Palestínumenn fagna stefnubreytingu Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. febrúar 2017 07:00 Benjamín Netanjahú á blaðamannafundi með Donald Trump í Washington. vísir/epa Meðal Palestínumanna hafa lengi verið skiptar skoðanir á tveggja ríkja lausninni svonefndu, sem fæli í sér stofnun sjálfstæðs ríkis þeirra við hlið Ísraelsríkis. Yfirlýsing Donalds Trump Bandaríkjaforseta, á fundi með Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, um að Bandaríkjastjórn telji tveggja ríkja lausnina ekki lengur eina möguleikann í stöðunni hefur því ekki mætt einróma andstöðu frá Palestínumönnum, þótt forystumenn þeirra hafi varað Trump við því að falla frá henni. Saeb Erekat, fyrrverandi aðalsamningamaður Palestínumanna í friðarviðræðum við Ísrael, sagði til dæmis hinn möguleikann vera eitt ríki þar sem Palestínumenn nytu fullra borgararéttinda til jafns við gyðinga. Hann sagði í yfirlýsingu á miðvikudag að tveggja ríkja lausnin yrði í raun afar erfið málamiðlun fyrir Palestínumenn, en í sameiginlegu lýðræðisríki gyðinga, múslima og kristinna yrðu gyðingar ekki lengur allsráðandi því þeir yrðu ekki í meirihluta. „Í dag búa nærri sex milljónir Palestínumanna undir stjórn Ísraela á öllu því svæði sem sögulega kallast Palestína, auk þess sem nærri sex milljónir Palestínumanna búa í útlegð,“ sagði Erekat, en alls búa um átta milljónir manna innan landamæra núverandi Ísraelsríkis, þar af aðeins um sex milljónir gyðinga. Hann segir hins vegar að Netanjahú vilji í reynd koma á fót aðskilnaðarkerfi innan stækkaðra landamæra Ísraels, sem hefði þá lagt undir sig hernumdu svæðin á Vesturbakkanum og Gasaströnd. Sú hugmynd geti hins vegar aldrei orðið að veruleika. „Þvert á hugmyndir Netanjahús um eitt ríki með tvískiptu kerfi, aðskilnaðarkerfi, er eini möguleikinn fyrir utan tvö fullvalda lýðræðisríki innan landamæranna frá 1967 sá að allir, jafnt gyðingar sem múslimar og kristnir, njóti sömu réttinda í sameiginlegu ríki sem yrði með veraldlegu lýðræðisskipulagi,“ segir Erekat. Tveggja ríkja lausnin hefur áratugum saman verið helsta leiðarstefið í þeim tilraunum sem gerðar hafa verið til að fá Ísraela og Palestínumenn til þess að semja um frið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Meðal Palestínumanna hafa lengi verið skiptar skoðanir á tveggja ríkja lausninni svonefndu, sem fæli í sér stofnun sjálfstæðs ríkis þeirra við hlið Ísraelsríkis. Yfirlýsing Donalds Trump Bandaríkjaforseta, á fundi með Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, um að Bandaríkjastjórn telji tveggja ríkja lausnina ekki lengur eina möguleikann í stöðunni hefur því ekki mætt einróma andstöðu frá Palestínumönnum, þótt forystumenn þeirra hafi varað Trump við því að falla frá henni. Saeb Erekat, fyrrverandi aðalsamningamaður Palestínumanna í friðarviðræðum við Ísrael, sagði til dæmis hinn möguleikann vera eitt ríki þar sem Palestínumenn nytu fullra borgararéttinda til jafns við gyðinga. Hann sagði í yfirlýsingu á miðvikudag að tveggja ríkja lausnin yrði í raun afar erfið málamiðlun fyrir Palestínumenn, en í sameiginlegu lýðræðisríki gyðinga, múslima og kristinna yrðu gyðingar ekki lengur allsráðandi því þeir yrðu ekki í meirihluta. „Í dag búa nærri sex milljónir Palestínumanna undir stjórn Ísraela á öllu því svæði sem sögulega kallast Palestína, auk þess sem nærri sex milljónir Palestínumanna búa í útlegð,“ sagði Erekat, en alls búa um átta milljónir manna innan landamæra núverandi Ísraelsríkis, þar af aðeins um sex milljónir gyðinga. Hann segir hins vegar að Netanjahú vilji í reynd koma á fót aðskilnaðarkerfi innan stækkaðra landamæra Ísraels, sem hefði þá lagt undir sig hernumdu svæðin á Vesturbakkanum og Gasaströnd. Sú hugmynd geti hins vegar aldrei orðið að veruleika. „Þvert á hugmyndir Netanjahús um eitt ríki með tvískiptu kerfi, aðskilnaðarkerfi, er eini möguleikinn fyrir utan tvö fullvalda lýðræðisríki innan landamæranna frá 1967 sá að allir, jafnt gyðingar sem múslimar og kristnir, njóti sömu réttinda í sameiginlegu ríki sem yrði með veraldlegu lýðræðisskipulagi,“ segir Erekat. Tveggja ríkja lausnin hefur áratugum saman verið helsta leiðarstefið í þeim tilraunum sem gerðar hafa verið til að fá Ísraela og Palestínumenn til þess að semja um frið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira