Lögðu hald á þrjár milljónir króna í umfangsmiklu vændismáli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. desember 2017 12:19 Maðurinn sem grunaður er um aðild að málinu er hér leiddur fyrir dómara í nóvember síðastliðnum. Vísir/Anton Brink Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um þrjár milljónir króna í húsleitum sem gerðar voru í tengslum við umfangsmikið vændismál sem lögreglan hefur nú til rannsóknar. Par, íslenskur karl og kona frá Perú, er í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna vegna málsins en varðhaldið rennur út á morgun. Konan er á fertugsaldri en maðurinn á fimmtugsaldri. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, segir ekki liggja fyrir hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en verið að yfirheyra parið og verður ákvörðun um varðhaldið tekin þegar yfirheyrslum er lokið. Undanfarið hefur rannsóknin miðað að því að afla gagna og undirbúa yfirheyrslur dagsins.Allar konurnar frá Perú Greint hefur verið frá því að grunur leiki á því að parið hafi gert þrjár konur út í vændi. Þær eru allar frá Perú, líkt og konan sem er í haldi vegna málsins, og hafa þær yfirgefið landið. Aðspurður hvort það liggi fyrir hvort að konurnar þrjár séu þolendur mansals segir Grímur það hluta af rannsókninni. „Það kom líka fram í upphafi að þeim voru boðin viðeigandi úrræði ef um slíkt væri að ræða en þær þáðu þau ekki og fóru af landi,“ segir Grímur.En eru einhver tengsl á milli kvennanna þriggja og hinnar grunuðu í málinu? „Það er líka til rannsóknar í þessu máli hvort að það sé einhver milliganga eða þvingun en það er allavega ljóst að konurnar voru með sín vegabréf þannig að þær gátu farið af landinu,“ segir Grímur.Konurnar þrjár áttu hluta af peningunum sem lagt var hald á Konurnar hafi ekki verið ólöglega hér á landi en ríkisborgarar frá Perú þurfa ekki vegabréfaáritun til að koma hingað til Íslands. Konurnar hafi komið hingað sem ferðamenn og hafi verið innan þeirra 90 daga marka sem ferðamenn utan Schengensvæðisins mega dvelja inni á svæðinu. Komið hefur fram að lögreglan telji sig vita um tugi kaupenda í málinu. Grímur segir að engar yfirheyrslur hafi farið fram yfir neinum þeirra en það standi til. Hann vill ekki svara því hvernig lögreglan komst á snoðir um það hverjir eru hugsanlegir kaupendur, til að mynda hvort að parið hafi haldið skrá yfir viðskiptavini. „Þetta er bara eitthvað sem rannsóknin hefur leitt að einhverju leyti hverjir þetta eru án þess að ég fari nánar út í það,“ segir Grímur. Í húsleitunum var lagt hald á tölvur, síma og fjármuni. Grímur segir upphæðina sem hald var lagt á nema um þremur milljónum króna. „Þetta voru um þrjár milljónir í heildina en eitthvað af því áttu þessar konur sem eru farnar af landi brott og fengu þær til baka það sem þær áttu.“ Grímur vill ekki svara því hvort að játning liggi fyrir í málinu. Tengdar fréttir Parið í gæsluvarðhaldi til 6. desember Par sem grunað er um umfangsmikla vændisstarfsemi var leitt fyrir dómara í hádeginu sem féllst á gæsluvarðhaldsskröfu lögreglu. 22. nóvember 2017 13:30 Konurnar allar frá Suður-Ameríku Þrjár konur, sem allar eru frá Suður-Ameríku og grunur leikur á að hafi verið gerðar út í vændi hér á landi af pari sem situr í gæsluvarðhalid, eru annað hvort farnar af landi brott eða á leiðinni úr landi. 27. nóvember 2017 14:33 Telja sig vita um tugi kaupenda í umfangsmiklu vændismáli Allir verða þeir boðaðir til skýrslutöku á næstunni. Þá er talið að starfsemin hafi verið starfrækt í nokkra mánuði. 24. nóvember 2017 18:33 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um þrjár milljónir króna í húsleitum sem gerðar voru í tengslum við umfangsmikið vændismál sem lögreglan hefur nú til rannsóknar. Par, íslenskur karl og kona frá Perú, er í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna vegna málsins en varðhaldið rennur út á morgun. Konan er á fertugsaldri en maðurinn á fimmtugsaldri. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, segir ekki liggja fyrir hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en verið að yfirheyra parið og verður ákvörðun um varðhaldið tekin þegar yfirheyrslum er lokið. Undanfarið hefur rannsóknin miðað að því að afla gagna og undirbúa yfirheyrslur dagsins.Allar konurnar frá Perú Greint hefur verið frá því að grunur leiki á því að parið hafi gert þrjár konur út í vændi. Þær eru allar frá Perú, líkt og konan sem er í haldi vegna málsins, og hafa þær yfirgefið landið. Aðspurður hvort það liggi fyrir hvort að konurnar þrjár séu þolendur mansals segir Grímur það hluta af rannsókninni. „Það kom líka fram í upphafi að þeim voru boðin viðeigandi úrræði ef um slíkt væri að ræða en þær þáðu þau ekki og fóru af landi,“ segir Grímur.En eru einhver tengsl á milli kvennanna þriggja og hinnar grunuðu í málinu? „Það er líka til rannsóknar í þessu máli hvort að það sé einhver milliganga eða þvingun en það er allavega ljóst að konurnar voru með sín vegabréf þannig að þær gátu farið af landinu,“ segir Grímur.Konurnar þrjár áttu hluta af peningunum sem lagt var hald á Konurnar hafi ekki verið ólöglega hér á landi en ríkisborgarar frá Perú þurfa ekki vegabréfaáritun til að koma hingað til Íslands. Konurnar hafi komið hingað sem ferðamenn og hafi verið innan þeirra 90 daga marka sem ferðamenn utan Schengensvæðisins mega dvelja inni á svæðinu. Komið hefur fram að lögreglan telji sig vita um tugi kaupenda í málinu. Grímur segir að engar yfirheyrslur hafi farið fram yfir neinum þeirra en það standi til. Hann vill ekki svara því hvernig lögreglan komst á snoðir um það hverjir eru hugsanlegir kaupendur, til að mynda hvort að parið hafi haldið skrá yfir viðskiptavini. „Þetta er bara eitthvað sem rannsóknin hefur leitt að einhverju leyti hverjir þetta eru án þess að ég fari nánar út í það,“ segir Grímur. Í húsleitunum var lagt hald á tölvur, síma og fjármuni. Grímur segir upphæðina sem hald var lagt á nema um þremur milljónum króna. „Þetta voru um þrjár milljónir í heildina en eitthvað af því áttu þessar konur sem eru farnar af landi brott og fengu þær til baka það sem þær áttu.“ Grímur vill ekki svara því hvort að játning liggi fyrir í málinu.
Tengdar fréttir Parið í gæsluvarðhaldi til 6. desember Par sem grunað er um umfangsmikla vændisstarfsemi var leitt fyrir dómara í hádeginu sem féllst á gæsluvarðhaldsskröfu lögreglu. 22. nóvember 2017 13:30 Konurnar allar frá Suður-Ameríku Þrjár konur, sem allar eru frá Suður-Ameríku og grunur leikur á að hafi verið gerðar út í vændi hér á landi af pari sem situr í gæsluvarðhalid, eru annað hvort farnar af landi brott eða á leiðinni úr landi. 27. nóvember 2017 14:33 Telja sig vita um tugi kaupenda í umfangsmiklu vændismáli Allir verða þeir boðaðir til skýrslutöku á næstunni. Þá er talið að starfsemin hafi verið starfrækt í nokkra mánuði. 24. nóvember 2017 18:33 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Parið í gæsluvarðhaldi til 6. desember Par sem grunað er um umfangsmikla vændisstarfsemi var leitt fyrir dómara í hádeginu sem féllst á gæsluvarðhaldsskröfu lögreglu. 22. nóvember 2017 13:30
Konurnar allar frá Suður-Ameríku Þrjár konur, sem allar eru frá Suður-Ameríku og grunur leikur á að hafi verið gerðar út í vændi hér á landi af pari sem situr í gæsluvarðhalid, eru annað hvort farnar af landi brott eða á leiðinni úr landi. 27. nóvember 2017 14:33
Telja sig vita um tugi kaupenda í umfangsmiklu vændismáli Allir verða þeir boðaðir til skýrslutöku á næstunni. Þá er talið að starfsemin hafi verið starfrækt í nokkra mánuði. 24. nóvember 2017 18:33
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði