Bjarni í hópi tíu þjóðarleiðtoga sem beita sér fyrir jafnrétti kynjanna Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2017 20:45 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er í hópi tíu þjóðarleiðtoga á vegum Kvennasamtaka Sameinuðu þjóðanna sem beita sér fyrir því að karlar taki þátt í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Fjöldi manns kom saman í Hörpu í dag til að taka þátt í Milljarður rís, jafnréttisverkefni Sameinuðu þjóðanna. Kvennasamtök Sameinuðu þjóðanna, eða UN Women, stendur fyrir átakinu He for She, eða hann fyrir hana og hafa íslensk stjórnvöld stutt átakið frá upphafi. Hverju sinni eru tíu þjóðarleiðtogar, tíu forstjórar alþjóðafyrirtækja og tíu háskólarektorar í forsvari fyrir verkefnið. En því er ætlað að virkja karlmenn til baráttu fyrir jafnrétti kynjanna. Á ríkisstjórnarfundi í morgun var ákveðið að ríkisstjórnin öll fylkti sér að baki átkasins og nældi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra merki þess í jakkann á samráðherrum sínum á ríkisstjórnarfundi í morgun. „En það eiga náttúrlega allir svona merki og nú hafa allir ráðherrar og þar með öll ríkisstjórnin skráð sig í átakið,“ sagði Bjarni um leið og hann setti merkið í jakka Kristjáns Þórs Júlíussonar menntamálaráðherra. Inga Dóra Pétursdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi fór yfir átakið með forsætisráðherra og hvatti hann og ríkisstjórnina til góðra verka í jafnréttismálum. „Við bara ítrekum að við hjá landsnefnd UN Women erum tilbúin að aðstoða við þetta gríðar mikla verkefni. Hvetja ykkur áfram og minna á hvað það er að vera He for She. Ég ætla að færa þér hérna húfu,“ sagði Inga Dóra og afhenti Bjarna húfu með FO merkinu.Er það mikilvægt fyrir þig að vera í þessum hópi? „Ég geri það nú með miklu stolti og geri eins og fyrirrennarar mínir. Við erum stolt af því að það skuli vera leitað til okkar til að vera eins og kyndilberar í þessu mikilvæga verkefni. Ég lít þannig á að það sé leitað til okkar vegna þess árangurs sem hér hefur náðst. En við erum enn að berjast áfram og höfum sett okkur markmið á þessu sviðinu sem er einfaldlega að ná meiri árangri,“ sagði Bjarni. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson, hafa lýst efasemdum og andstöðu við væntanlegt frumvarp félagsmálaráðherra um jafnlaunavottun fyrirtækja.Heldur þú að ríkisstjórnin muni á endanum standa heil að baki þessu frumvarpi? „Já, ég held að það sé nú ágætt að menn haldi aðeins í sér andanum þangað til að minnsta kosti frumvarpið hefur litið dagsins ljós. Það er hægt að hafa ólíkar skoðanir á því hvaða leiðir við eigum að fara. En ég skynja engan ágreining þegar kemur að því að berjast gegn kynbundnum launamun. Ég hef engan Íslending hitt sem talar fyrir kynbundnum launamun,“ sagði Bjarni. Í hádeginu í dag fór síðan fram í Hörpu og víða um land atburðurinn milljarður rís, þar sem dansað er gegn ofbeldi gegn konum og stelpum. Í ár var minning Birnu Brjánsdóttur heiðruð með góðfúslegu leyfi foreldra hennar. Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er í hópi tíu þjóðarleiðtoga á vegum Kvennasamtaka Sameinuðu þjóðanna sem beita sér fyrir því að karlar taki þátt í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Fjöldi manns kom saman í Hörpu í dag til að taka þátt í Milljarður rís, jafnréttisverkefni Sameinuðu þjóðanna. Kvennasamtök Sameinuðu þjóðanna, eða UN Women, stendur fyrir átakinu He for She, eða hann fyrir hana og hafa íslensk stjórnvöld stutt átakið frá upphafi. Hverju sinni eru tíu þjóðarleiðtogar, tíu forstjórar alþjóðafyrirtækja og tíu háskólarektorar í forsvari fyrir verkefnið. En því er ætlað að virkja karlmenn til baráttu fyrir jafnrétti kynjanna. Á ríkisstjórnarfundi í morgun var ákveðið að ríkisstjórnin öll fylkti sér að baki átkasins og nældi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra merki þess í jakkann á samráðherrum sínum á ríkisstjórnarfundi í morgun. „En það eiga náttúrlega allir svona merki og nú hafa allir ráðherrar og þar með öll ríkisstjórnin skráð sig í átakið,“ sagði Bjarni um leið og hann setti merkið í jakka Kristjáns Þórs Júlíussonar menntamálaráðherra. Inga Dóra Pétursdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi fór yfir átakið með forsætisráðherra og hvatti hann og ríkisstjórnina til góðra verka í jafnréttismálum. „Við bara ítrekum að við hjá landsnefnd UN Women erum tilbúin að aðstoða við þetta gríðar mikla verkefni. Hvetja ykkur áfram og minna á hvað það er að vera He for She. Ég ætla að færa þér hérna húfu,“ sagði Inga Dóra og afhenti Bjarna húfu með FO merkinu.Er það mikilvægt fyrir þig að vera í þessum hópi? „Ég geri það nú með miklu stolti og geri eins og fyrirrennarar mínir. Við erum stolt af því að það skuli vera leitað til okkar til að vera eins og kyndilberar í þessu mikilvæga verkefni. Ég lít þannig á að það sé leitað til okkar vegna þess árangurs sem hér hefur náðst. En við erum enn að berjast áfram og höfum sett okkur markmið á þessu sviðinu sem er einfaldlega að ná meiri árangri,“ sagði Bjarni. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson, hafa lýst efasemdum og andstöðu við væntanlegt frumvarp félagsmálaráðherra um jafnlaunavottun fyrirtækja.Heldur þú að ríkisstjórnin muni á endanum standa heil að baki þessu frumvarpi? „Já, ég held að það sé nú ágætt að menn haldi aðeins í sér andanum þangað til að minnsta kosti frumvarpið hefur litið dagsins ljós. Það er hægt að hafa ólíkar skoðanir á því hvaða leiðir við eigum að fara. En ég skynja engan ágreining þegar kemur að því að berjast gegn kynbundnum launamun. Ég hef engan Íslending hitt sem talar fyrir kynbundnum launamun,“ sagði Bjarni. Í hádeginu í dag fór síðan fram í Hörpu og víða um land atburðurinn milljarður rís, þar sem dansað er gegn ofbeldi gegn konum og stelpum. Í ár var minning Birnu Brjánsdóttur heiðruð með góðfúslegu leyfi foreldra hennar.
Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira