá lifandi gjöfum þannig að þetta hafa verið 17 ígræðslur alls og það er það mesta sem nokkurn tímann hefur verið á einu ári.“ Samstarfið sem um ræðir er undir merkjum ígræðslustofnunarinnar Scandiatransplant sem starfrækir líffærabanka. Líffæri sem Íslendingar gefa fara í bankann og ígræðsla fer oftast fram á Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsinu í Svíþjóð, sem er samstarfssjúkrahús verkefnisins. Að meðaltali höfðu Íslendingar verið að fá um fimm til sex nýrnaígræðslur á ári í gegnum samstarfið, átta árið 2015 en síðan aðeins eina í fyrra. Fundurinn virðist því hafa verið mikilvægur vendipunktur. „Samt sem áður eru enn ellefu Íslendingar á biðlistanum í Gautaborg sem sýnir hvað þörfin er mikil. Svo erum við með í kringum 15 einstaklinga í undirbúningi fyrir nýrnaígræðslu frá lifandi gjafa sem gerðar eru á Landspítalanum. Þannig að það er eins gott að það var hægt að bregðast við þessu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira