Hafa útilokað mansal í umfangsmiklu vændismáli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. desember 2017 15:50 Maðurinn sem grunaður er í málinu var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar hann og konan voru úrskurðuð í gæsluvarðhald. Þau voru látin laus í gærkvöldi. Vísir/Anton Brink Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur útilokað að þrjár konur frá Perú, sem grunur leikur á að par hafi gert út í vændi, séu þolendur mansals. Þetta segir Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi og yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar, í samtali við Vísi. Parið, íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri og kona frá Perú sem er á fertugsaldri, hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Varðhaldið átti að renna út í dag en Snorri segir að parinu hafi verið sleppt í gærkvöldi að loknum skýrslutökum. „Við töldum ekki ástæðu til að halda þeim áfram eða fara fram á farbann. Rannsóknin er enn í gangi og það er búið að yfirheyra vitni og sakborninga, og við eigum eftir að afla frekari gagna einnig, en við töldum ekki ástæðu til að halda fólkinu áfram í gæslu,“ segir Snorri. Hann vill ekki tjá sig um það hvort játning liggi fyrir í málinu en hin grunuðu voru yfirheyrð þrisvar sinnum á meðan þau voru í haldi lögreglu. Varðandi þann þátt málsins sem snýr að því hvort að konurnar hafi verið þolendur mansals segir Snorri: „Við erum búin að útiloka það að þær hafi verið þolendur mansals. Rannsóknin beinist núna að því að grunur leikur á að fólkið hafi haft milligöngu um vændi annarra.“Konurnar á þrítugs-og fertugsaldri Snorri segir að það sem sé til skoðunar í málinu sé að einstaklingar sem stunda vændi geta verið í því af fúsum og frjálsum vilja en vita ef til vill ekki nákvæmlega hvað þeir eru að fá fyrir það þar sem þeir eru kannski að vinna fyrir einhvern annan. „Þá eru þessir einstaklingar ekki að sjá alla peninga sem fást fyrir kaupin á vændi. Þá erum við farin að rannsaka, eins og í þessu tiltekna máli, að fólk hafi verið að taka pening af öðrum án þess þó að þar leiki grunur á að um sé að ræða þolendur mansals. Við teljum í sjálfu sér að þessar stúlkur hafi komið hingað af fúsum og frjálsum vilja,“ segir Snorri og á þar við konurnar sem parið er grunað um að hafa gert út í vændi. Aðspurður um hvað þær séu gamlar segir Snorri þær vera á þrítugs-og fertugsaldri en hann vill ekki tjá sig um hvort þær hafi þekkt hina grunðu í málinu áður en þær komu hingað til lands. Eins og fram hefur komið telur lögreglan sig vita um tugi kaupenda í málinu. Snorri segir að sé ekki byrjað að yfirheyra þá en það muni fara af stað þegar búið er að ljúka þeim þáttum málsins sem snúa að parinu. „Þáttur kaupendanna er annar. Þeir eru grunaðir um að kaupa vændi svo það verður annað brot en í þessu sama máli. Við höfum lagt megináherslu á það að ljúka þessum þætti sem snýr að milligönguna og svo tökum við hitt bara í framhaldi,“ segir Snorri. Tengdar fréttir Lögðu hald á þrjár milljónir króna í umfangsmiklu vændismáli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um þrjár milljónir króna í húsleitum sem gerðar voru í tengslum við umfangsmikið vændismál sem lögreglan hefur nú til rannsóknar. 5. desember 2017 12:19 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur útilokað að þrjár konur frá Perú, sem grunur leikur á að par hafi gert út í vændi, séu þolendur mansals. Þetta segir Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi og yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar, í samtali við Vísi. Parið, íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri og kona frá Perú sem er á fertugsaldri, hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Varðhaldið átti að renna út í dag en Snorri segir að parinu hafi verið sleppt í gærkvöldi að loknum skýrslutökum. „Við töldum ekki ástæðu til að halda þeim áfram eða fara fram á farbann. Rannsóknin er enn í gangi og það er búið að yfirheyra vitni og sakborninga, og við eigum eftir að afla frekari gagna einnig, en við töldum ekki ástæðu til að halda fólkinu áfram í gæslu,“ segir Snorri. Hann vill ekki tjá sig um það hvort játning liggi fyrir í málinu en hin grunuðu voru yfirheyrð þrisvar sinnum á meðan þau voru í haldi lögreglu. Varðandi þann þátt málsins sem snýr að því hvort að konurnar hafi verið þolendur mansals segir Snorri: „Við erum búin að útiloka það að þær hafi verið þolendur mansals. Rannsóknin beinist núna að því að grunur leikur á að fólkið hafi haft milligöngu um vændi annarra.“Konurnar á þrítugs-og fertugsaldri Snorri segir að það sem sé til skoðunar í málinu sé að einstaklingar sem stunda vændi geta verið í því af fúsum og frjálsum vilja en vita ef til vill ekki nákvæmlega hvað þeir eru að fá fyrir það þar sem þeir eru kannski að vinna fyrir einhvern annan. „Þá eru þessir einstaklingar ekki að sjá alla peninga sem fást fyrir kaupin á vændi. Þá erum við farin að rannsaka, eins og í þessu tiltekna máli, að fólk hafi verið að taka pening af öðrum án þess þó að þar leiki grunur á að um sé að ræða þolendur mansals. Við teljum í sjálfu sér að þessar stúlkur hafi komið hingað af fúsum og frjálsum vilja,“ segir Snorri og á þar við konurnar sem parið er grunað um að hafa gert út í vændi. Aðspurður um hvað þær séu gamlar segir Snorri þær vera á þrítugs-og fertugsaldri en hann vill ekki tjá sig um hvort þær hafi þekkt hina grunðu í málinu áður en þær komu hingað til lands. Eins og fram hefur komið telur lögreglan sig vita um tugi kaupenda í málinu. Snorri segir að sé ekki byrjað að yfirheyra þá en það muni fara af stað þegar búið er að ljúka þeim þáttum málsins sem snúa að parinu. „Þáttur kaupendanna er annar. Þeir eru grunaðir um að kaupa vændi svo það verður annað brot en í þessu sama máli. Við höfum lagt megináherslu á það að ljúka þessum þætti sem snýr að milligönguna og svo tökum við hitt bara í framhaldi,“ segir Snorri.
Tengdar fréttir Lögðu hald á þrjár milljónir króna í umfangsmiklu vændismáli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um þrjár milljónir króna í húsleitum sem gerðar voru í tengslum við umfangsmikið vændismál sem lögreglan hefur nú til rannsóknar. 5. desember 2017 12:19 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Lögðu hald á þrjár milljónir króna í umfangsmiklu vændismáli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um þrjár milljónir króna í húsleitum sem gerðar voru í tengslum við umfangsmikið vændismál sem lögreglan hefur nú til rannsóknar. 5. desember 2017 12:19