Staða Jerúsalem: Um hvað snýst málið? Atli Ísleifsson skrifar 6. desember 2017 23:45 Frá frá borginni Jerúsalem. Vísir/Getty Staða Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels. Allt frá stofnun Ísraelsríkis hefur Jerúsalem verið bitbein deiluaðila, en öll stóru trúarbrögðin þrjú á svæðinu – íslam, gyðingdómur og kristindómur – líta á hana sem heilaga borg.NRK, Aftonbladet og SVT hafa takið saman um hvað deilan snýst.Skipt í tvennt árið 1948 Með samþykkt Sameinuðu þjóðanna árið 1947 sem leiddi til stofnun Ísraelsríkis, var ákveðið að Jerúsalem skyldi verða alþjóðleg borg sem lyti stjórn Sameinuðu þjóðanna. Þannig varð það hins vegar ekki. Í stuttu stríði Araba og Ísraela árið 1948 var borginni svo skipt í tvennt þar sem gyðingar (Ísrael) réðu yfir vestari hlutanum, en Arabar (Jórdanía) þeim austari. Árið 1949 var því lýst yfir að Jerúsalem skyldi gerð að höfuðborg Ísraels, en það var hins vegar ekki viðurkennt af öðrum ríkjum. Árið 1967 hernámu Ísraelar austari hluta borgarinnar og innlimuðu hann. Var borgin sögð eilíf og óskiptanleg höfuðborg Ísraelsríkis. Aðsetur bæði ríkisstjórnar og þings Ísraela er að finna í Jerúsalem, og þá hafa gyðingar smám saman verið að taka yfir austari hluta borgarinnar – þeim hluta sem Arabar réðu áður yfir. Palestínumenn hafa hins vegar krafist þess að Jerúsalem skuli verða framtíðarhöfuðborg sjálfstæðs ríkis Palestínu. Í friðarviðræðunum á tíunda áratugnum lagði PLO, Frelsissamtök Palestínu, til að vestari hluti Jerúsalem skyldi áfram tilheyra Ísrael. Palestínumenn hafa hins vegar aldrei horfið frá þeirri kröfu að austari hlutinn verði höfuðborg ríkis þeirra.Öll sendiráðin í Tel Avív Vegna stöðu borgarinnar hefur alþjóðasamfélagið ekki viðurkennt Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og þess í stað flokkað Tel Avív sem höfuðborg landsins. Þannig hefur ekkert sendiráð verið staðsett í Jerúsalem frá dögum Sex daga stríðsins árið 1967 en alls má nú finna 86 sendiráð erlendra ríkja í Tel Avív. Nú stendur sem sagt til að flytja það bandaríska til Jerúsalem. Bandaríkjaþing samþykkti árið 1995 lagafrumvarp sem gengur undir nafninu The Jerusalem Embassy Act. Þar stendur meðal annars að „frá árinu 1950 hefur borgin Jerúsalem verið höfuðborg Ísraelsríkis“. Í lögunum er hins vegar einnig að finna ákvæði sem veitir Bandaríkjaforseta heimild til að fresta gildistökunni um hálft ár vegna „þjóðaröryggissjónarmiða“, þykir ástæða til. Allir Bandaríkjaforsetar hafa því nýtt sér þetta ákvæði, tvisvar á ári, allt frá árinu 1995. Trump gerði slíkt hið sama í vor, en frestur til að nýta ákvæðið á ný rann hins vegar út síðasta mánudag. Tengdar fréttir Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19 Abbas segir Bandaríkin vera að draga sig úr friðarferlinu Forseti Palestínumanna segir að yfirlýsing Bandaríkjaforseta sé í raun „yfirlýsing um úrsögn“ úr friðarviðræðum og grafi undan öllu friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 20:40 Segir ákvörðun Trump valda áhyggjum og vonbrigðum Guðlaugur Þór Þórðarson óttast að ákvörðun Donald Trump að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis kunni að hafa neikvæð áhrif á friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 23:02 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Staða Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels. Allt frá stofnun Ísraelsríkis hefur Jerúsalem verið bitbein deiluaðila, en öll stóru trúarbrögðin þrjú á svæðinu – íslam, gyðingdómur og kristindómur – líta á hana sem heilaga borg.NRK, Aftonbladet og SVT hafa takið saman um hvað deilan snýst.Skipt í tvennt árið 1948 Með samþykkt Sameinuðu þjóðanna árið 1947 sem leiddi til stofnun Ísraelsríkis, var ákveðið að Jerúsalem skyldi verða alþjóðleg borg sem lyti stjórn Sameinuðu þjóðanna. Þannig varð það hins vegar ekki. Í stuttu stríði Araba og Ísraela árið 1948 var borginni svo skipt í tvennt þar sem gyðingar (Ísrael) réðu yfir vestari hlutanum, en Arabar (Jórdanía) þeim austari. Árið 1949 var því lýst yfir að Jerúsalem skyldi gerð að höfuðborg Ísraels, en það var hins vegar ekki viðurkennt af öðrum ríkjum. Árið 1967 hernámu Ísraelar austari hluta borgarinnar og innlimuðu hann. Var borgin sögð eilíf og óskiptanleg höfuðborg Ísraelsríkis. Aðsetur bæði ríkisstjórnar og þings Ísraela er að finna í Jerúsalem, og þá hafa gyðingar smám saman verið að taka yfir austari hluta borgarinnar – þeim hluta sem Arabar réðu áður yfir. Palestínumenn hafa hins vegar krafist þess að Jerúsalem skuli verða framtíðarhöfuðborg sjálfstæðs ríkis Palestínu. Í friðarviðræðunum á tíunda áratugnum lagði PLO, Frelsissamtök Palestínu, til að vestari hluti Jerúsalem skyldi áfram tilheyra Ísrael. Palestínumenn hafa hins vegar aldrei horfið frá þeirri kröfu að austari hlutinn verði höfuðborg ríkis þeirra.Öll sendiráðin í Tel Avív Vegna stöðu borgarinnar hefur alþjóðasamfélagið ekki viðurkennt Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og þess í stað flokkað Tel Avív sem höfuðborg landsins. Þannig hefur ekkert sendiráð verið staðsett í Jerúsalem frá dögum Sex daga stríðsins árið 1967 en alls má nú finna 86 sendiráð erlendra ríkja í Tel Avív. Nú stendur sem sagt til að flytja það bandaríska til Jerúsalem. Bandaríkjaþing samþykkti árið 1995 lagafrumvarp sem gengur undir nafninu The Jerusalem Embassy Act. Þar stendur meðal annars að „frá árinu 1950 hefur borgin Jerúsalem verið höfuðborg Ísraelsríkis“. Í lögunum er hins vegar einnig að finna ákvæði sem veitir Bandaríkjaforseta heimild til að fresta gildistökunni um hálft ár vegna „þjóðaröryggissjónarmiða“, þykir ástæða til. Allir Bandaríkjaforsetar hafa því nýtt sér þetta ákvæði, tvisvar á ári, allt frá árinu 1995. Trump gerði slíkt hið sama í vor, en frestur til að nýta ákvæðið á ný rann hins vegar út síðasta mánudag.
Tengdar fréttir Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19 Abbas segir Bandaríkin vera að draga sig úr friðarferlinu Forseti Palestínumanna segir að yfirlýsing Bandaríkjaforseta sé í raun „yfirlýsing um úrsögn“ úr friðarviðræðum og grafi undan öllu friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 20:40 Segir ákvörðun Trump valda áhyggjum og vonbrigðum Guðlaugur Þór Þórðarson óttast að ákvörðun Donald Trump að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis kunni að hafa neikvæð áhrif á friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 23:02 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19
Abbas segir Bandaríkin vera að draga sig úr friðarferlinu Forseti Palestínumanna segir að yfirlýsing Bandaríkjaforseta sé í raun „yfirlýsing um úrsögn“ úr friðarviðræðum og grafi undan öllu friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 20:40
Segir ákvörðun Trump valda áhyggjum og vonbrigðum Guðlaugur Þór Þórðarson óttast að ákvörðun Donald Trump að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis kunni að hafa neikvæð áhrif á friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 23:02