ISIS-liðar „skjóta upp höfðinu eins og gorkúlur“ í Afganistan Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. desember 2017 20:00 Minnst fjörutíu eru látnir og tugir særðir eftir sjálfsmorðsprengjuárás í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í morgun. Íslensk kona sem starfar sem fjölmiðlafulltrúi NATO í Afganistan segir ástandið í landinu sífellt verða flóknara. Árásirnar hafi orðið stærri og alvarlegri og ekki sjái fyrir endann á átökum í landinu í bráð. Árásin var gerð á fréttastofu afganska miðilsins Afghan Voice og á nærliggjandi menningarmiðstöð sjía-múslima í vesturhluta borgarinnar sem urðu illa úti í árásinni. Að sögn talsmanns innanríkisráðuneytisins í Afganistan sprungu tvær aðrar sprengjur í nágrenninu í kjölfar árásarinnar. Fjöldi námsmanna var staddur í miðstöðinni þegar sprengjan sprakk en tugir voru fluttir særðir á sjúkrahús og minnst 41 dauðsfall hefur verið staðfest. Una Sighvatsdóttir hefur undanfarið ár starfað í Kabúl og víðar í Afganistan á vegum NATO. Hún er stödd hér á landi um þessar mundir en henni var mjög brugðið þegar hún fékk fregnir af árásinni í morgun. „Þetta var mjög stór árás sem var gerð í morgun og ISIS eru búnir að lýsa yfir ábyrgð á henni. Og þetta er svona enn eitt merki um það að það hefur ekki tekist að ráða niðurlögum þeirra á árinu eins og Bandaríkjamenn ætluðu sér. Því miður þá skjóta þeir upp höfðinu þarna eins og gorkúlur,“ segir Una. ISIS, eða samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, eru tiltölulega ný ógn í landinu að sögn Unu, þótt samtökin hafi mikið látið til sín taka í nágrannalöndunum. Hún segir nokkuð kaldhæðnislegt til þess að hugsa, að viðburðurinn sem stóð yfir í menningarmiðstöðinni þegar árásin var gerð, hafi verið haldinn í tilefni af því að þrjátíu og átta ár eru liðin frá innrás Sovétmanna í Afganistan. Síðan þá hefur stríð verið viðvarandi í landinu. Una segir ljóst að ekki muni sjá fyrir endann á átökunum á næstunni og hryðjuverkasamtökin geri engan greinarmun á fórnarlömbum sínum. „Þarna er ungt menntað fólk, fjölmiðlamenn, konur og börn. Það er nú það sorglega í þessu,“ segir Una. Tengdar fréttir Tugir látnir eftir röð sjálfsmorðsárása Að minnsta kosti fjörutíu létu lífið og þrjátíu særðust í sjálfsmorðsárás í vesturhluta Kabúl höfuðborgar Afganistans í morgun. 28. desember 2017 07:52 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Minnst fjörutíu eru látnir og tugir særðir eftir sjálfsmorðsprengjuárás í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í morgun. Íslensk kona sem starfar sem fjölmiðlafulltrúi NATO í Afganistan segir ástandið í landinu sífellt verða flóknara. Árásirnar hafi orðið stærri og alvarlegri og ekki sjái fyrir endann á átökum í landinu í bráð. Árásin var gerð á fréttastofu afganska miðilsins Afghan Voice og á nærliggjandi menningarmiðstöð sjía-múslima í vesturhluta borgarinnar sem urðu illa úti í árásinni. Að sögn talsmanns innanríkisráðuneytisins í Afganistan sprungu tvær aðrar sprengjur í nágrenninu í kjölfar árásarinnar. Fjöldi námsmanna var staddur í miðstöðinni þegar sprengjan sprakk en tugir voru fluttir særðir á sjúkrahús og minnst 41 dauðsfall hefur verið staðfest. Una Sighvatsdóttir hefur undanfarið ár starfað í Kabúl og víðar í Afganistan á vegum NATO. Hún er stödd hér á landi um þessar mundir en henni var mjög brugðið þegar hún fékk fregnir af árásinni í morgun. „Þetta var mjög stór árás sem var gerð í morgun og ISIS eru búnir að lýsa yfir ábyrgð á henni. Og þetta er svona enn eitt merki um það að það hefur ekki tekist að ráða niðurlögum þeirra á árinu eins og Bandaríkjamenn ætluðu sér. Því miður þá skjóta þeir upp höfðinu þarna eins og gorkúlur,“ segir Una. ISIS, eða samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, eru tiltölulega ný ógn í landinu að sögn Unu, þótt samtökin hafi mikið látið til sín taka í nágrannalöndunum. Hún segir nokkuð kaldhæðnislegt til þess að hugsa, að viðburðurinn sem stóð yfir í menningarmiðstöðinni þegar árásin var gerð, hafi verið haldinn í tilefni af því að þrjátíu og átta ár eru liðin frá innrás Sovétmanna í Afganistan. Síðan þá hefur stríð verið viðvarandi í landinu. Una segir ljóst að ekki muni sjá fyrir endann á átökunum á næstunni og hryðjuverkasamtökin geri engan greinarmun á fórnarlömbum sínum. „Þarna er ungt menntað fólk, fjölmiðlamenn, konur og börn. Það er nú það sorglega í þessu,“ segir Una.
Tengdar fréttir Tugir látnir eftir röð sjálfsmorðsárása Að minnsta kosti fjörutíu létu lífið og þrjátíu særðust í sjálfsmorðsárás í vesturhluta Kabúl höfuðborgar Afganistans í morgun. 28. desember 2017 07:52 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Tugir látnir eftir röð sjálfsmorðsárása Að minnsta kosti fjörutíu létu lífið og þrjátíu særðust í sjálfsmorðsárás í vesturhluta Kabúl höfuðborgar Afganistans í morgun. 28. desember 2017 07:52