Mikael á miklu flugi
Að sögn Bryndísar Loftsdóttur, framkvæmdastjóra Fíbút, einkenna miklar hreyfingar bóksölulistana. „Mikael Torfason er aftur kominn í fyrsta sæti ævisagnalistans og mest selda bók ársins, samkvæmt uppsöfnuðum lista, Með lífið að veði eftir Yeomne Park, er komin í annað sæti,“ segir Bryndís. En við birtum nú í fyrsta skipti uppsafnaðan lista og gerum það áfram til jóla. Þetta má heita athyglisvert því Mikael, með sinni nýju tegund ævisögu, skýtur þarna Páli Valssyni og Jóhönnu Sigurðardóttur ref fyrir rass. Jón Gnarr og Sigmundur Ernir Rúnarsson koma svo í humátt á eftir.
Margar bækur bárust seint til landsins sem aftur hefur seinkað umfjöllunum og gagnrýni. Salan er hins vegar að komast á skrið, að sögn Bryndísar og mun væntanlega margfaldast á þessum vikum sem eftir eru fram að jólum.
Skáldsögur í vanda
„Ef undan eru skildar glæpasögur þá eru íslensk skáldverk lítið áberandi á meðal mest seldu bóka vikunnar. Aðeins Saga Ástu eftir Jón Kalman og Sakramentið eftir Ólaf Jóhann ná inn á topp 20 listann,“ segir Bryndís.
Þetta var reyndar svipað í fyrra, þá var Kristín Marja sú eina sem átti íslenska skáldsögu á listanum en þá voru hins vegar ævisögur eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur, Vigdísi Grímsdóttur og Steinunni Sigurðardóttur orðnar mjög áberandi á listanum. „Nú sjáum við hins vegar aðeins Syndafall Mikaels Torfasonar inni á topplistanum. Það segir mér nú eiginlega bara að kaupendur séu eitthvað aðeins seinni á ferðinni en í fyrra. En ég er viss um að salan er að rjúka í gang nú um helgina enda vissara að tryggja sér íslenskar bækur í tíma því ekki er ólíklegt að vinsælustu titlarnir klárist einfaldlega fyrir jól. Nú er nefnilega ekki lengur hægt að rjúka í endurprentanir á því sem skyndilega verður vinsælt, nokkrum dögum fyrir jól.“
Kiljur og innbundnar
En, sé litið til hins uppsafnaða bóksölulista þá segir Bryndís ef til vill gaman að geta þess að „mest selda bókin, Með lífið að veði, var gefin út í kilju fyrr á árinu, en hún er nú einnig fáanleg innbundin. Það er öfug röð á útgáfuformum miðað við það sem helst þekkist en kemur til af því að þjóðin virðist enn ekki hafa þróað smekk fyrir því að gefa kiljur í jólagjöf,“ segir Bryndís.
Aðrir nýir titlar sem einnig eru fáanlegir bæði í kilju og innbundnir eru Saga þernunnar eftir Margaret Atwood og Áfram líður tíminn eftir Marry Higgins Clark.
En, svona eru listarnir þessa vikuna:
Topplistinn - söluhæstu titlar Bóksölulistans
- Myrkrið veit - Arnaldur Indriðason
- Amma best - Gunnar Helgason
- Heima - Sólrún Diego
- Gatið - Yrsa Sigurðardóttir
- Útkall, Reiðarslag í Eyjum - Óttar Sveinsson
- Þitt eigið ævintýri - Ævar Þór Benediktsson
- Sönglögin okkar - Ýmsir / Jón Ólafsson
- Mistur - Ragnar Jónasson
- Jól með Láru - Birgitta Haukdal
- Saga Ástu - Jón Kalman Stefánsson
- Syndafallið - Mikael Torfason
- Jólalitabókin - Bókafélagið
- Sakramentið - Ólafur Jóhann Ólafsson
- Henri hittir í mark - Þorgrímur Þráinsson
- Skuggarnir - Stefán Máni
- Gagn og gaman - Helgi Elíasson og Ísak Jónsson
- Jólasyrpa 2017 - Walt Disney
- Flóttinn hans afa - David Walliams
- Vögguvísurnar okkar - Ýmsir / Jón Ólafsson
- Skrifum stafina - Jessica Greenwell
Íslensk skáldverk
- Myrkrið veit - Arnaldur Indriðason
- Gatið - Yrsa Sigurðardóttir
- Mistur - Ragnar Jónasson
- Saga Ástu - Jón Kalman Stefánsson
- Sakramentið - Ólafur Jóhann Ólafsson
- Skuggarnir - Stefán Máni
- Blóðug jörð - Vilborg Davíðsdóttir
- Ekki vera sár - Kristín Steinsdóttir
- Örninn og fálkinn - Valur Gunnarsson
- Passamyndir - Einar Már Guðmundsson
Þýdd skáldverk
- Sonurinn - Jo Nesbø
- Áfram líður tíminn (innbundin) - Marry Higgins Clark
- Nornin - Camilla Läckberg
- Saga þernunnar - Margaret Atwood
- Norrænar goðsagnir - Neil Gaiman
- Kanínufangarinn - Lars Kepler
- Þrjár mínútur - Roslund & Hellstöm
- Áfram líður tíminn (kilja) - Marry Higgins Clark
- Sögur frá Rússlandi - Ýmsir
- Litla bókabúðin í hálöndunum - Jenny Colgan
Ljóð & leikrit
- Gamanvísnabókin - Ragnar Ingi Aðalsteinsson tók saman
- Heilaskurðaðgerðin - Dagur Hjartarson
- Hreistur - Bubbi Morthens
- Hin svarta útsending - Kött Grá Pje
- Ljóðasafn Tómasar Guðmundssonar - Tómas Guðmundsson
- Ég skal kveða um eina þig - Páll Ólafsson
- Sóley sólufegri - Jóhannes úr Kötlum
- Fiskur af himni - Hallgrímur Helgason
- Ástarljóð Davíðs Stefánssonar - Guðmundur Andri Thorsson tók saman
- Birtan yfir ánni - Ýmsir höfundar / Gyrðir Elíasson þýddi
Barnabækur - skáldverk
- Amma best - Gunnar Helgason
- Þitt eigið ævintýri - Ævar Þór Benediktsson
- Sönglögin okkar - Ýmsir / Jón Ólafsson
- Jól með Láru - Birgitta Haukdal
- Henri hittir í mark - Þorgrímur Þráinsson
- Jólasyrpa 2017 - Walt Disney
- Flóttinn hans afa - David Walliams
- Vögguvísurnar okkar - Ýmsir / Jón Ólafsson
- Jólakötturinn tekinn í gegn - Brian Pilkington
- Bieber og Botnrassa - Haraldur F. Gíslason
Barnafræði- og handbækur
- Jólalitabókin - Bókafélagið
- Gagn og gaman - Helgi Elíasson og Ísak Jónsson
- Skrifum stafina - Jessica Greenwell
- Settu saman mannslíkamann - Richard Walker
- Góðar gátur - Guðjón Ingi Eiríksson
- Kvöldsögur fyrir uppreisnagjarnar stelpur - Elena Favilli / Francesca Cavallo
- Fótboltaspurningar 2017 - Guðjón Ingi Eiríksson
- Skafmyndalist - Setberg
- Fyrstu orðin (púslbók) – Unga ástin mín
- Spurningabókin 2017 - Guðjón Ingi Eiríksson
Ungmennabækur
- Er ekki allt í lagi með þig? - Elísa Jóhannsdóttir
- Hvísl hrafnanna - Malene Sølvsten
- Galdra Dísa - Gunnar Theodór Eggertsson
- Vertu ósýnilegur - Kristín Helga Gunnarsdóttir
- Nei, nú ert'að spauga, Kolfinna - Hrönn Reynisdóttir
- 172 tímar á tunglinu - Johan Harstad
- Harry Potter og bölvun barnsins - J. K. Rowling
- Koparborgin - Ragnhildur Hólmgeirsdóttir
- Sölvasaga unglings - Arnar Már Arngrímsson
- Korku saga - Vilborg Davíðsdóttir
Fræði og almennt efni - að undanskildum matreiðslu- og handavinnubókum
- Heima - Sólrún Diego
- Útkall, Reiðarslag í Eyjum - Óttar Sveinsson
- Til orrustu frá Íslandi - Illugi Jökulsson
- Hérasprettir - Baldur Grétarsson og Ragnar Ingi Aðalsteinsson
- Mamma : Hlý hugrenning fyrir hvern dag ársins - Pam Brown
- Híf opp! Gamansögur af íslenskum sjómönnum - Guðjón Ingi Eiríksson
- Hönnun : Leiðsögn í máli og myndum - Ýmsir
- Gleðilegt hár - Íris Sveinsdóttir
- Vargöld á Vígaslóð - Magnús Þór Hafsteinsson
- Þrautgóðir á raunastund - Steinar J. Lúðvíksson
Ævisögur
- Syndafallið - Mikael Torfason
- Með lífið að veði (innbundin) - Yeomne Park
- Minn tími - saga Jóhönnu Sigurðardóttur - Páll Valsson
- Rúna - Örlagasaga - Sigmundur Ernir Rúnarsson
- Þúsund kossar - Jóga - Jón Gnarr
- Konan í dalnum og dæturnar sjö - Guðmundur G. Hagalín
- Gunnar Birgisson - Orri Páll Ormarsson
- Ekki gleyma mér - Kristín Jóhannsdóttir
- Elly – ævisaga - Margrét Blöndal
- Ég er Malala - Malala Yousafazai
Matreiðslu- og handverksbækur
- Pottur, panna og Nanna - Nanna Rögnvaldardóttir
- Stóra bókin um sous vide - Viktor Örn Andrésson
- Jólaprjón - Guðrún S. Magnúsdóttir
- Gulur, rauður grænn & salt - Berglind Guðmundsdóttir
- Matarást - Nanna Rögnvaldardóttir
- Heklaðar tuskur - C. S. Rasmussen / S. Grangaard
- Prjónaðar tuskur - Helle Benedikte Neigaard
- Stóra smákökubókin - Fanney Rut Elínardóttir
- Kanntu brauð að baka? - Svanur Kristjánsson
- Töfraskógurinn - Johanna Basford
Uppsafnaður listi frá áramótum - Söluhæstu bækurnar frá 1. janúar
- Með lífið að veði (kilja) - Yeomne Park
- Myrkrið veit - Arnaldur Indriðason
- Löggan - Jo Nesbø
- Nornin - Camilla Läckberg
- Amma best - Gunnar Helgason
- Heima - Sólrún Diego
- Átta vikna blóðsykurkúrinn - Dr. Michael Mosley
- Gatið - Yrsa Sigurðardóttir
- Gagn og gaman - Helgi Elíasson og Ísak Jónsson
- Þitt eigið ævintýri - Ævar Þór Benediktsson