Bjarni í hópi tíu þjóðarleiðtoga sem beita sér fyrir jafnrétti kynjanna Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2017 20:45 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er í hópi tíu þjóðarleiðtoga á vegum Kvennasamtaka Sameinuðu þjóðanna sem beita sér fyrir því að karlar taki þátt í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Fjöldi manns kom saman í Hörpu í dag til að taka þátt í Milljarður rís, jafnréttisverkefni Sameinuðu þjóðanna. Kvennasamtök Sameinuðu þjóðanna, eða UN Women, stendur fyrir átakinu He for She, eða hann fyrir hana og hafa íslensk stjórnvöld stutt átakið frá upphafi. Hverju sinni eru tíu þjóðarleiðtogar, tíu forstjórar alþjóðafyrirtækja og tíu háskólarektorar í forsvari fyrir verkefnið. En því er ætlað að virkja karlmenn til baráttu fyrir jafnrétti kynjanna. Á ríkisstjórnarfundi í morgun var ákveðið að ríkisstjórnin öll fylkti sér að baki átkasins og nældi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra merki þess í jakkann á samráðherrum sínum á ríkisstjórnarfundi í morgun. „En það eiga náttúrlega allir svona merki og nú hafa allir ráðherrar og þar með öll ríkisstjórnin skráð sig í átakið,“ sagði Bjarni um leið og hann setti merkið í jakka Kristjáns Þórs Júlíussonar menntamálaráðherra. Inga Dóra Pétursdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi fór yfir átakið með forsætisráðherra og hvatti hann og ríkisstjórnina til góðra verka í jafnréttismálum. „Við bara ítrekum að við hjá landsnefnd UN Women erum tilbúin að aðstoða við þetta gríðar mikla verkefni. Hvetja ykkur áfram og minna á hvað það er að vera He for She. Ég ætla að færa þér hérna húfu,“ sagði Inga Dóra og afhenti Bjarna húfu með FO merkinu.Er það mikilvægt fyrir þig að vera í þessum hópi? „Ég geri það nú með miklu stolti og geri eins og fyrirrennarar mínir. Við erum stolt af því að það skuli vera leitað til okkar til að vera eins og kyndilberar í þessu mikilvæga verkefni. Ég lít þannig á að það sé leitað til okkar vegna þess árangurs sem hér hefur náðst. En við erum enn að berjast áfram og höfum sett okkur markmið á þessu sviðinu sem er einfaldlega að ná meiri árangri,“ sagði Bjarni. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson, hafa lýst efasemdum og andstöðu við væntanlegt frumvarp félagsmálaráðherra um jafnlaunavottun fyrirtækja.Heldur þú að ríkisstjórnin muni á endanum standa heil að baki þessu frumvarpi? „Já, ég held að það sé nú ágætt að menn haldi aðeins í sér andanum þangað til að minnsta kosti frumvarpið hefur litið dagsins ljós. Það er hægt að hafa ólíkar skoðanir á því hvaða leiðir við eigum að fara. En ég skynja engan ágreining þegar kemur að því að berjast gegn kynbundnum launamun. Ég hef engan Íslending hitt sem talar fyrir kynbundnum launamun,“ sagði Bjarni. Í hádeginu í dag fór síðan fram í Hörpu og víða um land atburðurinn milljarður rís, þar sem dansað er gegn ofbeldi gegn konum og stelpum. Í ár var minning Birnu Brjánsdóttur heiðruð með góðfúslegu leyfi foreldra hennar. Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er í hópi tíu þjóðarleiðtoga á vegum Kvennasamtaka Sameinuðu þjóðanna sem beita sér fyrir því að karlar taki þátt í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Fjöldi manns kom saman í Hörpu í dag til að taka þátt í Milljarður rís, jafnréttisverkefni Sameinuðu þjóðanna. Kvennasamtök Sameinuðu þjóðanna, eða UN Women, stendur fyrir átakinu He for She, eða hann fyrir hana og hafa íslensk stjórnvöld stutt átakið frá upphafi. Hverju sinni eru tíu þjóðarleiðtogar, tíu forstjórar alþjóðafyrirtækja og tíu háskólarektorar í forsvari fyrir verkefnið. En því er ætlað að virkja karlmenn til baráttu fyrir jafnrétti kynjanna. Á ríkisstjórnarfundi í morgun var ákveðið að ríkisstjórnin öll fylkti sér að baki átkasins og nældi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra merki þess í jakkann á samráðherrum sínum á ríkisstjórnarfundi í morgun. „En það eiga náttúrlega allir svona merki og nú hafa allir ráðherrar og þar með öll ríkisstjórnin skráð sig í átakið,“ sagði Bjarni um leið og hann setti merkið í jakka Kristjáns Þórs Júlíussonar menntamálaráðherra. Inga Dóra Pétursdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi fór yfir átakið með forsætisráðherra og hvatti hann og ríkisstjórnina til góðra verka í jafnréttismálum. „Við bara ítrekum að við hjá landsnefnd UN Women erum tilbúin að aðstoða við þetta gríðar mikla verkefni. Hvetja ykkur áfram og minna á hvað það er að vera He for She. Ég ætla að færa þér hérna húfu,“ sagði Inga Dóra og afhenti Bjarna húfu með FO merkinu.Er það mikilvægt fyrir þig að vera í þessum hópi? „Ég geri það nú með miklu stolti og geri eins og fyrirrennarar mínir. Við erum stolt af því að það skuli vera leitað til okkar til að vera eins og kyndilberar í þessu mikilvæga verkefni. Ég lít þannig á að það sé leitað til okkar vegna þess árangurs sem hér hefur náðst. En við erum enn að berjast áfram og höfum sett okkur markmið á þessu sviðinu sem er einfaldlega að ná meiri árangri,“ sagði Bjarni. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson, hafa lýst efasemdum og andstöðu við væntanlegt frumvarp félagsmálaráðherra um jafnlaunavottun fyrirtækja.Heldur þú að ríkisstjórnin muni á endanum standa heil að baki þessu frumvarpi? „Já, ég held að það sé nú ágætt að menn haldi aðeins í sér andanum þangað til að minnsta kosti frumvarpið hefur litið dagsins ljós. Það er hægt að hafa ólíkar skoðanir á því hvaða leiðir við eigum að fara. En ég skynja engan ágreining þegar kemur að því að berjast gegn kynbundnum launamun. Ég hef engan Íslending hitt sem talar fyrir kynbundnum launamun,“ sagði Bjarni. Í hádeginu í dag fór síðan fram í Hörpu og víða um land atburðurinn milljarður rís, þar sem dansað er gegn ofbeldi gegn konum og stelpum. Í ár var minning Birnu Brjánsdóttur heiðruð með góðfúslegu leyfi foreldra hennar.
Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent