Lögðu hald á þrjár milljónir króna í umfangsmiklu vændismáli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. desember 2017 12:19 Maðurinn sem grunaður er um aðild að málinu er hér leiddur fyrir dómara í nóvember síðastliðnum. Vísir/Anton Brink Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um þrjár milljónir króna í húsleitum sem gerðar voru í tengslum við umfangsmikið vændismál sem lögreglan hefur nú til rannsóknar. Par, íslenskur karl og kona frá Perú, er í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna vegna málsins en varðhaldið rennur út á morgun. Konan er á fertugsaldri en maðurinn á fimmtugsaldri. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, segir ekki liggja fyrir hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en verið að yfirheyra parið og verður ákvörðun um varðhaldið tekin þegar yfirheyrslum er lokið. Undanfarið hefur rannsóknin miðað að því að afla gagna og undirbúa yfirheyrslur dagsins.Allar konurnar frá Perú Greint hefur verið frá því að grunur leiki á því að parið hafi gert þrjár konur út í vændi. Þær eru allar frá Perú, líkt og konan sem er í haldi vegna málsins, og hafa þær yfirgefið landið. Aðspurður hvort það liggi fyrir hvort að konurnar þrjár séu þolendur mansals segir Grímur það hluta af rannsókninni. „Það kom líka fram í upphafi að þeim voru boðin viðeigandi úrræði ef um slíkt væri að ræða en þær þáðu þau ekki og fóru af landi,“ segir Grímur.En eru einhver tengsl á milli kvennanna þriggja og hinnar grunuðu í málinu? „Það er líka til rannsóknar í þessu máli hvort að það sé einhver milliganga eða þvingun en það er allavega ljóst að konurnar voru með sín vegabréf þannig að þær gátu farið af landinu,“ segir Grímur.Konurnar þrjár áttu hluta af peningunum sem lagt var hald á Konurnar hafi ekki verið ólöglega hér á landi en ríkisborgarar frá Perú þurfa ekki vegabréfaáritun til að koma hingað til Íslands. Konurnar hafi komið hingað sem ferðamenn og hafi verið innan þeirra 90 daga marka sem ferðamenn utan Schengensvæðisins mega dvelja inni á svæðinu. Komið hefur fram að lögreglan telji sig vita um tugi kaupenda í málinu. Grímur segir að engar yfirheyrslur hafi farið fram yfir neinum þeirra en það standi til. Hann vill ekki svara því hvernig lögreglan komst á snoðir um það hverjir eru hugsanlegir kaupendur, til að mynda hvort að parið hafi haldið skrá yfir viðskiptavini. „Þetta er bara eitthvað sem rannsóknin hefur leitt að einhverju leyti hverjir þetta eru án þess að ég fari nánar út í það,“ segir Grímur. Í húsleitunum var lagt hald á tölvur, síma og fjármuni. Grímur segir upphæðina sem hald var lagt á nema um þremur milljónum króna. „Þetta voru um þrjár milljónir í heildina en eitthvað af því áttu þessar konur sem eru farnar af landi brott og fengu þær til baka það sem þær áttu.“ Grímur vill ekki svara því hvort að játning liggi fyrir í málinu. Tengdar fréttir Parið í gæsluvarðhaldi til 6. desember Par sem grunað er um umfangsmikla vændisstarfsemi var leitt fyrir dómara í hádeginu sem féllst á gæsluvarðhaldsskröfu lögreglu. 22. nóvember 2017 13:30 Konurnar allar frá Suður-Ameríku Þrjár konur, sem allar eru frá Suður-Ameríku og grunur leikur á að hafi verið gerðar út í vændi hér á landi af pari sem situr í gæsluvarðhalid, eru annað hvort farnar af landi brott eða á leiðinni úr landi. 27. nóvember 2017 14:33 Telja sig vita um tugi kaupenda í umfangsmiklu vændismáli Allir verða þeir boðaðir til skýrslutöku á næstunni. Þá er talið að starfsemin hafi verið starfrækt í nokkra mánuði. 24. nóvember 2017 18:33 Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um þrjár milljónir króna í húsleitum sem gerðar voru í tengslum við umfangsmikið vændismál sem lögreglan hefur nú til rannsóknar. Par, íslenskur karl og kona frá Perú, er í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna vegna málsins en varðhaldið rennur út á morgun. Konan er á fertugsaldri en maðurinn á fimmtugsaldri. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, segir ekki liggja fyrir hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en verið að yfirheyra parið og verður ákvörðun um varðhaldið tekin þegar yfirheyrslum er lokið. Undanfarið hefur rannsóknin miðað að því að afla gagna og undirbúa yfirheyrslur dagsins.Allar konurnar frá Perú Greint hefur verið frá því að grunur leiki á því að parið hafi gert þrjár konur út í vændi. Þær eru allar frá Perú, líkt og konan sem er í haldi vegna málsins, og hafa þær yfirgefið landið. Aðspurður hvort það liggi fyrir hvort að konurnar þrjár séu þolendur mansals segir Grímur það hluta af rannsókninni. „Það kom líka fram í upphafi að þeim voru boðin viðeigandi úrræði ef um slíkt væri að ræða en þær þáðu þau ekki og fóru af landi,“ segir Grímur.En eru einhver tengsl á milli kvennanna þriggja og hinnar grunuðu í málinu? „Það er líka til rannsóknar í þessu máli hvort að það sé einhver milliganga eða þvingun en það er allavega ljóst að konurnar voru með sín vegabréf þannig að þær gátu farið af landinu,“ segir Grímur.Konurnar þrjár áttu hluta af peningunum sem lagt var hald á Konurnar hafi ekki verið ólöglega hér á landi en ríkisborgarar frá Perú þurfa ekki vegabréfaáritun til að koma hingað til Íslands. Konurnar hafi komið hingað sem ferðamenn og hafi verið innan þeirra 90 daga marka sem ferðamenn utan Schengensvæðisins mega dvelja inni á svæðinu. Komið hefur fram að lögreglan telji sig vita um tugi kaupenda í málinu. Grímur segir að engar yfirheyrslur hafi farið fram yfir neinum þeirra en það standi til. Hann vill ekki svara því hvernig lögreglan komst á snoðir um það hverjir eru hugsanlegir kaupendur, til að mynda hvort að parið hafi haldið skrá yfir viðskiptavini. „Þetta er bara eitthvað sem rannsóknin hefur leitt að einhverju leyti hverjir þetta eru án þess að ég fari nánar út í það,“ segir Grímur. Í húsleitunum var lagt hald á tölvur, síma og fjármuni. Grímur segir upphæðina sem hald var lagt á nema um þremur milljónum króna. „Þetta voru um þrjár milljónir í heildina en eitthvað af því áttu þessar konur sem eru farnar af landi brott og fengu þær til baka það sem þær áttu.“ Grímur vill ekki svara því hvort að játning liggi fyrir í málinu.
Tengdar fréttir Parið í gæsluvarðhaldi til 6. desember Par sem grunað er um umfangsmikla vændisstarfsemi var leitt fyrir dómara í hádeginu sem féllst á gæsluvarðhaldsskröfu lögreglu. 22. nóvember 2017 13:30 Konurnar allar frá Suður-Ameríku Þrjár konur, sem allar eru frá Suður-Ameríku og grunur leikur á að hafi verið gerðar út í vændi hér á landi af pari sem situr í gæsluvarðhalid, eru annað hvort farnar af landi brott eða á leiðinni úr landi. 27. nóvember 2017 14:33 Telja sig vita um tugi kaupenda í umfangsmiklu vændismáli Allir verða þeir boðaðir til skýrslutöku á næstunni. Þá er talið að starfsemin hafi verið starfrækt í nokkra mánuði. 24. nóvember 2017 18:33 Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Parið í gæsluvarðhaldi til 6. desember Par sem grunað er um umfangsmikla vændisstarfsemi var leitt fyrir dómara í hádeginu sem féllst á gæsluvarðhaldsskröfu lögreglu. 22. nóvember 2017 13:30
Konurnar allar frá Suður-Ameríku Þrjár konur, sem allar eru frá Suður-Ameríku og grunur leikur á að hafi verið gerðar út í vændi hér á landi af pari sem situr í gæsluvarðhalid, eru annað hvort farnar af landi brott eða á leiðinni úr landi. 27. nóvember 2017 14:33
Telja sig vita um tugi kaupenda í umfangsmiklu vændismáli Allir verða þeir boðaðir til skýrslutöku á næstunni. Þá er talið að starfsemin hafi verið starfrækt í nokkra mánuði. 24. nóvember 2017 18:33