Hafa útilokað mansal í umfangsmiklu vændismáli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. desember 2017 15:50 Maðurinn sem grunaður er í málinu var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar hann og konan voru úrskurðuð í gæsluvarðhald. Þau voru látin laus í gærkvöldi. Vísir/Anton Brink Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur útilokað að þrjár konur frá Perú, sem grunur leikur á að par hafi gert út í vændi, séu þolendur mansals. Þetta segir Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi og yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar, í samtali við Vísi. Parið, íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri og kona frá Perú sem er á fertugsaldri, hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Varðhaldið átti að renna út í dag en Snorri segir að parinu hafi verið sleppt í gærkvöldi að loknum skýrslutökum. „Við töldum ekki ástæðu til að halda þeim áfram eða fara fram á farbann. Rannsóknin er enn í gangi og það er búið að yfirheyra vitni og sakborninga, og við eigum eftir að afla frekari gagna einnig, en við töldum ekki ástæðu til að halda fólkinu áfram í gæslu,“ segir Snorri. Hann vill ekki tjá sig um það hvort játning liggi fyrir í málinu en hin grunuðu voru yfirheyrð þrisvar sinnum á meðan þau voru í haldi lögreglu. Varðandi þann þátt málsins sem snýr að því hvort að konurnar hafi verið þolendur mansals segir Snorri: „Við erum búin að útiloka það að þær hafi verið þolendur mansals. Rannsóknin beinist núna að því að grunur leikur á að fólkið hafi haft milligöngu um vændi annarra.“Konurnar á þrítugs-og fertugsaldri Snorri segir að það sem sé til skoðunar í málinu sé að einstaklingar sem stunda vændi geta verið í því af fúsum og frjálsum vilja en vita ef til vill ekki nákvæmlega hvað þeir eru að fá fyrir það þar sem þeir eru kannski að vinna fyrir einhvern annan. „Þá eru þessir einstaklingar ekki að sjá alla peninga sem fást fyrir kaupin á vændi. Þá erum við farin að rannsaka, eins og í þessu tiltekna máli, að fólk hafi verið að taka pening af öðrum án þess þó að þar leiki grunur á að um sé að ræða þolendur mansals. Við teljum í sjálfu sér að þessar stúlkur hafi komið hingað af fúsum og frjálsum vilja,“ segir Snorri og á þar við konurnar sem parið er grunað um að hafa gert út í vændi. Aðspurður um hvað þær séu gamlar segir Snorri þær vera á þrítugs-og fertugsaldri en hann vill ekki tjá sig um hvort þær hafi þekkt hina grunðu í málinu áður en þær komu hingað til lands. Eins og fram hefur komið telur lögreglan sig vita um tugi kaupenda í málinu. Snorri segir að sé ekki byrjað að yfirheyra þá en það muni fara af stað þegar búið er að ljúka þeim þáttum málsins sem snúa að parinu. „Þáttur kaupendanna er annar. Þeir eru grunaðir um að kaupa vændi svo það verður annað brot en í þessu sama máli. Við höfum lagt megináherslu á það að ljúka þessum þætti sem snýr að milligönguna og svo tökum við hitt bara í framhaldi,“ segir Snorri. Tengdar fréttir Lögðu hald á þrjár milljónir króna í umfangsmiklu vændismáli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um þrjár milljónir króna í húsleitum sem gerðar voru í tengslum við umfangsmikið vændismál sem lögreglan hefur nú til rannsóknar. 5. desember 2017 12:19 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur útilokað að þrjár konur frá Perú, sem grunur leikur á að par hafi gert út í vændi, séu þolendur mansals. Þetta segir Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi og yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar, í samtali við Vísi. Parið, íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri og kona frá Perú sem er á fertugsaldri, hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Varðhaldið átti að renna út í dag en Snorri segir að parinu hafi verið sleppt í gærkvöldi að loknum skýrslutökum. „Við töldum ekki ástæðu til að halda þeim áfram eða fara fram á farbann. Rannsóknin er enn í gangi og það er búið að yfirheyra vitni og sakborninga, og við eigum eftir að afla frekari gagna einnig, en við töldum ekki ástæðu til að halda fólkinu áfram í gæslu,“ segir Snorri. Hann vill ekki tjá sig um það hvort játning liggi fyrir í málinu en hin grunuðu voru yfirheyrð þrisvar sinnum á meðan þau voru í haldi lögreglu. Varðandi þann þátt málsins sem snýr að því hvort að konurnar hafi verið þolendur mansals segir Snorri: „Við erum búin að útiloka það að þær hafi verið þolendur mansals. Rannsóknin beinist núna að því að grunur leikur á að fólkið hafi haft milligöngu um vændi annarra.“Konurnar á þrítugs-og fertugsaldri Snorri segir að það sem sé til skoðunar í málinu sé að einstaklingar sem stunda vændi geta verið í því af fúsum og frjálsum vilja en vita ef til vill ekki nákvæmlega hvað þeir eru að fá fyrir það þar sem þeir eru kannski að vinna fyrir einhvern annan. „Þá eru þessir einstaklingar ekki að sjá alla peninga sem fást fyrir kaupin á vændi. Þá erum við farin að rannsaka, eins og í þessu tiltekna máli, að fólk hafi verið að taka pening af öðrum án þess þó að þar leiki grunur á að um sé að ræða þolendur mansals. Við teljum í sjálfu sér að þessar stúlkur hafi komið hingað af fúsum og frjálsum vilja,“ segir Snorri og á þar við konurnar sem parið er grunað um að hafa gert út í vændi. Aðspurður um hvað þær séu gamlar segir Snorri þær vera á þrítugs-og fertugsaldri en hann vill ekki tjá sig um hvort þær hafi þekkt hina grunðu í málinu áður en þær komu hingað til lands. Eins og fram hefur komið telur lögreglan sig vita um tugi kaupenda í málinu. Snorri segir að sé ekki byrjað að yfirheyra þá en það muni fara af stað þegar búið er að ljúka þeim þáttum málsins sem snúa að parinu. „Þáttur kaupendanna er annar. Þeir eru grunaðir um að kaupa vændi svo það verður annað brot en í þessu sama máli. Við höfum lagt megináherslu á það að ljúka þessum þætti sem snýr að milligönguna og svo tökum við hitt bara í framhaldi,“ segir Snorri.
Tengdar fréttir Lögðu hald á þrjár milljónir króna í umfangsmiklu vændismáli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um þrjár milljónir króna í húsleitum sem gerðar voru í tengslum við umfangsmikið vændismál sem lögreglan hefur nú til rannsóknar. 5. desember 2017 12:19 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Lögðu hald á þrjár milljónir króna í umfangsmiklu vændismáli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um þrjár milljónir króna í húsleitum sem gerðar voru í tengslum við umfangsmikið vændismál sem lögreglan hefur nú til rannsóknar. 5. desember 2017 12:19