ISIS-liðar „skjóta upp höfðinu eins og gorkúlur“ í Afganistan Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. desember 2017 20:00 Minnst fjörutíu eru látnir og tugir særðir eftir sjálfsmorðsprengjuárás í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í morgun. Íslensk kona sem starfar sem fjölmiðlafulltrúi NATO í Afganistan segir ástandið í landinu sífellt verða flóknara. Árásirnar hafi orðið stærri og alvarlegri og ekki sjái fyrir endann á átökum í landinu í bráð. Árásin var gerð á fréttastofu afganska miðilsins Afghan Voice og á nærliggjandi menningarmiðstöð sjía-múslima í vesturhluta borgarinnar sem urðu illa úti í árásinni. Að sögn talsmanns innanríkisráðuneytisins í Afganistan sprungu tvær aðrar sprengjur í nágrenninu í kjölfar árásarinnar. Fjöldi námsmanna var staddur í miðstöðinni þegar sprengjan sprakk en tugir voru fluttir særðir á sjúkrahús og minnst 41 dauðsfall hefur verið staðfest. Una Sighvatsdóttir hefur undanfarið ár starfað í Kabúl og víðar í Afganistan á vegum NATO. Hún er stödd hér á landi um þessar mundir en henni var mjög brugðið þegar hún fékk fregnir af árásinni í morgun. „Þetta var mjög stór árás sem var gerð í morgun og ISIS eru búnir að lýsa yfir ábyrgð á henni. Og þetta er svona enn eitt merki um það að það hefur ekki tekist að ráða niðurlögum þeirra á árinu eins og Bandaríkjamenn ætluðu sér. Því miður þá skjóta þeir upp höfðinu þarna eins og gorkúlur,“ segir Una. ISIS, eða samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, eru tiltölulega ný ógn í landinu að sögn Unu, þótt samtökin hafi mikið látið til sín taka í nágrannalöndunum. Hún segir nokkuð kaldhæðnislegt til þess að hugsa, að viðburðurinn sem stóð yfir í menningarmiðstöðinni þegar árásin var gerð, hafi verið haldinn í tilefni af því að þrjátíu og átta ár eru liðin frá innrás Sovétmanna í Afganistan. Síðan þá hefur stríð verið viðvarandi í landinu. Una segir ljóst að ekki muni sjá fyrir endann á átökunum á næstunni og hryðjuverkasamtökin geri engan greinarmun á fórnarlömbum sínum. „Þarna er ungt menntað fólk, fjölmiðlamenn, konur og börn. Það er nú það sorglega í þessu,“ segir Una. Tengdar fréttir Tugir látnir eftir röð sjálfsmorðsárása Að minnsta kosti fjörutíu létu lífið og þrjátíu særðust í sjálfsmorðsárás í vesturhluta Kabúl höfuðborgar Afganistans í morgun. 28. desember 2017 07:52 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Minnst fjörutíu eru látnir og tugir særðir eftir sjálfsmorðsprengjuárás í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í morgun. Íslensk kona sem starfar sem fjölmiðlafulltrúi NATO í Afganistan segir ástandið í landinu sífellt verða flóknara. Árásirnar hafi orðið stærri og alvarlegri og ekki sjái fyrir endann á átökum í landinu í bráð. Árásin var gerð á fréttastofu afganska miðilsins Afghan Voice og á nærliggjandi menningarmiðstöð sjía-múslima í vesturhluta borgarinnar sem urðu illa úti í árásinni. Að sögn talsmanns innanríkisráðuneytisins í Afganistan sprungu tvær aðrar sprengjur í nágrenninu í kjölfar árásarinnar. Fjöldi námsmanna var staddur í miðstöðinni þegar sprengjan sprakk en tugir voru fluttir særðir á sjúkrahús og minnst 41 dauðsfall hefur verið staðfest. Una Sighvatsdóttir hefur undanfarið ár starfað í Kabúl og víðar í Afganistan á vegum NATO. Hún er stödd hér á landi um þessar mundir en henni var mjög brugðið þegar hún fékk fregnir af árásinni í morgun. „Þetta var mjög stór árás sem var gerð í morgun og ISIS eru búnir að lýsa yfir ábyrgð á henni. Og þetta er svona enn eitt merki um það að það hefur ekki tekist að ráða niðurlögum þeirra á árinu eins og Bandaríkjamenn ætluðu sér. Því miður þá skjóta þeir upp höfðinu þarna eins og gorkúlur,“ segir Una. ISIS, eða samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, eru tiltölulega ný ógn í landinu að sögn Unu, þótt samtökin hafi mikið látið til sín taka í nágrannalöndunum. Hún segir nokkuð kaldhæðnislegt til þess að hugsa, að viðburðurinn sem stóð yfir í menningarmiðstöðinni þegar árásin var gerð, hafi verið haldinn í tilefni af því að þrjátíu og átta ár eru liðin frá innrás Sovétmanna í Afganistan. Síðan þá hefur stríð verið viðvarandi í landinu. Una segir ljóst að ekki muni sjá fyrir endann á átökunum á næstunni og hryðjuverkasamtökin geri engan greinarmun á fórnarlömbum sínum. „Þarna er ungt menntað fólk, fjölmiðlamenn, konur og börn. Það er nú það sorglega í þessu,“ segir Una.
Tengdar fréttir Tugir látnir eftir röð sjálfsmorðsárása Að minnsta kosti fjörutíu létu lífið og þrjátíu særðust í sjálfsmorðsárás í vesturhluta Kabúl höfuðborgar Afganistans í morgun. 28. desember 2017 07:52 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Tugir látnir eftir röð sjálfsmorðsárása Að minnsta kosti fjörutíu létu lífið og þrjátíu særðust í sjálfsmorðsárás í vesturhluta Kabúl höfuðborgar Afganistans í morgun. 28. desember 2017 07:52