Kennarasamband Íslands tekur ekki afstöðu í máli Ragnars Þórs Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. desember 2017 19:04 Ragnar Þór Pétursson er nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/GVA Stjórn Kennarasamband Íslands ætlar ekki að taka afstöðu í máli Ragnars Þórs Péturssonar sem kjörinn var formaður sambandsins í síðasta mánuði. Þetta kom fram í tilkynningu sem stjórnin sendi á fjölmiðla en tveir frambjóðendur til varaformanns KÍ lýstu yfir vantrausti á Ragnar Þór. Þórunn Sif Böðvarsdóttir og Halldóra Guðmundsdóttir tilkynntu á framboðsfundi á mánudag að segi Ragnar Þór ekki af sér fyrir kosninguna sem hefst á morgun, dragi þær framboð sitt til baka.Sjá einnig: Frambjóðendur til varaformanns KÍ lýsa yfir vantrausti á Ragnar Þór Ástæða þess var að Ragnar Þór Marinósson, 34 ára Tálknfirðingur, lýsti því í viðtali við Vísi á sunnudag að Ragnar Þór kennari hefði sýnt sér klám. Þá var Tálknfirðingurinn að eigin sögn tólf ára en Ragnar Þór að stiga sín fyrstu skref í kennslu fyrir vestan. Ásökunin hrakti Ragnar Þór tímabundið úr starfi árið 2013 þegar málið kom fyrst upp en hann hefur alltaf neitað sök.Sjá einnig: Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Kennarasambandið ætlar sér ekki að taka afstöðu í málinu og segja valið á forystunni í höndum félagsmanna KÍ. „Stjórninni ber ávallt að gæta hlutleysis í slíkum málum enda annarra lögboðinna aðila að fara með þau.“ Segir ennfremur í tilkynningunni að samtök launafólks standi þétt að baki þolendum og tryggi að á þá sé hlustað. „Mikilvægt er að þeir einstaklingar, sem veljast til forystu, njóti trausts og trúverðugleika, jafnt innan KÍ sem og í samfélaginu öllu.“ Ragnar Þór skrifaði blogg eftir að fréttin birtist á Vísi um helgina og sagði þar að það væri köld skilaboð að gefa kennurum að halda því fram að þeir geti ekki öðlast frama eftir að vera sakaðir um eitthvað. „Ég held að það sé kominn tími á heiðarlegri forystu í KÍ. Að minnsta kosti heiðarlegri en svo að menn þykist mjög hissa og skelli á neyðarfundum vegna frétta sem þeir fengu fyrir fjórum árum en hafa ekki haft pólitískan hag af að blása upp fyrr en nú.“ Sjá einnig: Ragnar Þór segir ekkert tilefni til vantrausts núYfirlýsingu stjórnar KÍ má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: „Um liðna helgi komu fram alvarlegar ásakanir á hendur nýkjörnum formanni KÍ. Stjórn KÍ getur ekki tekið og mun ekki taka afstöðu í því máli. Stjórninni ber ávallt að gæta hlutleysis í slíkum málum enda annarra lögboðinna aðila að fara með þau. Félagsmenn KÍ velja sér forystu með lýðræðislegum hætti, valdið er í höndum félagsmanna KÍ. Mikilvægt er að þeir einstaklingar, sem veljast til forystu, njóti trausts og trúverðugleika, jafnt innan KÍ sem og í samfélaginu öllu. Nýverið sendi Kennarasambandið frá sér yfirlýsingu, ásamt ASÍ, BSRB og BHM, þar sem kallað er eftir að atvinnurekendur og stjórnvöld axli ábyrgð og efli aðgerðir til að útrýma kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að samtök launafólks standi þétt að baki þolendum og tryggja verði að á þá sé hlustað.“ Fyrir hönd stjórnar Kennarasambands Íslands, Þórður Á. Hjaltested, formaður KÍ Tengdar fréttir Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands varðist ásökunum í bloggskrifum og Kastljósi árið 2013. Fjórum árum síðar stígur Ragnar Þór Marinósson fram og segir sína sögu. 3. desember 2017 14:00 Ragnar Þór segir ekkert tilefni til vantrausts nú Ragnar Þór Pétursson, nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands, hvetur frambjóðendur til varaformanns sambandsins til að halda framboðum sínum til streitu. 5. desember 2017 07:25 Frambjóðendur til varaformanns KÍ lýsa yfir vantrausti á Ragnar Þór nýkjörinn formann Á framboðsfundi vegna kosningar til varaformanns Kennarasambands Íslands hvöttu tveir frambjóðendur Ragnar Þór nýkjörinn formann til að segja strax af sér. 4. desember 2017 21:15 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Stjórn Kennarasamband Íslands ætlar ekki að taka afstöðu í máli Ragnars Þórs Péturssonar sem kjörinn var formaður sambandsins í síðasta mánuði. Þetta kom fram í tilkynningu sem stjórnin sendi á fjölmiðla en tveir frambjóðendur til varaformanns KÍ lýstu yfir vantrausti á Ragnar Þór. Þórunn Sif Böðvarsdóttir og Halldóra Guðmundsdóttir tilkynntu á framboðsfundi á mánudag að segi Ragnar Þór ekki af sér fyrir kosninguna sem hefst á morgun, dragi þær framboð sitt til baka.Sjá einnig: Frambjóðendur til varaformanns KÍ lýsa yfir vantrausti á Ragnar Þór Ástæða þess var að Ragnar Þór Marinósson, 34 ára Tálknfirðingur, lýsti því í viðtali við Vísi á sunnudag að Ragnar Þór kennari hefði sýnt sér klám. Þá var Tálknfirðingurinn að eigin sögn tólf ára en Ragnar Þór að stiga sín fyrstu skref í kennslu fyrir vestan. Ásökunin hrakti Ragnar Þór tímabundið úr starfi árið 2013 þegar málið kom fyrst upp en hann hefur alltaf neitað sök.Sjá einnig: Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Kennarasambandið ætlar sér ekki að taka afstöðu í málinu og segja valið á forystunni í höndum félagsmanna KÍ. „Stjórninni ber ávallt að gæta hlutleysis í slíkum málum enda annarra lögboðinna aðila að fara með þau.“ Segir ennfremur í tilkynningunni að samtök launafólks standi þétt að baki þolendum og tryggi að á þá sé hlustað. „Mikilvægt er að þeir einstaklingar, sem veljast til forystu, njóti trausts og trúverðugleika, jafnt innan KÍ sem og í samfélaginu öllu.“ Ragnar Þór skrifaði blogg eftir að fréttin birtist á Vísi um helgina og sagði þar að það væri köld skilaboð að gefa kennurum að halda því fram að þeir geti ekki öðlast frama eftir að vera sakaðir um eitthvað. „Ég held að það sé kominn tími á heiðarlegri forystu í KÍ. Að minnsta kosti heiðarlegri en svo að menn þykist mjög hissa og skelli á neyðarfundum vegna frétta sem þeir fengu fyrir fjórum árum en hafa ekki haft pólitískan hag af að blása upp fyrr en nú.“ Sjá einnig: Ragnar Þór segir ekkert tilefni til vantrausts núYfirlýsingu stjórnar KÍ má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: „Um liðna helgi komu fram alvarlegar ásakanir á hendur nýkjörnum formanni KÍ. Stjórn KÍ getur ekki tekið og mun ekki taka afstöðu í því máli. Stjórninni ber ávallt að gæta hlutleysis í slíkum málum enda annarra lögboðinna aðila að fara með þau. Félagsmenn KÍ velja sér forystu með lýðræðislegum hætti, valdið er í höndum félagsmanna KÍ. Mikilvægt er að þeir einstaklingar, sem veljast til forystu, njóti trausts og trúverðugleika, jafnt innan KÍ sem og í samfélaginu öllu. Nýverið sendi Kennarasambandið frá sér yfirlýsingu, ásamt ASÍ, BSRB og BHM, þar sem kallað er eftir að atvinnurekendur og stjórnvöld axli ábyrgð og efli aðgerðir til að útrýma kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að samtök launafólks standi þétt að baki þolendum og tryggja verði að á þá sé hlustað.“ Fyrir hönd stjórnar Kennarasambands Íslands, Þórður Á. Hjaltested, formaður KÍ
Tengdar fréttir Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands varðist ásökunum í bloggskrifum og Kastljósi árið 2013. Fjórum árum síðar stígur Ragnar Þór Marinósson fram og segir sína sögu. 3. desember 2017 14:00 Ragnar Þór segir ekkert tilefni til vantrausts nú Ragnar Þór Pétursson, nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands, hvetur frambjóðendur til varaformanns sambandsins til að halda framboðum sínum til streitu. 5. desember 2017 07:25 Frambjóðendur til varaformanns KÍ lýsa yfir vantrausti á Ragnar Þór nýkjörinn formann Á framboðsfundi vegna kosningar til varaformanns Kennarasambands Íslands hvöttu tveir frambjóðendur Ragnar Þór nýkjörinn formann til að segja strax af sér. 4. desember 2017 21:15 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands varðist ásökunum í bloggskrifum og Kastljósi árið 2013. Fjórum árum síðar stígur Ragnar Þór Marinósson fram og segir sína sögu. 3. desember 2017 14:00
Ragnar Þór segir ekkert tilefni til vantrausts nú Ragnar Þór Pétursson, nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands, hvetur frambjóðendur til varaformanns sambandsins til að halda framboðum sínum til streitu. 5. desember 2017 07:25
Frambjóðendur til varaformanns KÍ lýsa yfir vantrausti á Ragnar Þór nýkjörinn formann Á framboðsfundi vegna kosningar til varaformanns Kennarasambands Íslands hvöttu tveir frambjóðendur Ragnar Þór nýkjörinn formann til að segja strax af sér. 4. desember 2017 21:15