Inter varð í kvöld fyrsta liðið sem tók stig úr leik gegn Napoli í ítölsku deildinni í vetur en leiknum lauk með markalausu jafntefli á heimavelli Napoli manna.
Heimamenn höfðu unnið fyrstu átta leiki tímabilsins en á sama tíma gat Inter náð Napoli að stigum á toppi deildarinnar með sigri í kvöld.
Napoli-menn voru ákafari í sóknaraðgerðum sínum og áttu inn á milli fínar sóknir en Samir Handanovic átti á köflum flottar vörslur í markinu hjá Napoli.
Það besta fékk Dries Mertens á lokamínútum leiksins en Handanovic gerði vel og lokaði á belgíska framherjann.
Napoli heldur því toppsætinu í ítölsku deildinni en ítölsku meistararnir í Juventus geta saxað á forskot toppliðanna þegar þeir mæta Udinese á morgun.
