Íslenskir nýrnasjúklingar settir í forgang og níu fengið ígræðslu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 16. nóvember 2017 06:00 Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga og umsjónarmaður líffæraígræðsluteymis Landspítalans. Fréttablaðið/Stefán Íslendingar á biðlista eftir nýrnaígræðslu í gegnum norrænt samstarf um líffæragjafir voru settir í forgang eftir fund líffæraígræðsluteymis Landspítalans með fulltrúum Sahlgrenska-háskólasjúkrahússins í Svíþjóð í nóvember í fyrra. Níu aðgerðir hafa verið gerðar það sem af er þessu ári sem er met. Ófremdarástand var í þessum málaflokki í fyrra þar sem aðeins ein aðgerð hafði verið framkvæmd þegar teymið óskaði eftir fundi með fulltrúum sjúkrahússins til að krefjast skýringa. Það skilaði sér í því að algjör viðsnúningur hefur orðið í ár. „Við vorum óánægð með hversu fá nýru við vorum að fá úti í Gautaborg því við höfðum verið að gefa heilmikið af nýrum í verkefnið. Þeir brugðust mjög vel við og árangurinn talar sínu máli,“ segir Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga og umsjónarmaður líffæraígræðsluteymis Landspítalans. „Allir íslensku einstaklingarnir á biðlistanum voru settir í forgang og það hafa verið níu nýrnaígræðslur frá látnum gjöfum í Gautaborg á þessu ári. Á sama tíma hafa verið átta frá lifandi gjöfum þannig að þetta hafa verið 17 ígræðslur alls og það er það mesta sem nokkurn tímann hefur verið á einu ári.“ Samstarfið sem um ræðir er undir merkjum ígræðslustofnunarinnar Scandiatransplant sem starfrækir líffærabanka. Líffæri sem Íslendingar gefa fara í bankann og ígræðsla fer oftast fram á Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsinu í Svíþjóð, sem er samstarfssjúkrahús verkefnisins. Að meðaltali höfðu Íslendingar verið að fá um fimm til sex nýrnaígræðslur á ári í gegnum samstarfið, átta árið 2015 en síðan aðeins eina í fyrra. Fundurinn virðist því hafa verið mikilvægur vendipunktur. „Samt sem áður eru enn ellefu Íslendingar á biðlistanum í Gautaborg sem sýnir hvað þörfin er mikil. Svo erum við með í kringum 15 einstaklinga í undirbúningi fyrir nýrnaígræðslu frá lifandi gjafa sem gerðar eru á Landspítalanum. Þannig að það er eins gott að það var hægt að bregðast við þessu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Sjá meira
Íslendingar á biðlista eftir nýrnaígræðslu í gegnum norrænt samstarf um líffæragjafir voru settir í forgang eftir fund líffæraígræðsluteymis Landspítalans með fulltrúum Sahlgrenska-háskólasjúkrahússins í Svíþjóð í nóvember í fyrra. Níu aðgerðir hafa verið gerðar það sem af er þessu ári sem er met. Ófremdarástand var í þessum málaflokki í fyrra þar sem aðeins ein aðgerð hafði verið framkvæmd þegar teymið óskaði eftir fundi með fulltrúum sjúkrahússins til að krefjast skýringa. Það skilaði sér í því að algjör viðsnúningur hefur orðið í ár. „Við vorum óánægð með hversu fá nýru við vorum að fá úti í Gautaborg því við höfðum verið að gefa heilmikið af nýrum í verkefnið. Þeir brugðust mjög vel við og árangurinn talar sínu máli,“ segir Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga og umsjónarmaður líffæraígræðsluteymis Landspítalans. „Allir íslensku einstaklingarnir á biðlistanum voru settir í forgang og það hafa verið níu nýrnaígræðslur frá látnum gjöfum í Gautaborg á þessu ári. Á sama tíma hafa verið átta frá lifandi gjöfum þannig að þetta hafa verið 17 ígræðslur alls og það er það mesta sem nokkurn tímann hefur verið á einu ári.“ Samstarfið sem um ræðir er undir merkjum ígræðslustofnunarinnar Scandiatransplant sem starfrækir líffærabanka. Líffæri sem Íslendingar gefa fara í bankann og ígræðsla fer oftast fram á Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsinu í Svíþjóð, sem er samstarfssjúkrahús verkefnisins. Að meðaltali höfðu Íslendingar verið að fá um fimm til sex nýrnaígræðslur á ári í gegnum samstarfið, átta árið 2015 en síðan aðeins eina í fyrra. Fundurinn virðist því hafa verið mikilvægur vendipunktur. „Samt sem áður eru enn ellefu Íslendingar á biðlistanum í Gautaborg sem sýnir hvað þörfin er mikil. Svo erum við með í kringum 15 einstaklinga í undirbúningi fyrir nýrnaígræðslu frá lifandi gjafa sem gerðar eru á Landspítalanum. Þannig að það er eins gott að það var hægt að bregðast við þessu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent