Lögðu hald á þrjár milljónir króna í umfangsmiklu vændismáli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. desember 2017 12:19 Maðurinn sem grunaður er um aðild að málinu er hér leiddur fyrir dómara í nóvember síðastliðnum. Vísir/Anton Brink Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um þrjár milljónir króna í húsleitum sem gerðar voru í tengslum við umfangsmikið vændismál sem lögreglan hefur nú til rannsóknar. Par, íslenskur karl og kona frá Perú, er í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna vegna málsins en varðhaldið rennur út á morgun. Konan er á fertugsaldri en maðurinn á fimmtugsaldri. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, segir ekki liggja fyrir hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en verið að yfirheyra parið og verður ákvörðun um varðhaldið tekin þegar yfirheyrslum er lokið. Undanfarið hefur rannsóknin miðað að því að afla gagna og undirbúa yfirheyrslur dagsins.Allar konurnar frá Perú Greint hefur verið frá því að grunur leiki á því að parið hafi gert þrjár konur út í vændi. Þær eru allar frá Perú, líkt og konan sem er í haldi vegna málsins, og hafa þær yfirgefið landið. Aðspurður hvort það liggi fyrir hvort að konurnar þrjár séu þolendur mansals segir Grímur það hluta af rannsókninni. „Það kom líka fram í upphafi að þeim voru boðin viðeigandi úrræði ef um slíkt væri að ræða en þær þáðu þau ekki og fóru af landi,“ segir Grímur.En eru einhver tengsl á milli kvennanna þriggja og hinnar grunuðu í málinu? „Það er líka til rannsóknar í þessu máli hvort að það sé einhver milliganga eða þvingun en það er allavega ljóst að konurnar voru með sín vegabréf þannig að þær gátu farið af landinu,“ segir Grímur.Konurnar þrjár áttu hluta af peningunum sem lagt var hald á Konurnar hafi ekki verið ólöglega hér á landi en ríkisborgarar frá Perú þurfa ekki vegabréfaáritun til að koma hingað til Íslands. Konurnar hafi komið hingað sem ferðamenn og hafi verið innan þeirra 90 daga marka sem ferðamenn utan Schengensvæðisins mega dvelja inni á svæðinu. Komið hefur fram að lögreglan telji sig vita um tugi kaupenda í málinu. Grímur segir að engar yfirheyrslur hafi farið fram yfir neinum þeirra en það standi til. Hann vill ekki svara því hvernig lögreglan komst á snoðir um það hverjir eru hugsanlegir kaupendur, til að mynda hvort að parið hafi haldið skrá yfir viðskiptavini. „Þetta er bara eitthvað sem rannsóknin hefur leitt að einhverju leyti hverjir þetta eru án þess að ég fari nánar út í það,“ segir Grímur. Í húsleitunum var lagt hald á tölvur, síma og fjármuni. Grímur segir upphæðina sem hald var lagt á nema um þremur milljónum króna. „Þetta voru um þrjár milljónir í heildina en eitthvað af því áttu þessar konur sem eru farnar af landi brott og fengu þær til baka það sem þær áttu.“ Grímur vill ekki svara því hvort að játning liggi fyrir í málinu. Tengdar fréttir Parið í gæsluvarðhaldi til 6. desember Par sem grunað er um umfangsmikla vændisstarfsemi var leitt fyrir dómara í hádeginu sem féllst á gæsluvarðhaldsskröfu lögreglu. 22. nóvember 2017 13:30 Konurnar allar frá Suður-Ameríku Þrjár konur, sem allar eru frá Suður-Ameríku og grunur leikur á að hafi verið gerðar út í vændi hér á landi af pari sem situr í gæsluvarðhalid, eru annað hvort farnar af landi brott eða á leiðinni úr landi. 27. nóvember 2017 14:33 Telja sig vita um tugi kaupenda í umfangsmiklu vændismáli Allir verða þeir boðaðir til skýrslutöku á næstunni. Þá er talið að starfsemin hafi verið starfrækt í nokkra mánuði. 24. nóvember 2017 18:33 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um þrjár milljónir króna í húsleitum sem gerðar voru í tengslum við umfangsmikið vændismál sem lögreglan hefur nú til rannsóknar. Par, íslenskur karl og kona frá Perú, er í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna vegna málsins en varðhaldið rennur út á morgun. Konan er á fertugsaldri en maðurinn á fimmtugsaldri. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, segir ekki liggja fyrir hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en verið að yfirheyra parið og verður ákvörðun um varðhaldið tekin þegar yfirheyrslum er lokið. Undanfarið hefur rannsóknin miðað að því að afla gagna og undirbúa yfirheyrslur dagsins.Allar konurnar frá Perú Greint hefur verið frá því að grunur leiki á því að parið hafi gert þrjár konur út í vændi. Þær eru allar frá Perú, líkt og konan sem er í haldi vegna málsins, og hafa þær yfirgefið landið. Aðspurður hvort það liggi fyrir hvort að konurnar þrjár séu þolendur mansals segir Grímur það hluta af rannsókninni. „Það kom líka fram í upphafi að þeim voru boðin viðeigandi úrræði ef um slíkt væri að ræða en þær þáðu þau ekki og fóru af landi,“ segir Grímur.En eru einhver tengsl á milli kvennanna þriggja og hinnar grunuðu í málinu? „Það er líka til rannsóknar í þessu máli hvort að það sé einhver milliganga eða þvingun en það er allavega ljóst að konurnar voru með sín vegabréf þannig að þær gátu farið af landinu,“ segir Grímur.Konurnar þrjár áttu hluta af peningunum sem lagt var hald á Konurnar hafi ekki verið ólöglega hér á landi en ríkisborgarar frá Perú þurfa ekki vegabréfaáritun til að koma hingað til Íslands. Konurnar hafi komið hingað sem ferðamenn og hafi verið innan þeirra 90 daga marka sem ferðamenn utan Schengensvæðisins mega dvelja inni á svæðinu. Komið hefur fram að lögreglan telji sig vita um tugi kaupenda í málinu. Grímur segir að engar yfirheyrslur hafi farið fram yfir neinum þeirra en það standi til. Hann vill ekki svara því hvernig lögreglan komst á snoðir um það hverjir eru hugsanlegir kaupendur, til að mynda hvort að parið hafi haldið skrá yfir viðskiptavini. „Þetta er bara eitthvað sem rannsóknin hefur leitt að einhverju leyti hverjir þetta eru án þess að ég fari nánar út í það,“ segir Grímur. Í húsleitunum var lagt hald á tölvur, síma og fjármuni. Grímur segir upphæðina sem hald var lagt á nema um þremur milljónum króna. „Þetta voru um þrjár milljónir í heildina en eitthvað af því áttu þessar konur sem eru farnar af landi brott og fengu þær til baka það sem þær áttu.“ Grímur vill ekki svara því hvort að játning liggi fyrir í málinu.
Tengdar fréttir Parið í gæsluvarðhaldi til 6. desember Par sem grunað er um umfangsmikla vændisstarfsemi var leitt fyrir dómara í hádeginu sem féllst á gæsluvarðhaldsskröfu lögreglu. 22. nóvember 2017 13:30 Konurnar allar frá Suður-Ameríku Þrjár konur, sem allar eru frá Suður-Ameríku og grunur leikur á að hafi verið gerðar út í vændi hér á landi af pari sem situr í gæsluvarðhalid, eru annað hvort farnar af landi brott eða á leiðinni úr landi. 27. nóvember 2017 14:33 Telja sig vita um tugi kaupenda í umfangsmiklu vændismáli Allir verða þeir boðaðir til skýrslutöku á næstunni. Þá er talið að starfsemin hafi verið starfrækt í nokkra mánuði. 24. nóvember 2017 18:33 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Parið í gæsluvarðhaldi til 6. desember Par sem grunað er um umfangsmikla vændisstarfsemi var leitt fyrir dómara í hádeginu sem féllst á gæsluvarðhaldsskröfu lögreglu. 22. nóvember 2017 13:30
Konurnar allar frá Suður-Ameríku Þrjár konur, sem allar eru frá Suður-Ameríku og grunur leikur á að hafi verið gerðar út í vændi hér á landi af pari sem situr í gæsluvarðhalid, eru annað hvort farnar af landi brott eða á leiðinni úr landi. 27. nóvember 2017 14:33
Telja sig vita um tugi kaupenda í umfangsmiklu vændismáli Allir verða þeir boðaðir til skýrslutöku á næstunni. Þá er talið að starfsemin hafi verið starfrækt í nokkra mánuði. 24. nóvember 2017 18:33